Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Page 4

Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Page 4
EMRMR Útgefandi, ritstjóri og ábyrgöarmaður: FRÍÐA PROPPÉ Auglýsingastjóri: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR íþróttir: PÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON Dreifingarstjóri: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR Ljósmyndir og útlit: FJARÐARPÓSTURINN Innheimtustjóri: INGA JÓNA SIGURÐARDÓTTIR Prentvinnsla: GUÐMUNDUR STEINSSON OG BORGARPRENT Skrifstofa Fjarðarpóstsins er að Bæjarhrauni 16, 3. hæð. Póstfang 220, Hafnarfiröi. Opið er alla virka daga frá kl. 10-17. Símar: 651945, 651745. FAX: 650745. Fjarðarpósturinn er aðili aö Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Kveðja til arftakanna í bæjarstjórn Kveðju- og leiðbeiningarorð fráfarandi bæjarstjóra til eftirsitjandi bæjarfulltrúa í bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar voru þessi: „Héðan í frá á bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar bara að tala um nettóskuldir, enda var orðtakið „nettóskuldir" fundið upp hér í Hafnarfirði." Þessi orð bæjarstjórans eru skiljanleg, þegardæm- ið er skoðað, því tæpar 800 millj. kr. líta betur út á blaði en 2.000 millj. kr. þegar rætt er um skuldastöð- una sem bæjarstjórinn skilur við í Hafnarfirði. Ósköp var þó lítinn fenginleika að greina í svip flokksbræðra og systra ráðherrans í bæjarstjórninni, þ.e. þeirra sem eftir sitja og karpa um hver eigi að taka við hálaunuðum bæjarstjórastólnum. Raunveruleg skuldstaða og greiðslubyrði Lítum nánar á dæmið. Bærinn skuldar í dag um 2.000 millj. kr. Nettógreiðslubyrði á árinu 1992 var 400 millj. kr. eða um 25% af heildarskatttekjum. Ef aðeins yrði talað um „nettóskuldir" myndi mörgum bregða sem lítur rauntölu greiðslubyrðar. Skoðunarmaður reikninganna, Páll V. Daníelsson, varar mjög við þessari alvarlegu stöðu. Hann segir m.a. um nettóskuldir, sem jukust reyndar um 54,3% milli áranna 1991 og 1992. „Mitt álit er að ekki sé hægt að meta nema hluta peningalegra eigna á móti skuldum. Skuldirnar eru raunverulegar en það eru ýmsar stærðir eignamegin sem eru óraunverulegar. Til dæmis eru færðar kröfur á ríkið, 136 millj. kr., sem óvíst er hvort fáist greiddar, enda ekki tekist að fá þær viðurkenndar. Þá eru 74 millj. kr. í innheimtu hjá lögmönnum og er hætt við að það fé skili sér ekki nema að hluta." Þannig telur skoðunarmaðurinn áfram dæmi um óöryggi „nettóskuldanna" á sama tíma og við getum eins viss um þunga greiðslubyrðarinnar og að sólin kemur upp á morgun. Betra seint en aldrei Magnús Jón Árnason, Alþýðubandalagi, gerði að umtalsefni í þessum umræðum á bæjarstjórnarfund- inum sl. þriðjudag, að það hefði verið grátbroslegt að lesa viðtal við ráðherrann Guðmund Árna í DV sama daginn, þar sem hann hefði lýst því yfir að hann sæi ýmsar leiðir til að skera niður í ráðuneyti sínu, heil- brigðis- og tryggingarmálaráðuneyti. Magnús benti á að þarna væri verið að ræða um 2.000 millj. kr. niður- skurð, þ.e. sömu tölu og skuldir bæjarsjóðs væru í. Kannski að bæjarstjóri lumi í hljóði á öðrum tillög- um og hugmyndum en „að nú skuli bara tala um nettóskuldir" til að skjóta að eftirsitjandi félögum sín- um. Annars er einnig spurning af hverju hann hjálp- aði ekki Sighvati, forvera sínum, í niðurskurðinum þegar mest gekk á með St. Jósefsspítala. Málar með náttúrunni - Verk ungs Hafnfirðings vekja athygli í Þýskalandi Tveir ungir íslendingar vöktu nýverið athygli í Flensborg í Schleswig Holstein í Þýskalandi. Þetta eru Hafnfirðingurinn Erling Valsson Klingenberg og Hekla Dögg frá Reykjavík, en þau voru sl. vetur gestanemar við Listaskólann í Kiel undir handleiðslu Renate Anger. Þau héldu síðan sameiginlega sýningu í vor í sýningarsaln- um „Prima Kunst“ og birtist grein um þau og sýninguna í dagblaði Flensborgar „Flensburger Tageblatt“ þann 27. apríl sl. Fer hér á eftir kafli úr greininni, en hún er undir fyrirsögninni „Sokkabuxna- list, egg og gras“. Þess má geta að Erling er sonur Vals Asmundsson- ar, en Erling var gestanemandi í Kiel í eitt ár og hyggst að eigin sögn Ijúka námi við Myndlista- og handíðaskólann í Reykjavík næsta vet- ur og fara utan til Þýskalands á ný til frekara náms að því loknu. Sagt er fyrst í greininni frá verk- um Heklu Daggar, en það eru kvensokkabuxur í mismunandi litaafbrigðum sem strengdar em á hvítar femingslaga plötur, en list þeirra Heklu og Erlings er túlkuð í greininni sem rýmislist. Hekla ein- beitir sér að þeim hluta af buxun- um sem annars er falinn undir fatnaði og kjólfoldum, afgangur- inn hverfur á bakhlið platnanna. í greininni er síðan lýst hvemig hún fremur gjöming með sokkunum á Arftaki fundinn? Eftirfarandi limra varð til miðvikudaginn 19. maí sl. eftir viðtalsþátt Eiríks á Stöð 2 við Stefán Gunnlaugsson, föður Guðmundar Ama, núverandi bæjarstjóra í Hafnarfirði. Eirík-ur sagðist hafa heyrt að móðir Guðmundar hefði mikinn á- huga á bæjarmálum í Hafnar- firði og spurði Stefán, hvort hún réði því sem hún vildi ráða í þeim málum. I flokknum fer flestum að sárna og finnast gamanið kárna. Eftilfellið er að ein stjórni hér hún móðir hans Guðmundar Arna Síðan varð Guðmundur Ami skipaður ráðherra og varð þar af leiðandi að hætta sem bæj-arstjóri í Hafnarfirði. Vegna þeirrar augljósu kreppu, sem kratarnir eru nú í að finna hæfan mann innan sinna raða í bæjarstjórastarfið, varð til önn-ur limra þeim til hjálpar. Nú geta Tryggvi, Jóna Osk og Ingvar Viktors hætt að rífast um embættið. En þaifsvo sem nokkrum að sárna og síst mundi gamanið kárna. Þá sonurinn fer, að sjálfstjórni hér, hún móðir hans Guðmundar Arna sýningunni og dregur fyrir blaða- menn gagnsæan hnésokk á fót sinn nokkmm tuga sinnum. Að lokum býður hún sokkana upprúllaða til sölu sem effirgerð af myndverk- inu. Þá kemur að þætti Erlings og segir: „Eftirgerðir myndverka get- ur maður einnig fengið hjá skóla- félaga hennar, Erling Klingenberg, en þær em gerðar úr rúmdýnu- gormi, útblásnu eggi og grasi. Það síðastnefnda er aðalefnið í mynd- verkum hans: Slegið gras af garð- blettum og engjateigum Kílar- borgar. Eins og Hekla Dögg, gerir hann sín verk ekki með teikniblý- anti eða pensli, heldur með efhi. í verkunum leggur hann slegið gras- ið í jafna feminga en grasfleti myndanna bindur hann á nokkmm stöðum saman með blýantsblýum og tréstönglum. ,,Ekki mála náttúr- una, heldur mála með náttúmnni“ em hans einkunnarorð. Tvœr myndir afErlingi; með nátt- úrunni á efii myndinni. Töflurnar voru 11.891 Lyfjafyrirtækið Delta í Hafnarfirði tók þátt í sýningunni Vor '93, sem haldin var í Kaplakrika á dögunum. í sýningarbás sínum hafði Delta m.a. glerhólk, fullan af töflum. Gestum sýn- ingarinnar var gefinn kostur á því að geta sér til um fjölda taflnanna. I verðlaun var vöruúttekt í Fjarðarkaupum fyrir jafnmargar krónur og töflurnar voru margar. Um tvö þúsund gestir tóku áskomn um þátttöku. Þrjátíu gestir giskuðu á tölu, sem skeikaði aðeins 500 töflum ffá réttum fjölda. Töflumar vom 11.891 og var það hafhfirskur unglingur, Trausti Guðmundsson, sem giskaði nánast á réttu töluna. Guðhjörg Edda Eggertsdóttir, markaðsstjóri Delta, afhendir Trausta Guðmundssyni, verðlaunin. Töflurnar, sem voru 11.891, eru í glerhólknum á milli þeirra. NYJA BONSTÖÐIN S 652544 Trönuhrauni 2. Opiö frá kl. 9.00-18.00 alla daga, nema sunnudaga Viö þvoum og bónum bílinn þinn jafnt utan sem innan Einnig sækjum viö hann og skilum aftur. ATH.: DJÚPHREINSUM OG VÉLARÞVOUM Verið velkomin Reynið viðskiptin 4

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.