Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 10

Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 10
10 FJARÐARPÓSTURINN ÍÞRÓTTIR Sundleikfimi og mæling á líkamssamsetningu Það þarf að bleyta upp í íslendingum Vatnslcikfimi er tiltölulega ung grein líkamsræktar hér á landi þótt sjúkraþjálfarar og fleiri hafi notað æfíngar í vatni til endurhæfingar um langt skeið. En nú stendur yfir fjórða árið sem vatnsleikfími er í boði hér í Hafnarfirði. Það eru þær Elín Birna Guðmundsdóttir og Guðrún H. Eiríksdóttir, báðar í- þróttakennarar, sem sjá um þjálfun í Suðurbæjarlaug. Aðsókn í vatnsleikfimina er talsverð. Um 40-50 manns, aðal- lega konur, sækja námskeiðin sem skipast í tvennt: vatnsleikfimi og fitubrennslu. Aðspurðar um það hvers vegna karlar virðist veigra sér við því að taka þátt í líkams- rækt af þessu tagi gefa þær Elín Birna og Guðrún engin einhlit svör. Þó megi rekja ástæðuna að einhverju leyti til þess að enn hef- ur ekki verið skipt eftir kynjum í hópana. Ástæðurnar kunni að leyn- ast víðar en réttast er að hver karl- maður, sem þetta les, spyrji sjálfan sig þessarar spurningar. Og hver veit nema ýmsir standi hvumsa gagnvart spursmálinu. Að minnsta kosti á þjálfun af þessu tagi alveg eins erindi til karla eins og kvenna. Helstu kostir við líkamsrækt í vatni eru þeir að líkaminn er léttari og meðfærilegri, vatnið er hitað í 32.5 gráður og því er yfirborð húð- arinnar fljótt að hitna og vatnið veitir aðhald og sívirka mótstöðu. Hér eru einungis fáir kostir taldir en þeir helstu. Eins og að framan er getið þá er vatnið ákjósanlegur endurhæfingarstaður en sú líkams- rækt, sem hér er lýst, er einmitt það; líkamsrækt - styrkjandi og uppbyggileg fyrir fólk sem vill vera í góðu formi. Þol og styrkur Æfingamar fara þannig fram að byrjað er á upphitun í vatninu, eins konar þolæftngum (eróbikk). Síð- an er farið í styrkjandi æfingar og teygt vel á eftir. Ymsar arm-, bol- og fótalyftuæfingar eru gerðar og unnið allan líkamann með göngu, hlaupum og hliðarsporum. Áhugasamir hafa um tvennt að velja: Vatnsleikfimi og fitu- brennslu. Hin hefðbundna vatns- leikfimi byggir á því að fleiri vöðvahópar eru þjálfaðir í einu heldur en gengur og gerist í fitu- brennslunni. Þar er megináhersla lögð á einn vöðvahóp í hverjum tíma og þar er mun meira puð, ef svo má segja. Að sögn þeirra Birnu og Guð- rúnu þá er töluverð ásókn í vatns- leikfimina og nú hafi sú kenning verið afsönnuð að um einhvers konar tískubólu haft verið að ræða. Hlutfall fitu Samhliða æfingunum er þátttak- endum geftnn kostur á líkamssam- setningarprófum, sem hingað til hafa raunar verið kölluð fitumæl- ingar. Próftn eru þó mun víðtækari en svo að í þvf orði einu og sér sé fólgið það sem um er að ræða. Það er Guðbjörg Jónsdóttir, íþrótta- kennari, sem framkvæmir þessi próf. Prófin byggja á mælingu á svokölluðu samviðnámi rafmagns í líkamanum. I þeim kemur fram hvert er hlut- fall fitu af líkamsþyngd eftir að tekið hefur verið tillit til beina- og vöðvabyggingar. Það er nefnilega ekki hægt að alhæfa um kjörþyngd hvers og eins eftir hæð og aldri. Einnig er kannað vatnsmagn í lík- amanum og virðist, samkvæmt þeim mælingum, að við íslending- ar drekkum margir hverjir alls ekki nóg af vatni. íslendingar eru sem sagt upp til hópa í þurrari kantinum og þurfa sumir hverjir útvötnunar við! Og það án gríns. Próftn geta einstaklingamir síð- an notað til viðmiðunar um þá þyngd sem talin er ákjósanleg fyr- ir hvern og einn. Með endurtekn- ingu prófsins er hægt að fylgjast með framförum (vonandi) við þyngdarstjórnun. Æfingatfmar eru eftirfarandi: Vatnsleikfimin