Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 28.11.1991, Blaðsíða 10
ORÐABELGUR: Björgunarþyrla eða gæluverkefni? Sárreiöur fyrrver- andi sjómaður skrifar: „Það var ömurleg tilviljun, að það skyldi bera upp á sama sól- arhring að yfir stóð stórglæsileg landssöfnun fyrir landgræðslu og í eyrum landsmanna dundi hörmuleg slysafrétt, þar sem fimm ungir menn fórust rétt við bæjardymar í Grindavík. Bátinn Eldhamar rak upp í klappimar á Hópsnesi við Grindavík, án þess að björgun yrði við komið. Veður var slæmt og brim mikið, svo að björgun frá landi reyndist ekki möguleg og ekki var heldur við komið björgun frá sjó, þó að björgunarbátur Grindvíkinga væri kominn á staðinn. Það fylgdi fréttum, að björgunarþyrla Landhelgisgæsl- unnar hefði verið biluð vestur á ísafirði. Það fylgdi einnig frétt- um, að vegna misskilnings hefði þyrla Varnarliðsins ekki komið á slysstað fyrr en næstum tveimur tímum eftir strandið. Þó gerðu skipverjar aðvart sjö mínútum áður en skipið lenti upp í klett- unum. Öllum var Ijóst, að slys var yfirvofandi, enda bmgðust björgunarmenn við snarlega. Bágt er að trúa, að um mannleg mistök geti verið að ræða við beiðni um þyrlu frá Vamarliðinu, því að ekki veit almenningur betur en að fjarskiptatækni sé sú fullkomnasta sem völ er á nú á dögum. Mannslífin forgangsverkefni Ekki skal fullyrt, hvort björgun mannanna hefði tekist með öfl- ugri þyrlu eins og á stóð en það var þó eina vonin. Það er langt síðan, mörg ár, að forystumenn sjómannasamtaka beindu þeim tilmælum til stjórnvalda að gera kaup á full- komnustu björgunarþyrlu að forgangsverkefni. Mannslíf væru í húfi. Bænaskrár og áskoranir frá fjölda fólks til þingheims hafa verið sendar en án nokkurra við- bragða á þeim bæ. Eina skýringin er sú, að samdráttur sé í þjóðar- framleiðslu og aðgát verði að viðhafa í eyðslu og fjárfestingu. En þrátt fyrir samdrátt virðist margt vera mögulegt sem kostar peninga. Viðgerð á Þjóðleikhús- inu sem er nýafstaðin að hluta, kostar þegar sem svarar einu þyrluverði. Og sá hópur manna er til, ef marka má fréttir, sem telur að þrátt fyrir samdrátt væri forsvaranlegt að gera þar fram- haldsviðgerðir fyrir aðra eins upphæð. Það mætti skrifa langt mál um eyðslu opinberra aðila í perlur, ráðhús, jarðgöng og rán- dýra ráðherrabfla. Og að hugsa sér alla eyðsluna í nafni þess sem kölluð eru menningarmái. En það er víst forgangsröðin, sem skiptir máli og hvað hefur yfir sér glæsibrag og verður að hugsjón- um úti í þjóðfélaginu. Það eru mýmörg dæmin sem nefna mætti um fjárfestingar og eyðslu síðan þyrlukaup bar fyrst á góma og hafa notið þeirrar náðar að komast í forgangsröðina að mati stjómmálamanna. Hugsjónir í augum fyrirfólks Auðvitað eru þau mörg brýnu verkefnin sem bíða úrlausnar í okkar litla samfélagi og hafa sum verkefnin orðið að hugsjónum í augum fyrirfólks sem og al- mennings og fjölmiðla sem hafa hrifist með. Landgræðsla og skógrækt eiga sér marga aðdá- endur enda hlotið náð í augum landsfeðra. Auðvitað er vemdun lands og gróðurs göfugt verkefni, sem á athygli og umhugsun skilið. En þar eru þó ekki mannslíf í húfi. Þess vegna er vikið á ný til upphafs þesssarar greinar, að það var nöturleg áminnig, að það skyldi bera upp á sama sólar- hringinn hið hörmulega