Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 2

Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 2
2 FJARÐARPÓSTURINN STJÖRNUSPÁ Gildir frá fimmtudegi 10. nóvember til miðvikudags 16. nóvember. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Þetta er hentug vika til að framkvæma ýmsa hluti sem varða viðskipti og fjármál. Þiggðu samt ráð frá þér eldri og reyndari manneskju. Það gæti leynst eitthvað væn- legt í bréfahrúgunni svo skoðaðu vel póstinn þinn. Það fer ekki mikið fyrir frækorni. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Tíminn flýgur áfram hjá fiskunum og um að gera að nýta hann vel. Þú ert sannkallaður velunnari og gleðigjafi þeirra sem neikvæðir eru. Efasemd og óöryggi eru þínir verstu óvinir. Þú veist þú býrð yfir mögnuðum krafti, svo trúðu og treystu á þína eigin getu. Hrúturinn (21. mars - 19. apr.) Einhver sem stóð þér næst þegar erfiðir tímar herjuðu á, hér áður fyrr, kemur inn í líf þitt á ný. Þú ert lukkunnar pamfíll og ef þú stefnir að þínu takmarki af einlægni, kemstu í höfn án þess að hafa mikið fyrir því. Sumum finnst þú hafir einum of mikið af því "góða". Nautið (20. apr. - 20. maí) Komdu einhverjum á óvart núna um helgi- na. Það gleður ekki bara viðkomandi heldur gefur það þér innri vellíðan. Mikið ertu leyndardómsfull(ur) og dreyminn. Margur vildi fá að vita hvað þú ert að bralla en hverjum kemur það annars við? Tvíburinn (21. mai - 20. júní) Þú hefur alveg efni á að láta fara vel um þig þessa helgi. Njóttu þess. Eftir helgina er ráðlegast að fara í gegnum reikningana og borga sem mest af þeim. Aðili í hrútsmerk- inu kemur við sögu og hvetur þig áfram að settu marki. Svífðu á tónum hörpunnar. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Þú verður hrókur alls fagnaðar í veislu á fimmtudagskvöldið. Ferðalag er í vændum, þessa viku, og kemur margt á óvart í þeirri ferð. Láttu ekki hömlur liðins tíma eyðileg- gja fyrir þér spor framtíðarinnar. Allt bíður síns tíma. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Þér leiðist þetta venjulega dagsdaglega amstur. Ábyrgð þín og skyldustörf hverfa ekkert frá þér. Svo illu er best af lokið. Kynntu þér nýja stefnu. Leitaðu hiklaust á önnur svið, fjármálasviðið gæti verið hep- pilegt. Þú færð punkta sem styðja þína hugmynd. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Þér hættir til að vorkenna þeim sem eiga það kannski alls ekki skilið. Sumir man- neskjur eru bara fæddar nöldurskjóður. Þú ert mjög drífandi og afkastamikil(l) þessa viku og eirir ekki lengi í sömu sporum. Gleymdu samt ekki litlu hlutunum. Vogin (23. sept. - 22. okt.) Helgin nýtist þér best í að ganga frá ókláruðum málum svo taktu daginn snem- ma. Peningar streyma inn og kominn tími til, eftir allt erfiðið. Nú er þér óhætt að breyta og bæta. Hafðu í huga, þú tapar engu við að deila þínu kærasta með þínum kærustu. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þínir nánust, ástvinir og ættingjar eiga allan þinn tíma þessa viku. Ástin blómstrar og nýir straumar fríska upp á stöðnuð sam- bönd. Þótt grái hversdagsleikinn sé ekkert annað en bara vaninn, þarf hann ekki að vera leiðinlegur. Málaðu lífið í lit. Bogamaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Það fer mikið í taugamar á þér hvað þú þarft oft að vinna verkin aftur eftir aðra. Hverjum er það að kenna? Stundum verður maður að sætta sig við það sem maður fær ekki breytt. Leggðu áherslu, þessa viku, á þitt eigið hugarástand gagnvart eigin lífi og hamingju. