Fjarðarpósturinn - 08.12.1994, Síða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN
STJÖRNUSPÁ
Gildir frá fimmtudegi 8. desember til
miðvikudags 14. desember.
Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.)
Þessi helgi virðist ætla að verða eitt-
hvað ruglingsleg. Einhver gengur hart
að þér að takast á við skuldbindingar,
en þú ert ekki alveg tilbúin(n). Þú ert á
mótþróaskeiði. Notaðu miðvikudaginn
til að versla.
Fiskarnir (19. feb. - 20. mars)
í þessari viku er upplagt að gera þær
kröfur og heimtingar sem þér ber með
réttu. Láttu alla í kringum þig vita um
óskir þínar. Og vegna tillitsemi þinnar
almennt er engin hætta á að þú gangir
of langt. Hamraðu jámið meðan það er
heitt.
Hrúturinn (21. mars - 19. apr.)
Það er með ólíkindum hvað allt gengur
upp, þessa dagana. Þetta nýja tímabil
ætlar að verða þér heillavænlegt.
Gerðu lista yfir allt sem þú óskar þér
og sjáðu hvað skeður á jólunum.
Nautið (20. apr. - 20. maí)
Þú ert að ganga inn í tímabil mikilla
framfara og getur orðið frumkvöðull á
þínu sviði, ef þú leggur þig fram.
Lumarðu ekki á góðri hugmynd? Ein-
hver í ljónsmerkinu hvetur þig og dáir.
Tvíburinn (21. mai - 20. júní)
Þvílíkt laugardagskvöld sem þú átt í
vændum! Þú stendur á tímamótum í
lífi þínu og getur valið um að endur-
bæta það sem fyrir er eða taka upp nýja
stefnu, ný áform, eða nýja ást. Þessu
nýja tímabili fylgir líka ný ábyrgð.
Krabbinn (21. júní - 22. júlí)
Óvenjulegar aðstæður koma upp um
helgina sem valda breyttum heimilis-
högum. Breytingar eru oftast til hins
betra. Það er gleði í kring um þig og
samskiptaörðuleikar fuðra upp af
sjálfu sér.
Ljónið (23. júlí - 22. ágúst)
Þinn besti vinur og ráðgjafi er sá eða
sú sem stendur þér næst. Svo "líttu þér
nær". Þér hættir enn til að vera á und-
an áætlun. Gott mál er að plana fyrir
framtíðina en það er "núið" sem skipt-
ir öllu máli.
Meyjan (23. ágúst - 22. sept.)
I byrjun næstu viku og fram til 16. des.
er besti tíminn til að hlúa að fjarstödd-
um ættingjum og vinum. Þú virðist í
góðu líkamlegu og andlegu jafnvægi.
Þér farnast vel og það er heill yfir þér.
Vogin (23. sept. - 22. okt.)
Einhver sem hefur átt erfítt undanfarið
þarfnast þín. Hafðu endilega samband.
Svo þarft þú að átta þig á því hvort þú
átt tíma aflögu í sjálfboðastarf. Sýndu
á þér betri hliðina á sunnudag. Og
brostu.
Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.)
Það virðist einhver pirringur í fólkinu
þínu og ef þú sýnir kærleik og vænt um
þykju í stað þess að fara f fýlu, verður
allt gott. Þú hefur sterkari áhrif á fólk
en þú gerir þér grein fyrir.
Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.)
Þú ert einstaklega fær um að láta öðr-
um líða vel í kringum þig. Sannkallað-
ur gleðigjafi! Gleymdu samt ekki að
hlúa að þínum eigin tilfinningum. Ast-
in mun sigra óttann.
Steingeitin (22. des. - 19. jan.)
Þér finnst þessir dýru og umdeildu
tölvuleikir, sem jólagjafir, fyrir yngri
kynslóðina, alveg út í hött. Þú vilt frek-
ar fjárfesta í góðum bókum sem bera
heilbrigðan og þroskandi boðskað.
Mundu eftir litlu hlutunum.
MUNIÐ AÐ BROSA
Rokkskóli stofnaður í Hafnarfirði
Nýjung f tónlistar-
kennslu hérlendis
-segir Stefán Hjörleifsson skólastjóri Rokkskólans
Stefán Hjörleifsson: Kennt verður á öll helstu hljóðfæri rokktóniistar.
Um áramótin mun nýr tónlistar-
skóli taka til starfa í Hafnarfirði.
Stefán Hjörleifsson verður skóla-
stjóri og segir hann að um nýjung í
tónlistarkcnnslu sé að ræða hér-
lendis þar sem kennslan fer að
mestu fram í gegnum rokk- og
popptónlist þó tækniæfíngar og
tónfræðikennsla verði á svipuðum
nótum og í hefðbundnum tónlist-
arskólum.
''Rokkskólinn verður einskonar
farandskóli að því leytinu að sama
kennslan fer fram á nokkrum stöðum
á höfuðborgarsvæðinu," segir Stefán.
"Grunnhugmyndin er sú að í stað
þess að nemendur þurfi að sækja
kennslu langa leið koma kennararnir
til þeirra.”
I máli Stefáns kemur fram að
kennt verður á öll helstu hljóðfæri
rokktónlistar og til að byrja með
verður kennt á rafmagns- og
kassagítar, trommur, bassa og söng.
