Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Page 5

Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Page 5
 VIÐHORF Löghlýðni, fíkniefni o.fi - Jóhann G. Bergþórsson Þurfum að fá rannsóknar- lögregluna f bæinn á ný Island er land fámennis og kunningsskapar. Þjóðfélagið er ekki stærra en svo að fæstar athafnir okkar dyljast samborgur- unum. Hér í Hafnarfirði höfðum við áður eigin rannsóknarlögregiu sem allt vissi og upplýsti flest mál, m.a. vegna fámennisins. Eftir að rannsókn mála fluttist úr bænum til miðstýrðrar stjómstöðvar varð árangurinn mun lakari. Þessu þarf að breyta. Nýlega skrifaði Póstur og sími bæjaryfirvöldum og kvartaði yfir skemmdum sem unnar hefðu verið á eignum símans við Strandgötu. Treysta þeir sér ekki til þess að setja aftur upp almenningssíma vegna síend- urtekinna skemmdarverka. Þetta er okkur til skammar. Við Islend- ingar, Hafnfirðingar þar ekki und- anskildir, eigurn að nýta okkur fá- mennið og kunningsskapinn til þess að koma í veg fýrir að svona nokkuð geti gerst. Þá er það okkur ekki sæmandi, að fólki skuli ekki iengur óhætt að vera eitt á ferð á kvöldin eða að næturlagi í mið- borg Reykjavíkur. Fyrir nokkru varð norskur samstarfmaður minn fyrir því, þar sem hann var á leið ifá Gauki á Stöng í áttina að Hótel Sögu, rétt eftir miðnættið, að ráðist var á hann með brotinni fösku, svo hann skarst í andliti, og gerð var tilraun til að ræna hann. Þessi maður hefur margoft komið til Is- lands, og alltaf borið okkur vel söguna, hrósað landinu okkar, matnum á veitingahúsum hér og síðast en ekki síst hve hér væri „ör- uggt“ að dveljast. Eftir þessa árás hvetur hann landa sína ekki eins á- kaft til að fara til Islands. Við höfum lengi talið að aukinn ferðamannastraum- ur til landsins væri einn af stærstu tekjumöguleikum okkar. Ef við ætlum að ná árangri á því sviði, verðum við að koma í veg fyrir svona atvik. Nýleg árás ungra bræðra á móður með böm sín í mið- bæ Seltjamamess og að- gerðarleysi nærstaddra, gefur ekki fallega mynd af samfélaginu. Oft er aukinni fíkniefnaneyslu kennt um. Sé það tilfellið verðum við að taka á því. Auka þarf löggæslu og eftirlit og gera samborgana meira meðvitaða um vandamálið og fá aðstoð þeirra við að leysa það. Þá þurfum við að leggja miklu meiri áherslu á fyrirbyggjandi starf og nýta okkur kosti okkar litla samfé- lags, fámennið og kunningsskap- inn. Við megum ekkert til spara, þeim fjármunum er ekki á glæ kastað, ef hægt verður að draga úr líkamsmeiðingum og fjárhagstjóni og fækka fjölskylduharmleikjum. Við þurfum aðgerðir til lausnar þessum vanda. Vilji er allt sem þarf. - Jóhann G. Bergþórsson. FYRIRTÆKIN í FIRÐINUM: Anna Bergmann í „ Versluninni okkar“ við Strandgötu 9. „Verslunin okkar“, ný verslun í miðbænum: Kvenfatnaður í stórum númerum HÁRSNYRTISTOFAN Hjallahrauni 13, sími 53955 innffjaH Trúlofunarhringar - sérsmíði GUÐRÚN BJARNADÓTTIR gullsmiður Lækjargötu 34c - 220 Hafnarfirði - Sími 654453 ÍTALÍA HEILLAR Ævintýraferðir til ROMAR Stórkostlegur ferðamöguleiki á ævintýraferð til Rómaborgar. Flogið er til Kaupmannafrafnar á miðvikudögum og gist eina nótt á Copenhagen Star Hótelinu rétt við Ráðhústorgið. Næst dag flogið með ítalska flugfélaginu AL-ITALÍA til Rómaborgar. Dvalið í Rómaborg í 6 daga og gist á Hótel Brasil sem er 3ja stjömu hótel í hjarta Rómar. í Róm gefst kostur á að fara í margs konar skoðunarferðir svo sem: Dagsferð til Napólí og Carpri með viðkomu í Bláa Hellinum. Verð á mann kr. 7.500. Stórkostlegar skoðunarferðir með enskumælandi fararstjómm. í boði bæði hálfsdags og heilsdags ferðir: Colosseum, Vatíkanið, Péturskirkja, fomminjamar og meistaraverk Endurreisnartímans em alls staðar og magnþmngin listin heillar. Verð frá kr. 1.500. Sértilboð íyrir ALÍS-farþega. Verð aðeins 64.500. Innifalið er flug Keflavík, Kaupmannahöfn, Róm, Kaupmannahöfn, Keflavík. Gisting ein nótt í Kaupmannahöfn, 5 nætur í Róm, miðað við mann í tveggja manna herbergi. Morgunverður, flugvallaskattur á íslandi, Danmörku og á Ítalíu. Örfá sæti laus í ódým BILLUND-ferðimar. Verð kr. 26.900 með öllum flugvallagjöldum. Ferðatímabil 16. júní til 25. ágúst. "pe*cLaveí&t<i Feröaskrifstofan s:652266 „Verslum11 okkar“ er heiti á nýrri verslun að Strandgötu 9. Eigandi hennar er Anna Berg- mann, en hún sagði í viðtali við tíðindamann Fjarðarpóstsins að í Versluninni okkar væri mikið úrval af fatnaði á börn, unglinga og kvcnfólk. Hún kvaðst einnig sérhæfa sig í kvenfatnaði í stór- um númerum, allt upp í nr. 54. Auk fatnaðar er úrval af kven- veskjum og töskum, einnig seðla- veski , buddur og slæður. Nýbúið er að taka upp úrval af sumarvör- um, m.a. bolir af flestum gerðum og stærðum. Opið er frá kl. 10-18 alla virka daga. SHELL SMURSTÖÐ Biðin er á enda! Nú geta viðskiptavinir Skeljungs í Hafnarfirði fengið bílana smurða í Firðinum. Shell smurstöðin er við Drangahraun 1 og er opin kl. 8-12 og kl. 13-18 alla virka daga. VfSA Alltaf heitt á könnunni. 650755 5

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.