Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Side 3
Penni Sofusar:
„Fegurðarskynið er í
vitund mína vaf ið“
Bæjarstæði okkar hefur alla tíð verið fagurt frá náttúrunnar
hendi, en þegar fólksfjölgun fór að aukast og bærinn að stækka, þá
fundu flestir fyrir þörf til að fegra sína lóð og gera umhverfið un-
aðslegra. Á fögmm sólskinsdegi, þegar gróður er vel á veg kominn,
er unaðslegt að ganga um bæinn og virða fyrir sér lagni og hug-
kvæmni lóðareigenda.
Eitt slíkt vorkvöld á síðasta ári gekk ég um bæinn í skoðunarferð,
og þegar henni var lokið gekk ég út fyrir bæinn í bjartri vomóttinni.
A Ásfjalli settist ég á vörðu þar hæst uppi. Það sem við mér blasti
setti rót á tilfinningar rnínar, og varð mér þá létt að koma eftirfar-
andi ljóði á blað.
Jónsmessunótt
Með hugarró hvíldar ég gisti á grjóti hörðu,
í geðblœ hrifningarfegurðina met ég.
Sólargeislar glitra í lofti jafntsem jörðu.
A Jónsmessunótt heiilaður set ég
efst á Asfjallsvörðu.
I hrifhœmri lotningu gónandi á geislatrafið
guðleg dýrkun inn í huga minnflæðir.
Fegurðarskinið er í vitund mína vafið,
veglega sýnina inn í minninguna þræðir
er sólin sígur í hafið.
A hverfanda hveli sólarrönd djúpið sogar
síðasti geisli á himni litum blandar.
Ifljótandi gulli sýnast víkur og vogar,
varlega blærinn í næturstillunni andar
þegar himinn og haflogar.
- Sofus Berthelsen
Heimilis-
iðja til
að drýgja
tekjurnar
Jón Héðinn Pálsson er einn af
fjölmörgum bæjarbúum sem
ekki hafa sest með hendur í
skauti, þó atvinna dragist saman
og tímabundnir erfiðleikar séu í
efnahagslífinu. Til að nýta auk-
inn frítíma vegna samdráttar á
atvinnumarkaðinum og drýgja
um leið tekjurnar, hefur hann
gripið til þeirrar iðju að smíða
dúkkuhús í garðinum heima hjá
sér við Tjarnarbraut 9.
Jón Héðinn er með sýnishom á
myndinni hér að ofan og er húsið
til sölu, eins og sjá má. Hann segir
smáhýsið fyrst og ffemst hugsað
sem dúkkuhús eða leikaðstaða fyr-
ir böm, þó auðvitað megi nota það
til annars brúks, svo sem geymslu
undir garðverkfæri.
Hugmyndina fékk Jón Héðinn
að hans sögn vegna fjölda fyrir-
spuma um slík hús. Við bygging-
una er sérstaklega hugað að örygg-
isatriðum svo sem því, að í glugg-
um er plexigler og þakið er úr
vatnsheldum krossviði, þar sem
bárujám gæti reynst hættulegt
ungum bömum. Jón Héðinn
kvaðst ennfremur geta innréttað
húsin að ósk hvers og eins.
SNYRTIVÖRUVERSLUNIN
Miðvangi 41, Hafnarfirði, s: 51664
NYIR ILMIR
Reálities frá Lis Clabone
Carmenfrá Victorio & Lucchino
Night Tfligthfrá Joop
Herreafrá Carolina Herrea
30% afsláttur af skartgripum
Ut JUTLl
Stendhal - Clarins - Gernetic -
Christian Dior - Sothys -
No Name - Gaie Hayman
DAGSKRÁ
1 7. júní hútíðarhaldanna 1993
Æskulýðs- og tómstundaráð skipar þjóðhátíðarnefnd
Kl. 08.00 Skátar draga fána að húni
Kl. 10.00 Kaplakriki
Hátíðarmót íþrótta- og leikjanámskeiða
Kl. 17.15 íþróttahús Strandgötu
17. júní mót í handknattleik
FH og Hauka
Bjarkimar sýna í leikhléi
KI. 10.00 Víðistaðtún
Knattspyma yngri flokka Hauka og F.H.
Skátatívolí
Kl. 13.30 Hellisgerði
Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir
Kl. 13.45 Helgistund, prestur séra Einar Eyjólfsson
KI. 20.30 Víðistaðatún
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur
Ávarp nýstúdents: Atli Már Ingólfsson
Norrænn vinabæjarkór
Flensborgarkórinn flytur söngleikjasyrpu
Siggi, Öm og Laddi
Hljómsveitin List
Hljómsveitin Ný dönsk
Kl. 14.15 Skrúðganga frá Hellisgerði
Gangan fer um Hellisgötu, Reykjavíkurveg, Amarhraun,
Tjamargötu, Lækjargötu, Strandgötu, Vesturgötu og
Hraunbrún að Víðistaðatúni
Kl. 15.00
Hátíðardagskrá á Víðistaðatúni
Setning: Þórir Jónsson formaður þjóðhátíðamefndar
Ávarp: Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri
Ávarp fjallkonu
Bjössi bolla og vinir hans
Söngur leikskólabama Leikskólanum við Hjallabraut
Bogomill Font
Lilli klifurmús og Mikki refur
Kl. 21.00 Vitinn
Gömlu dansamir
Hljómsveit Þórðar Marteinssonar
Kynnir dagsins: Guðmundur Á. Tryggvason
Hátíðarhöldunum lýkur kl. 00.30
Tónlistarmennirnir Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína munu
heimsækja sjúkrastofnanir í bænum
Veitingasala verður á hátíðarsvæðinu
_______________________________________________________________y