Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Blaðsíða 8
IÞROTTIR:
SH með yfirburðum
í fyrstu deildina
Sundfélag Hafnarfjarðar er komið í fyrstu deild og keppir á
næsta tímabili í þeirri deild. Petta kom í Ijós um helgina, þegar
SH skellti næstneðsta liðinu í fyrstu deildinni niður fyrir sig með
yfirburðastigatölu, en það munaði 1.351 stigi á SH og Vestra.
Sundfélag Hafnarfjarðar lenti í öðru sæti í annarri deild í bikar-
keppninni um næstsíðustu helgi. Tapaði SH naumlega fyrir UMSK.
Bikarkeppni fyrstu deildar var síðan um síðustu helgi og þar urðu
úrslit eins og að ofan greinir.
Reglur eru þær, að efsta lið í annarri deild gengur upp í þá fyrstu,
en neðsta liðið í fyrstu deildinni fellur í aðra deild. Þá gera lög einnig
ráð fyrir því, að ef næstneðsta liðið í fyrstu deild er með lægri stigatölu
en næsthæsta liðið í annarri deild, þá skipta þau einnig um deildar-
stöðu.
Haukarnir úr leik
Haukar eru úr leik í bikarkeppninni í handboltanum, en þeir töpuðu
fyrir Val í hörkuleik.
Sem dæmi um slæmt gengi Haukanna, þá misnotuðu þeir sér
vítakast á lokasekúndum.
Víðistaðasókn
Sunnudagur 1. des.
Bamaguðsþjónusta kl. 11. Hátíðar-
guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 13. Hátíð-
arguðsþjónusta í Viðistaðakirkju kl. 14.
Kór Víðistaðasóknar syngur. Organisti
Ulrik Ólason.
Tónleikar Lúðrasveitar Tónlistarskólans
kl. 17. Aðventukvöld kl. 21. Ræðumaður
kvöldsins dr. Sigurbjöm Einarsson,
biskup. Jóhanna Linnet syngur einsöng.
Kór Víðistaðasóknar syngur með aðstoð
strengjasveitar. Bamaikór kirkjunnar
syngur. Lúsía, ásamt þemum sínum,
kemur fram. Aðventukaffi Systrafélag-
sins og jólabasar að lokinni guðsþjón-
ustu og aðventukvöldi.
Séra Sigurður Helgi Guðmundsson
Hafnarfjarðarkirkja
Sunnudagur 1. des.
Fyrsti sunnudagur í aðventu.
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skóla-
bílinn. Messað kl. 14. Altarisganga.
Louise Guðmundsdóttir leikur á óbó.
Organisti Helgi Bragason.
Séra Gunnþór Ingason
Fríkirkjan
Sunnudagur 1. des.
Bamasamkoma kl. 11. Guðs-
þjónusta kl. 14. Jólafundur
Kvenfélagsins verður í Skút-
unni kl. 20.30.
Séra Einar Eyjólfsson
samtökin, Hafnarfirði
Eigir þú við úfengisvandamúl að striða,
þú er simi samtakanna 652353.
Vi& svörum í simann sem hér segir:
Sunnud. kl. 10.00-11.00 og kl. 20.00-21.00
Mónud. kl. 20.00-21.00
Þriðjud. kl. 20.00-21.00
Fimmtud. kl. 19.30-20.30
Föstud. kl. 22.30-23.30
Laugard. kl. 16.00-17.00 og kl. 22.30-23.30
Nýkrýndur bronsverðlaunahafi úr heimsmeistarakeppninni, Jón Gunnarsson, lyftir hér 332,5 kg í
Víðistaðaskóla á laugardag.
Upprennandi kraftakarlar f Firðinum
Opið mót í kraftlyftingum fór fram í íþrótta- eru að koma upp öflugir kapp;ir í Hafnaríirði, svo
húsinuíVíðistaðaskólaálaugardag,enmótiðvar sem Hilmar Gunnarsson og Reynir Bess, sem
á vegum FH. urðu í öðru sæti í sínum flokkum. Einnig Jón
Mættir voru á svæðið nokkrir allsvakalegir og Benóný Reynisson, sem sigraði í næstþyngsta
fuku fáein Islandsmet. Það er greinilegt, að það flokkinum.
Láta að sér kveða í handboltanum
5. flokkur karla:
FH-ingar léku í fyrstu deild en
náðu sér ekki á strik að þessu
sinni. Þeir máttu þola það hlut-
skipti, að fara í aðra deild, en þeir
verða fljótir upp aftur. - Von-
andi!
Haukastrákamir léku í þriðju
deild en þeir náðu sér ekki á strik,
frekar en kollegar þeirra í FH.
Þeir geta betur.
3. flokkur karla:
FH-ingar léku í fyrstu deild, en
keppt var í Réttarholtsskóla að
þessu sinni. FH-ingar stóðu sig
með stakri prýði og léku úrslita-
leikinn gegn IBV, en töpuðu 19-
15. Þeir urðu þar með í öðru sæti.
- Gott hjá þeim.
Haukar léku í annarri deild, en
töpuðu því miður öllum sínum
leikjum. Þeir falla því í þriðju
deildina.
3. flokkur kvenna:
Haukastelpumar vom í fyrstu
deild og stóðu sig mjög vel í
þessum flokki. Þær urðu í öðru
sæti, töpuðu einum leik, gerðu eitt
jafntefli, en unnu tvo leiki.
FH-stelpumar, sem léku í
annarri deild, gerðu sér lítið fyrir
og unnu alla sína leiki.
Jafnræði, þrátt fyrir tap 83-98
Haukarnir töpuðu sínum
fyrsta leik eftir þriggja vikna
hlé í úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik. Leikurinn fór fram
í íþróttahúsinu á Seltjarnar-
nesi, sem er heimavöllur KR-
inga. Honum lauk 98-83.
Leikurinn var stórskemmti-
legur á að horfa og var jafnræði
með liðunum allt þar til stutt var
til leiksloka, að KR-ingar náðu að
skríða fram úr og sigruðu með 98
stigum gegn 83, sem gefur ekki
rétta mynd af leiknum.
John Rodes, nýji Bandaríkja-
maðurinn í liði Hauka stóð sig
með miklum sóma og var besti
maður vallarins. Öflugur leik-
maður þar á ferð.
Ólafur Rafnsson hefði að
Enn mæta dóm-
arar ekki til leiks
Stelpumar í körfunni hjá Þetta er orðið mjög bagalegt
Haukum eru í öðru sæti í deild- fyrir stelpumar þar sem þær eru
inni, en þær gátu ekki spilað á að lenda í þessu í annað sinn í
sunnudag gegn KR vegna þess, vetur. Vonandiaðþettaendurtaki
að enn einu sinni mættu dómarar sig ekki enn einu sinni.
ekki til leiks.
ósekju mátt nota ívar Ágrímsson
meira í leiknum, en hann var mjög
ógnandi. Greinilegt er, að það er
að fæðast sterkt lið í Firðinum,
sem vonandi kemst í úrslita-
keppnina.
Punktar
ÍH-ingar upp?
ÍH-ingar eru á uppleið í
annarri deildinni í handbolta
og vonandi að þeir fari að
blanda sér í toppbaráttuna.
Markahæstir
Hans Guðmundsson og Petr
Baumruk em markahæstir í
fyrstu deildinni. Þeir hafa
báðir gert 54 rnörk.
Gott hjá stelpunum
Stelpumar úr FH slógu
Stjömuna úr leik í bikar-
keppninni. Gott hjá þeim.