er á mánudögum kl. 19:10 og miðvikudögum kl. 20:05 en fitubrennsla á þriðjudög- um og fimmtudögum, báða dagana klukkan 19:10. DEKKIÐ Reykjavíkurvegur 56 Sími 51538 NÚ ER TÍMIVETRARDEKKJANNA ! Bókhaldsdömur bæjarins taka nokkrar teygjuæflngar með morgunkaff- inu en gáfu sér engu að síður tíma til myndatöku. Þær eru hér f.v.: Jak- obína Sigurrós Sigurðardóttir, Jóna Sigursteinsdóttir, Arnbjörg Sveins- dóttir og Helga Björk Guðmundsdóttir. Höfum líka okkar eigin heilsueflingu! Rætt við þær Jónu Sigursteins- dóttur og Arnbjörgu Sveinsdóttur Þær Jóna Sigursteinsdóttir og Arnbjörg Sveinsdóttir eru komnar vel á veg í þátttöku sinni í Heilsu- eflingunni þegar Fjarðarpósturinn knýr dyra. Þær starfa við bókhald bæjarins og þar eru einnig þær Helga Björk Guðmundsdóttir og Jakobína Sigurrós Sigurðardóttir. Hinar tvær síðarnefndu eru hins vegar ekki byrjaðar að sækja nám- skeiðin, eru í öðrum hópi þar sem ekki má loka skrifstofunni meðan námskeið standa yflr. Spurt er að þeim kostum sem fylgja átakinu. Að mati þeirra stallna þá eru þeir ýmsir. „Eg sá það til dæmis þegar ég fór í þolprófið hjá Páli Ólafssyni að ég er ekki í nógu góðu formi og lakara en ég hélt," segir Ambjörg. Að öðru leyti reyndist líkamlegt ástand hennar gott, bæði þyngd og blóðþrýstingur. Teygjuæfingar „Þátttaka í þessum námskeiðum hefur að mínu mati fyrst og fremst þau áhrif að við erum meðvitaðri um lífsstíl og reynum að bæta okkur á ýmsum sviðum," segir Jóna. Það kemur hins vegar í ljós að heilsuefling er ekki beinlínis nýtt fyr- irbrigði þama á bókhaldsskrifstofun- um. Á hverjum degi taka þær stöllur sig saman, rétt fyrir morgunkaffið, og verja fimm til tíu mínútum í teygju- æftngar. Það ku vera skringilegt upp- lit á ýmsum sem rekast þar inn á þeim tíma. En framtakið er lofsvert og mættu fleiri taka sér bókhaldsdömur bæjarins til fyrirmyndar að þessu leyti. Heilsusamt Þær segjast ánægðar með þá að- stöðu sem þeim er sköffuð til vinn- unnar. Sjúkraþjálfaramir hafi síðan bent þeim á ýmsar úrbætur varðandi ýmis dagleg störf, bæði í vinnu og heima. „Þó geti orðið erfitt að breyta úr því að skúra svona," segir Jóna og sýnir með tilþrifum hefðbundnar skúringahreyfingar, „heldur svona," bætir hún síðan við eftir að hafa rétt úr bakinu en beygt hné. Þær telja samt sem áður að ýmislegt eigi eftir að „síast inn" og hreyfitæknin batni verulega eftir að þær haft fengið þessa tilsögn. Jóna og Ambjörg segja mjög at- hyglisvert að lausnir við hnökrum í heilbriginu þurfi ekki endilega að vera svo flóknar. Þannig þurfi oft ekki annað en góðan göngutúr til þess að koma líkamanum í þokkalegt ástand. „Og ég er byrjuð á því," seg- ir Ambjörg. Bjóðum úrval af nýjum dekkjum, ásamt sóluðum NORDEKK FLJÓT OG GÓÐ ÞJÓNUSTA VANIR MENN GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA Berglind með bestan árangur I frétt Fjarðarpóstsins af ár- angri Hafnflrðinga á opna al- þjóðlega dansmótinu sem haldið var nýlega í bænum, var ekki greint frá besta árangri bæjar- búa en það var fyrsta sæti Berg- lindar Ingvarsdóttur og Bene- dikts Einarssonar í bæði latin- og standard dönsum í flokki 12- 13 ára. Berglind er Hafnfírðingur í húð og hár en ekki sást af úrslitunum að hún væri úr bænum þar sem uppruni pars var miðaður við karl- manninn og þau því skráð sem par frá Garðabæ. Þau Berglind og Benedikt hafa náð góðum árangri í íþrótt sinni og má í því sambandi nefna að þau urðu alþjóðlegir meistarar í flokki 11 ára og yngri á móti í Englandi. I næsta mánuði munu þau keppa fyrir íslands hönd á Norðurlandamótinu í Oðinsvé.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.