sjóslys við Grindavík og glæsilegu hljómleikamir í Perlunni, sem sjónvarpað var til allra lands- homa. Ekki skal kastað rýrð á þá glæsilegu hljómleika sem haldnir vom af góðum hug. En það verður að umhugsunarefni að það er sárt að sjómenn skuli ekki eiga slíka fulltrúa og trausta málsvara, til dæmis á meðal listamanna og fjölmiðla, til að vekja áhuga á að safna fé til að tryggja enn frekar öryggi sjómanna. Ríó tríó stóð glæsilega að verki á sínum hljómleikum með for- ystufólk að gestum, sem ljúflega greiddu aukreitis fyrir matinn sinn til að styrkja landgræðsluna. Það er nefnilega búið að gera ræktunarmálin, landgræðslu og skógrækt að gæluverkefni með væmnu snobbi. Þess vegnafáþau verkefni forgang bæði með frjálsum framlögum almennings og í opinberum stuðningi. Skyldi vera langt í land, að sjómenn eignist slíka velunnara sem reiðubúnir eru að opna augu almennings og stónmmálamanna til að stuðla að þyrlukaupum af fullkomustu gerð? Geturöu sofiö á meöan? Viðstaddur ráðherra í Perlunni, Eiður Guðnason, var spurður um framlög í framtíðinni til land- græðslu og svarið var eitthvað á þá leið, að þó að á móti blási í ríkisfjármálum um stundarsakir þá skapaðist kannski tóm til að endurskoða forgangsröðina í framkvæmdum í þjóðfélaginu. Auðvitað var hann með land- græðsluna í huga svipað og fyr- irspyrjandinn. En skyldu þyrlu- kaup koma til álita í nýrri og endurskoðaðri forgangsröð á framkvæmdum? Það var sárt að sjá á bak ungum mönnum í hafið, ekki síst ef dauða þeirra bar að höndum hugsanlega vegna vöntunar á fullkomnustu björgunartækjum og að vöntun þeirra er vegna þess að peninga skortir og almennur áhugi á að afla þeirra erekki nægur. Skyldi þurfa fleiri slys til að vekja þingheim til umhugsunar eða almenning og hugsjónafólk til athafna? Hins vegar ef síðbúin þyrla Vamárliðsins að þessu sinni er vegna togstreitu björgunaraðila um tilkynningar sín í millum þá þurfa skipulagsmál björgunarað- ila í heild rækilegrar endurskoð- unar við. Að lokum. Ríó tríó söng glæsilega: Geturðu sofið á meðan landið fýkur burt? Þá vaknar sú spuming, hvort við getum sofið á meðan á vantar, að fyllstu kröfum um öryggi sjómanna, sem og annarra, er ekki fullnægt eins og kostur er? Sárreiður fyrrverandi sjómaður“ Gunnskólar Hafnarfjarðar óska aö ráða: Uppeldisfulltrúa í Setbergsskóla Um er aö ræöa 50% starf til aðstoðar viö fatlaða nemendur. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri eða yfirkennari í síma 651011. Líffræðikennara í Víðistaðaskóla Vegna forfalla vantar nú þegar kennara til að kenna líffræði í unglingadeildum Víðistaðaskóla. Nánari upplýsingar gefa skólastjóri eða yfirkennari í síma 52911. Skólafulltrúinn í Hafnafirði Félagsmálastofnun Hafnarfjarðar Montessori- þróunarstarf Óskum eftir starfskrafti hálfan daginn. Uppeldis- menntun æskileg. Áhugi á að taka þátt í uppbyggingu Montessori- deildar er skilyrði. Frekari upplýsingar veitir Sigurlaug Einarsdóttir, leikskólafulltrúi, í síma 53444 eða Auður Karlsdóttir, leikskólastjóri, í síma 650499. Félagsmálastjórinn í Hafnarfirði 6 A X A A A sXXVXá V erzlunarmannafélag Hafnarfj arðar hvetur Hafnfirðinga til að beina viðskiptum sínum til fyrirtækja í eigin bæjarfélagi. 10

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.