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Líttu nú í eigin barm og virtu þig að verðleikum. Þú eyðir allt of miklum tíma og orku í að reyna flytja fjöll. Láttu af þráhyggjunni og einbeittu þér, þess í stað, að öllu því mögulega í kring um þig. Þú getur auðveldlega búið til jólakort úr vetrarríkinu. MUNIÐ AÐ BROSA Nemendur Fiskvinnsluskólans reiðir menntamálaráðherra Skólinn á fylli- lega rétt á sér -segir Jón Arason einn nemendanna Jón Arason: "Það sem okkur nemendunum hefur sviðið mest undan eru yfirlýsingar forráðmanna í menntamálaráðuneytinu..." Nemendur Fiskvinnsluskólans eru reiðir út í Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra þar sem hann hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum þeirra um að koma í heimsókn og kynna sér af eign raun starfsemi skólans. Einn þeirra, Jón Arason, segir að skól- inn eigi fyllilega rétt á sér og að á- kvörðun ráðherra um að loka skól- anum í eitt ár sé ekki vel ígrunduð. "Það sem okkur nemendunt hefur sviðið einna mest undan eru yfir- lýsingar forráðamanna í mennta- málaráðuneytinu um að skólinn sé óhæf stofnun án þess að þeir viti í raun hvað þeir eru að tala um," segir Jón. Jón Arason er fæddur og uppalinn á Eyri við Skötufjörð í Isafjarðar- djúpi og hann hefur stundað sjó- mennsku alla sína tíð, eða frá 13 ára aldri. Mest hefur hann verið á bátum frá Þorlákshöfn þar sem hann er bú- settur nú. "Eg hef mest verið á bátum, með- al annars sem skipstjóri, en það er stöðugt verið að þrengja að bátaflot- anum og því fór ég í fyrrahaust að svipast um eftir vinnu í landi," segir Jón. "Eg ákvað að innrita mig í Fisk- vinnsluskólann frekar en Stýri- mannaskólann þvf ég taldi að með því ætti ég meiri möguleika á vinnu í landi." ‘Jón mun útskrifast frá Fisk- vinnsluskólanum í næsta mánuði sem fiskiðnaðarmaður. "Eg tel að ég haft lært mjög mikið á því að vera í skól- anum og ég fæ ekki séð hvað er svona ómögulegt við þennan skóla þótt endalaust megi ræða um hvað mætti betur fara. Hér læra menn hvemig þeir eiga að stjóma dagleg- um þáttum í fiskvinnslu og að um- gangast og stjóma fólki í þeirri at- vinnugrein. Ég fæ ekki betur séð en skólinn skili því hlutverki með ágæt- um I máli Jóns kemur fram að hann telji að Fiskvinnsluskólinn eigi fylli- lega rétt á sér en þurfi að aðlagst breyttum aðstæðum. "Það er hins- vegar spuming hve miklum skaða menntamálaráðherra hefur valdið skólanum með yfirlýsingum sínum því hver vill ráða fólk frá skóla sem talinn er óhæfur af æðstu forráða- mönnum hans," segir Jón. "Það má nefna að nú em frysti- skipin að auglýsa eftir fólki sem lok- ið hefur gæðastjómunamámskeiðum frá skólanum og raunar er það sett sem skilyrði að viðkomandi hafi lok- ið námi frá skólanum. Ef áform menntamálaráðherra ná hinsvegar fram að ganga og skólastarfið leggist af héma næsta árið er hætta á ferðum. Sú hætta að innan fárra ára verði ekki til fólk sem getur gengið í þessi störf. Þá á ég við að þótt þær hugmyndir sem nú eru í gangi um að stofna sér- staka sjávarútvegsbraut með þátttöku Fiskvinnsluskólans nái fram að ganga tekur það þrjú ár að ljúka námi frá þessari braut. Og ef skólinn er ekki starfræktur á meðan mun mynd- ast gat þar sem engir ftskiðnaðar- menn era útskrifaðir þessi þrjú ár." KOMPAN Kapallinn gekk ekki upp Uppstilling í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu (SSH) bögglaðist verulega/yr- ir mönnum þegar Steinunn V. Ósk- arsdóttir sætti sig ekki við að verða ritari