Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Qupperneq 6

Fjarðarpósturinn - 16.06.1993, Qupperneq 6
„Mannbætandi að geta sem oftast verið f góðu skapi“ - Sumarspjall á léttu nótunum við Böðvar bóksala Sigurðsson Þó að bærinn sé alltaf að breytast þá eru, að manni fínnst, fastir punktar í tilverunni sem ekki hafa breyst í heilan mannsaldur. Ymis gömul hús standa af sér hvers konar skipulagsbreytingar og ef vel er að gáð þá eru í bæjarlífinu ákveðnar persónur sem hafa verið lengi á sínum stað og fastir punktar í bænum. Manni fmnst að það eigi að vera þannig eins og það hefur alltaf verið. Þessar persónur setja sinn svip á bæjarbraginn, hver á sinn hátt. Einn af þeim sem staðið hefur af sér hringiðu hvunndagsins svo lengi sem maður man er Böðvar B. Sigurðsson, bóksali. Hann er einn af sjálfsögðu punktunum í bænum. Hann hefur markað sín spor, ekki síst með glaðværðinni. Maður vill ósjálfrátt ganga að honum vísum á sínum stað, þó aldurinn sé farinn að færast yfir. Hann er enn í bóka- búðinni. En hvað eru árin orðin mörg? Þrír góðir gqflarar á spjalli, taliðfrá vinstri: Jón Kr., sem tók viðtalið, Kristján Hannesson og Böðvar. Myndin er tekin í upphafi kynnisferðar um Hafnaifjörð sl. sunnudag sem Félag aldraðra stóð fyrir. - „Það eru orðin 53 ár í haust. Fyrst verslaði ég á Strandgötu 3 í hjarta bæjarins. Var þar í 45 ár en svo hérna við Reykjavíkurveginn í átta ár. Ég er sjálfúr orðinn 78 ára og er enn á fullri ferð svona nokkum vegin. Það má nefna það að ég er fæddur á Suðugötu 15 í húsinu sem nú er á móti Skattstof- unni. Afi minn var nefnilega bak- ari og bakaríið stóð þama við Suð- urgötuna. Garðar Flygenring eign- aðist svo bakaríið en enn síðar As- mundur bakari, sem margir muna eftir. Hann byggði bakaríið upp. I- búðarhúsið við Suðurgötu var skreytt með útskomum drekum og öðm fíneríi. Þetta þótti flott og em sumar skreytingamar meira að segja komnar inn á Þjóðminjasafn, eitthvað af þeim. Ég var að heyra að það ætti að setja upp eftirlíking- ar af þessu á húsið sem vafalaust verða líka fínar.“ Hörkukaup í Rafha - Fórstu strax að versla eftir skólagöngu? ,,Það má segja það, ég ég hafi byrjað fljótlega eftir Verslunar- skólann. Ég útskrifaðist þaðan 1936 og fór þá að vinna hjá Guð- mundi nokkrum Gamalíelssyni bóksala og útgefanda. Hann var til húsa í Lækjargötu 6 í Reykjavík. Svo fór ég þaðan í Bókabúðina Mími sem Finnur Einarsson stjómaði en Mímir var hlutafélag sem Helgi Hermann Eiríksson og fleiri áttu. Ég var gerður þama að gjaldkera á sínum túna og fékk 175 krónur á mánuði og það þótti gott þá. Þama var ég í tvö ár en þá fór ég í Ölgerð Egils Skallagríms- sonar, þá kunnu ölgerð. Þama fékk ég 225 krónur á mánuði. í ölgerð- inni starfaði ég líka í tvö ár, en þá gafst mér tækifæri að kaupa hluta- bréf í Rafha og bytjaði að vinna þar. Þama hóf ég störf og komst á hörkulaun, 400 krónur á mánuði. Þá nefhdist ég lagerstjóri. En ég starfaði tiltölulega stutt í Rafha samt sem áður. Mér líkaði þar ekki að öllu leyti. Það var þá sem ég hugsaði mér til hreyfings að versla." - Var það tilviljun að þú fórst að versla? ,,Það var ekki tilviljun að ég fór í bókaverslun því að ég var búinn að vinna við bækur áður í Reykjavík. Fyrstu tilþrifin í verslun á eigin vegum vom á Hverfisgötu 34 þar sem ég verslaði með tuskur og bækur. Það er að segja, ég verslaði með vefnaðarvörur, bækur og reyndar ýmsar smávömr líka. Ég keypti bækur og þartnig gat ég smokrað mér inn í bókaviðskiptin og fengið bóksöluleyfi. Ég byrjaði því minn bóksölurekstur 1. desem- ber 1941.