Fjarðarpósturinn - 20.02.1992, Side 1
Frí heimsendingar■
þjónusta á 12 og 16
tommu pizzum.
SÍMI 652525 J
FJflRDflR
ptótunm
5. TBL. 1992 - 10. ARG.
FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR
VERÐ KR. 100,-
Frí heimsendingar-
þjónusta á 12 og 16
tommu pizzum.
SÍMI 652525
Skýrsla Umferðarráðs um umferðarslys á sl. ári sýnir mikla fjölgun umferðarslysa á milli ára:
Næstflest umferðarslysin urðu í Hafnarfirði
- Þar af þrju dauðaslys, þar sem fjórir létust. I
langflestum slysunum urðu einvörðungu eignatjón
Skýrsla Umferðarráðs um
umferðarslys á árinu 1991 í
samanburði við árin þar á undan
sýnir, að umferðarslysum hefur
fjölgað umtalsvert á landinu. I
skýrslunni kemur fram, að um-
ferðarslysum fækkaði í Hafnar-
firði milli áranna 1990 og 1991,
en samt sem áður slösuðust fleiri
1991. Hafnarfjörður skipar
annað sætið á landinu hvað
varðar fjölda umferðarslysa,
aðeins urðu fleiri umferðarslys í
Reykjavík á sl. ári.
Umferðarslys í Hafnarfirði á sl.
ári eru þó nokkuð fleiri en í sam-
bærilegu sveitarfélagi að stærð og
staðsetningu, þ.e. í Kópavogi.
Garðabær er ekki inni í þessum
tölum, einvörðungu Bessastaða-
hreppur.
Umferðarslys urðu alls 351 í
Hafnarfirði á sl. ári, fækkaði úr 402
á árinu 1990. Slys með meiðslum
urðu 57 en 55 árið 1990. Þá urðu
þrjú dauðaslys þar sem fjórir létust
á sl. ári, en einn lést í umferðarslysi
árið 1990. Meiri háttarmeiðsli urðu
13 á sl. ári en 9 árið áður og minni
háttar meiðsli 79, en 62 árið 1990.
I Kópavogi varð 201 umferðar-
slys á sl. ári. Fjöldi slysa með
meiðslum urðu fleiri í Kópavogi en
Hafnarfirði, eða 62, en fleiri ein-
staklingar slösuðust í Hafnarfirði.
þ.e. 92 á móti 87 í Kópavogi.
Hafnarfjörður er í öðru sæti hvað
varðar umferðarslysatíðni á landinu
og Kópavogur í þriðja sæti. Slysa-
tíðnin er hæst í Reykjavík. Þar var
fjöldi slysa árið 1991 1.937.
Samtals urðu umferðarslys á
landinu á sl. ári 4.324 þar af 351
í Hafnarfirði, eins og fyrr segir. I
291 tilfelli varð aðeins eignatjón í
Hafnarfirði.
Fjórar manneskur létust í um-
ferðarslysum í Hafnarfirði á árinu
1991, eins og að framan greinir, en
samtals á landinu 27.
Tölur þessar eru áhyggjuefni,
segir í fréttatilkynningu frá Um-
ferðarráði, og virðist aðgát í um-
ferðinni fara minnkandi. Slös-
uðum bömum á aldrinum 7 til 14
ára fjölgaði milli ára á landinu úr
84 í 124. Karlar vom í meirihluta
meðal þeirra sem slösuðust eða705,
en konumar 448. 285 ungmenni á
aldrinum 17 til 20 ára slösuðust á
síðasta ári, en voru 218 árið
1990.
Gatnamót Asbrautar, Hringbrautar og Suðurbrautar. Jeppinn, sem við sjáum aftan á, beygði upp
Suðurbraut til vinstri, en það er önnur af tveimur hœttulegum beygjum á gatnamótunum.
Slysagildra á „faraldsfæti“
Umferðarljósin, sem voru tekin niður nýlega á gatnamótum
Reykjavíkurvegar og Hjallabrautar, voru flutt á gatnamót As-
brautar, Hringbrautar og Suðurbrautar. Að sögn Sigurðar Gísla-
sonar, ökukennara, er þarna stórfelld slysahætta sem full ástæða er
til að vara bæjarbúa við, enda eykst umferð þarna dag hvern. Að
sögn Kristins O. Magnússonar hjá bæjarverkfræðingi hefur þegar
verið ákveðið að lagfæra þetta; taka niður beygjuljósin, þannig að
slysahættan ætti að vera liðin hjá alveg á næstu dögum.