stjórnarinnar. Samkomulag var um að Valgerður Sigurðardóttir einn bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í Hafnarfirði yrði vara- formaður, Steinunn ritari og Lauf- ey Jóhannsdóttir úr Garðabæ tæki sæti gjaldkera. Með þessunt hætti yrði jafnvægi milli hægri og vinstri flokka í stjórninni en Sigurður Geirdal er fonnaður SSH. Þegar ganga átti frá málinu á stjómarfundi í síðustu viku kom í Ijós að Steinunn gerði kröfu um að fá varaformannsembættið. Vísaði hún til þess að í síðustu stjóm hefðu bæði formaður og varafor- maður komið úr sama flokki þ.e. Sjálfstæðisflokkunum. Hinsvegar ber að geta þess að þá átti flokkur- inn sjö menn af tólf í stjóminni. Nú hinsvegar er stjómin skipuð fimm frá Sjálfstæðisflokk, fimnt frá vinstri flokkunum og tveir teljast óháðir. Ekki tókst að ganga frá skipun í stjórnina af þessum sökum en ann- ar fundur hefur verið boðaður á morgun, föstudag, og þar á endan- lega að skipa stjórnina. Reikningur fyrir bókhaldsvinnu Eitt sem vekur verulega athygli í skýrslu bæjarlögmanns og bæjar- endurskoðenda um fjárreiður Listahátíðar Hafnarfjarðar hf. er reikningur forráðamanna Listahá- tíðar fyrir bókhaldsvinnu. Sem kunnugt er af fréttum er bókhald Listahátíðar eitt hrikalegt klúður frá upphafi til enda. Það hefur hins- vegar ekki hindrað þá Sverri Ólafs- smi, Gunnar Gunnarsson og Öm Ólafsson í því að senda inn og fá borgaðann reikning þann 13. júní s.l. fyrir "listræna ráðgjöf og vinnu við frágang bókhaldsgagna'' upp á tæplega 115 þúsund kr.. Þess má og geta að listræn ráð- gjöf þessara manna kostaði bæjar- sjóðs alls tæplega 1,3 milljónir króna. GAFIARI VIKUNNAR Fæðingardagur? 26. ágúst 1960. Fæðingarstaður? Sólvangur, Hafnarfirði. Fjölskylduhagir? Maki, Hjördís Ólöf Jónsdóttir. Börn, Helena, Ómar og Sigurður. Bifreið? Lada Samara. (Sem Rússarnir hafa mikinn áhuga á) Starf? Starfsmaður ÍSAL. Helsti veikleiki? Góður matur. Helsti kostur? Allt of margir til að telja upp hér. Uppáhaldsmatur? Skerpukjöt og annar Færeyskur matur. Versti matur? Hjörtu og lifur. Uppáhaldstónlist? Engin sérstök. Uppáhaldsíþróttamaður? M. Jordan. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Alls engum. Uppáhaldssjónvarpsefnið? Fræðsluþættir. Leiðinlegasta sjónvarpsefnið? Sápuþættir. Uppáhalds útvarps-og sjón- varpsmaður? Enginn sérstakur. Uppáhaldsleikari? Hafnfirðing- arnir, Laddi og Siggi Sigurjóns. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Papilon. Hvað gerir þú í frístundum þín- um? Ymislegt t.d. horfi á imbann, fer í golf og borða. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Get ekki gert upp á milli. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Heiðarleika og trygglyndi. Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Illgimi. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Enga sérstaka. Hvaða námsefni líkar þér verst í skóla? Vélritun. Hvað myndir þú vilja í afmælis- gjöf? Nýja gúmmískó. (Það er komið gat á þá gömlu) Hvað myndir þú gera ef þú ynn- ir 2 millj. í happadrætti? Losa mig við smá ánauð bankans og kaupa bland í poka. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Borða fyrir framan sjónvarp- ið. Hvaða sérsvið myndir þú velja, ef þú værir í spurningakeppni? Mannkynssögu. Hvað myndir þú gera ef þú vær- ir bæjarstjóri í einn dag? Ráfa um og gera ekki neitt. Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Hvað kallast gáfaður maður í Hafnarfirði? Svar: Gestur.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.