“ Gaf út á annað hundrað titla - Vom bækumar köllun eða hugsjón? „Ekki get ég sagt það. Það var ekki af því að ég væri neinn sér- stakur bókamaður, en af því að ég var búinn að vinna við bækumar áður, þá þekkti ég svolítið til. Ég vil að minnsta kosti ekki gera mik- ið úr því að ég haft verið mikill bókamaður. En svo get ég nefht það, að strax eftir stríðið þá hellti ég mér út í að gefa út og flytja inn bamabækur. Ég flutti inn bækur í um 20 ár í stómm stfl, sennilega gefið út hátt á annað hundrað titla á tímabili. Þetta gekk mjög vel. Bækumar vom þýddar en prentað- ar úti í Þýskalandi. Þær vom vel úr garði gerðar og með litmyndum sem var þá nýlunda." - Gaman væri að vita núna, hvað þú ert búinn að selja margar bækur á 53 ámm? „Því verður víst aldrei svarað, en það er vafalaust orðinn dágóður stafli, yrðu líklega margir metrar í bókahillum." - Þá komum við að lífínu og til- verunni. Hefur glaðværðin alltaf fylgt þér? ,Já, nema þegar ég heft verið í fylu. En ég vona að það sannist á mér að það komi ekki alltof oft fýrir.“ - Skyldi það ekki vera mann- bætandi að geta látið liggja sæmi- lega á sér oftast nær? Skyldi það ekki bara vera hollt og heilsubæt- andi? Ég spyr bara af því að það er alltaf verið að tala um holla lifnað- arhætti. „Jú, ég held að það hljóti að hafa mikið að segja. Ef maður er fýlu- púki í raun og vem þá held ég að það sé erfitt að leika glaðværð. Kannski öfugt líka. Það er erfitt að vera grafalvarlegur og gera sér upp virðuleika ef það era ærsl inni fýr- ir. En ég held að það sé mannbæt- andi að geta verið í góðu skapi sem oftast, ekki síst þegar árin fær- ast yfir.“ - Þú hefur komið við bæjarlífið á fleiri sviðum en að selja bækur. Þú hefur líka verið í alls konar fé- lagsstússi? ,Já ég var á sínum tíma í karlkómum Þrestir og síðar í Víði- staðakómum. Reyndar syng ég enn stöku sinnum með eldri Þröst- um. Svo var ég um árabil í hesta- mennsku og hafði gaman af. Það var skemmtilegt tímabil. Ég átti um tíma ágætis fola, kynbótafola, og átti reyndar upp í átta hross á tímabili. Það fór oft mikill tími í þetta en það var gaman að því. En nú er ég hættur öllu hrossastússi. Ég er orðinn værari. Mikill dellukarl Ég má ekki gleyma ámnum þegar ég var strákur en þá var ég svolítið í íþróttum. Þá var ég í Haukum því að FH var ekki einu sinni til þá. Við spiluðum hand- bolta en aðalkeppninauturinn var Þjálfi, félag sem Hallsteinn Hin- riksson var með. Þá var keppt á útiskemmtunum á Víðistaðatúni. Þá vom mörkin einföld, bara tvær mjóar stengur og trolltvinni fýrir ofan á milli stanganna, ekkert net svo að erfitt gat verið að sjá hvort að boltinn fór í mark eða ekki. Ég man að einu sinni töpuðum við með einu marki, þegar boltinn fór hárfínt yfir eins og Siggi bróðir og íþróttafréttamaður hefði orðað það. Það var samt dæmt á okkur mark. Jbsndum aj-nj-i^id- íncjum og öcíxum uidiízijitamÍDnnum og (jsíunnuxum hjoa'iL- ijódiim (izitu jjóda^liátLdaxízucSjux SPARISJÓÐURINN SPARISJÓÐUR HAFNARIJARÐAR Royal skyndibúðingur 6

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.