Athyglisvert við mál þetta er að
umferðarljósin voru tekin niður á
gatnamótum Reykjavíkurvegar og
Sparisjóður Hafnarf jarðar:
Býður eldri borgurum
til fagnaðar á sunnudag
Sparisjóður Hafnarfjarðar býður bæjarbúum, 60 ára og eldri, til
fagnaðar n.k. sunnudag 23. febrúar.. Tilefnið er 90 ára afmæli
Sparisjóðs Hafnarfjaðar, sem erá árinu. Afmælisfagnaðurinn verður
í Iþróttahúsinu við Strandgötu og hefst kl. 15.
Á dagskrá er ávarp, söngur, hljóðfæraleikur, danssýning, kaffi-
veitingar og dans. Húsið verður opnað kl. 14.45.
Hjallabrautar vegna þess hversu
slysatíðni var mikil, sem rakin var
til þessara ljósa.
Sigurður Gíslason bauð ritstjóra
Fjarðarpóstsins í ökuferð og kynnti
honum „slysagildruna“. Stórhætt-
ulegt virðist vera að taka vinstri
beygjur, bæði af Hringbraut upp
Ásbrautina og af Ásbrautinn upp
til vinstri á Suðurbraut. Á þessum
ökuleiðum eru ekki vinstribeygj-
uljós, en það er beygjuljósastýr-
ingamar hjá gagnstæðri umferð
sem virðist skapa hættumar.
Hættan felst í eftirfarandi stað-
reynd: Bílstjórinn okkar ekur inn
á gatnamótin á grænu ljósi og bíður
þar á meðan umferðin úr gagn-
stæðri átt, sem einnig er á grænu
ljósi, fer yfir gatnamótin. Á hefð-
bundnum umferðarljósum, þegar
umferðin er mikil, hafa bílstjórar
í þessari stöðu það til siðs að gefa
í og koma sér yfir - „hreinsa" gat-
namótin - um leið og rauða ljósið
kviknar. Það er gert í þeirri trú, að
rauða ljósið hafi kviknað á sömu
sekúndunni á móti, hjá gagnstæðri
umferð. Þarna gerist þetta ekki.
Græna ljósið heldur áfram að loga
vegna vinstri beygjuljóssins í
nokkrar sekúndur, eftir að það
rauða kviknar í mót bílstjóranum
okkar. Ökmennirnir á móti stöðva
því oft ekki fyrr en inni í hlið okkar
ólánsama bílstjóra, sem trey st hefur
á að umferðarljósin þama séu eins
og þau gerast flest.
Þetta á að lagfæra strax á næstu
dögum, eins og að framan greinir.
Það má þó teljast furðulegt að
„slysagildra" sem þessi sé flutt á
milli hverfa í bænum að íenginni
slæmri reynslu.
„Að klífa hjallann“
- Hafnfirskt myndband frumsýnt
„Að klífa hjallan - ný leið í leikskólastarFi“ er heiti á 27 mínútna
myndbandi um nýjungar í starfsemi leikskólans Garðavalla við
Hjallabraut. Myndbandið verður frumsýnt í Holiday Inn á laug-
ardag. Myndin verður til sýnis fyrir almenning í Hafnarborg á
sunnudag.
Nánar er sagt frá útkomu myndbandsins í frétt á bls. 7. Myndasýn-
ingarnar í Hafnarborg eru auglýstar á bls. 3 og er foreldrum og for-
ráðamönnum bama við leikskólann bent á að kynna sér tímasetningar
sýninganna.
Hraunbúar fagna 67
áraafmæli ogskáta-
hreyfingin 80 árum
Sjá bls. 2
„Góð leið til þess
að láta sér líða vel“ -
andlitsbaði hjá Rósu
- Sjá bls. 4 og 5
Ný sérverslun fyrir
stangaveiðimanninn
í Miðvangi
-Sjá bls. 7