Fjarðarpósturinn - 10.11.1994, Side 11
FJARÐARPÓSTURINN 11
Umsjón Jóhann G. Reynisson
Handboltamenn framtfðarinnar í Hafnarfirði
HEPPINN
Hátt f þúsund
strákar kepptu
á risamótinu
Eitt fjölmennasta íþróttamót,
sem haldið hefur verið í Hafnar-
fírði, fór hér fram um síðastliðna
helgi. Þetta var fyrsta fjölliðamótið
af þremur sem gefur handknatt-
leiksliðum í 6. og 7. flokkum stig til
þátttöku í úrslitum. Skráð voru 85
lið til þátttöku og leiknir 223 leikir
en tvö lið mættu ekki. Ef gert er
ráð fyrir að meðalfjöldi í liði sé um
10 strákar þá hafa, rúmt reiknað,
um 850 keppendur mætt í Fjörð-
inn til að spila handbolta.
Þá eru ótaldir foreldrar og aðrir á-
horfendur sem mættu til að hvetja
sína menn, þjálfarar, dómarar, ritarar,
tímaverðir, skipuleggjendur og annað
starfslið sem kemur að svo stóru
móti. Það er ekki út í hött að segja að
hátt á annað þúsund manns hafi kom-
ið að framkvæmd og keppni í mót-
inu. Slík tala gefur góða mynd af um-
fangi þess.
Keppt var í öllum stærri íþrótta-
húsum Hafnarfjarðar. Skipulagning
var með miklum ágætum og þótti
strákunum t.a.m. mikil upphefð fólg-
in í því að sjá úrslit og leikjafyrir-
komulag tölvukeyrt og prentað út
reglulega. Mörg þeirra félaga, sem
sendu stráka í keppnina, sendu fleiri
en eitt lið; a, b, og c lið og jafnvel
nokkur í hvem þessara flokka.
Úrslitin
Þeir eru kappsfullir þessir ungu menn sem skipa c-lið FH og Hauka í sjö-
unda flokki. Myndin var tekin á Hafnarfjarðarmótinu sem var fyrsta
mótið af þremur sem gefa stig til þátttökuréttar í úrslitum íslandsmeist-
aramótsins. Hátt í þúsund strákar kepptu á mótinu sem fram fór í öllum
AÐ EIGIN VALI
AÐ UPPHÆÐ KR. 25.000
Héöan í frá veröur FJARÐARPOSTURINN seldur í áskrift
og lausasölu. Um leiö og viö þökkum bæjarbúum
frábærar móttökur sem blaöiö hefur fengiö þá viljum viö
bjóöa þér lesandi góöur aö gerast áskrifandi.
| Nöfn allra áskrifenda, eldri og nýrra, sem byrja áskrift fyri
10. desember fara í pott sem dregiö veröur úr og birtist
nafn hins heppna í blaöinu sem kemur út 15. desembi
j-sssari.
áhverjum fimmtudeg.
ognafniöþittverftur
í pottinunn
desember
ð <r-
Vilt þú nýtt útlit á bílinn
Komdu með bílinn til okkar
og hann verður sem nýr
Bón - Þvottur - Þrif að innan
Djúphreinsun á sætum og teppum
Mössun - Lakkhreinsun - Vélarþvottur
Skreyting - Lagfæring á lakkskemmdum
NÝJA BÓNSTÖÐIN
Trönuhraun 2,220 Hafnarfjörður
Sími: 652544 SÆKJUM - SENDUM
Árangur liðanna var misjafn eins
og gengur en Haukar og FH náðu á-
gætum árangri. Það skal tekið fram
að engir milliriðlar voru leiknir á
mótinu þannig að eftir að riðlaum-
ferðin hafði farið fram þá var strax
leikið um sæti. Annars var árangur
þannig:
I 7. flokki a-liða urðu FH-ingar í
fjórða sæti og Haukar í sjöunda; í b-
liðum var FH í fjórða og Haukar í
sjöunda; í c-Iiðum urðu Haukar í
fjórða og FH í sjöunda.
I 6. flokki a-liða varð FH í fimmta
og Haukar í sjötta sæti en varpað var
hlutkesti um röðunina þannig að í
raun voru liðin jöfn; í b-liðum urðu
Haukar í öðru sæti og FH í fjórða og
í c- liðum sigruðu Haukar-2 og FH-
ingar urðu í öðru sæti.
Frábærir íþróttamenn
Þótt ungir séu að árum þá fóru hin-
ir ungu handknattleiksmenn á kost-
um í kappsfullum leikjum sínum.
Skyttur stukku upp fyrir utan punkta-
línu og létu þrumuskotin dynja á
mörkunum, í markvörðunum eða í
netinu. Hornamenn og leikstjómend-
ur „fittuðu" með tilþrifum, bmtust í
gegn og boltinn fór sömu leið og hjá
skyttunum. Öflugir línumenn vom
aðsópsmiklir inni í kröftugum vam-
arleik andstæðinga sinna og mark-
verðimir, sem taldir em fómfúsustu
og ósérhlífnustu leikmenn handknatt-
leiksins (stundum rætt um sérþjóð-
flokk í því sambandi) stóðu átrúnað-
argoðum sínum fyllilega á sporði
með listilegum tilþrifum.
Raunar er stórskemmtilegt að
fylgjast með þessum ungu köppum á
vellinum því taktamir em snemma
famir að segja verulega til sín. Þeir,
sem kepptu á þessu móti, vom allt að
níu ára. En ungur aldur var samt sem
áður ekki það sem vakti mesta at-
hygli heldur faglegir tilburðir og í-
þróttamannsleg framkoma. Ljóst er
að þama em á ferðinni frábærir í-
þróttamenn og mörg landsliðsmanna-
efni framtíðarinnar. Þá var einnig
gaman að fá nokkra pilta úr 7. flokki
til þess að koma saman fyrir mynda-
töku; bæði FH og Hauka. Og það
stóð ekki á viðbrögðunum þegar
spurt var við myndatökuna hverjir
væm bestir. Haukar og FH hljómaði
örugglega um gervallt suðvestur-
homið og mátti ekki greina hvorir
væm raddsterkari!
AUGLYSINGASÍMI
FJARÐARPÓSTSINS
ER 651745
j ólbarðþ j ónusta
Hjalta
Hjallahraun4 220 Hf.
V>
Sími - 652121
Nýir og sólaðir hjólbarðar á góöu verði
10 % stgr. afsláttur af hjólbörðum og þjónustu
20 % stgr. afsláttur af þjónustu fyrir ellilífeyrisþega
Láttu okkur geyma sumar / vetrar hjólbaröanna og
losnaðu við allt það umstang og þann óþrifnað sem fylgir
hjólbörðum fyrir vægt geymslugjald
STYBKJUM
landgrœðslu
LJllí
Örugglega feti framar