"Auk þess munu nemendur sækja
tónfræðikennslu og samspil verður
stór þáttur hjá lengra komnum nem-
endum," segir Stefán. "Við munum
halda tónleika og nemendum gefst
kostur á að fara í hljóðver."
Þekktir kennarar
Meðal kennara rokkskólans verða
nokkrir af þekktustu tónlistarmönn-
um landsins og má nefna auk Stefáns
þau Andreu Gylfadóttur söngkonu,
Guðmund Pétursson gítarleikara,
Gunnlaug Briem og Olaf Hólm
trommuleikara og Eið Arnarsson
bassaleikara.
Kennslan fer fram í Vitanum og að
Dalshrauni 22 og er í námskeiða-
formi og er hver önn tíu vikur. Nám-
ið verður sniðið að þröfum hvers og
eins og taka allir nemendur stöðu-
próf. Stefán segir að öll reynsla verði
metin og nemendum raðað í deildir
eftir getu þeirra í grunndeild, milli-
deild og framhaldsdeild. Byrjenda-
kennsla fer fram í þriggja rnanna
hópum og verður ódýrari en kennsla
í milli- og framhaldsdeild sem fer
fram í einkatímum.
Frá Hafnarfirði til
Hollywood
Stefán Hjörleifsson hefur spilað
með hljómsveitinni Ný dönsk á und-
anförnum árum. Hann er fæddur og
uppalinn í Hafnarfirði og hann lauk
stúdentsprófi frá Verslunarskólanum
1984. Eftir það innritaðist hann í tón-
listarskóla FÍH og lauk þaðan prófi
1987.
Að þessu loknu fór hann til
Hollywood í framhaldsnám í tónlist.
Áður en hann hélt utan var Stefán
meðlimur í hljómsveitinni Bítlavina-
félagið.
A síðustu fjórum árum hefur hann
spilað með hljómsveitinni Ný dönsk
og kennt við tónlistarskóla FIH sam-
hliða.
Aðspurður um rokkskólann segir
Stefán að með þeirri nýjung gefist
þeim sem vilja kostur á að læra tón-
list á fræðilegum nótum í gegnum þá
tónlist sem þeir hafa áhuga á. "Stór
hluti nemenda mun fá hljóðfæratíma,
tónfræði og samspilskennsku auk
þess að fá að spila í hljóðveri og á
tónleikum," segir Stefán.
KOMPAN
Pappírsflóð
inn um
bréfalúgur
Áætla má að rúmlega kíló af
pappír hafi streymt inn um
bréfalúgur bæjarbúa um síðustu
helgi. Þetta árlega pappírsfargan
er stöðugt að aukast en margir
telja það ntjög hvimleitt. Um er
að ræða allskonar auglýs-
ingapésa, jólagjafahandbækur,
sparihefti heimilanna og svo
framvegis.
Það er spuming hvort þeir
sem senda þennan pappír út hafi
erindi sem erfiði því hætt er við
að hjá mörgum fari þetta "dót"
beint í ruslatunnuna ólesið.
Mikill áhugi
á bensín-
stöövum
I kjölfar áhuga Irving Oil á að
korna upp bensínstöðvum á höf-
uðbogarsvæðinu þar á meðal í
Hafnarfirði hafa íslensku olíufé-
lögin þrjú sýnt því mikinn áhuga
að koma upp fleiri bensínstöðv-
unt hér í bænum. Hið sama er
upp á teningnum í Reykjavík en
þar sverja forráðamenn olíufé-
laganna af sér að eitthvert sam-
hengi sé á milli þessa áhuga
þeirra nú og fyrirætlana Irving
Oil.
Herra Með
kveðju
Hafnarfjarðarbrandarar leyn-
ast víða og hér er ein saga af
bréfaskriftum íslendings við er-
lent fyrirtæki. Hann sendi fyrir-
tækinu bréf með ákveðnu erindi
og skrifaði undir það "Með
kveðju" eins og kurteisi þykir.
Þegar hann fékk svarbréf frá
erlenda fyrirtækinu hófst það á
þessa leið: "Dear mister Með
kveðju..."
GAFLARI VIKUNNAR
Á leið til byggða
Riiiing, Hver er á línunni?
Stekkjastaur.
Hvenær átt þú afmæli? Hvenær?
Eg veit það ekki, Jú, ég á afmæli
einu sinni á ári.
Hvar áttu heinta? I Esjunni.
Áttu börn? Já, Já, ég á öll góð börn.
Áttu sleða? Já ég á sleðann sem
hann pabbi minn, hann Leppalúði
smíðaði héma um árið. Fínn sleði
það.
Starf? Jólasveinn.
Helsti veikleiki? Hvað ég er latur á
milli jólanna.
Helsti kostur? Hvað ég er duglegur
á jólunum.
Uppáhaldsmatur? Hangiket.
Versti matur? Eg þori ekki að segja
það. Hún Grýla, mamma, gæti séð
þetta.
Uppáhaldstónlist? Auðvitað "Jóla-
sveinar einn og átta."
Uppáhaldstónlistarmaður? Hann
Giljagaur. Hann syngur svo vel jóla-
lögin.
Uppáhaldsíþróttamaður? Hann
Gáttaþefur. Hann hleypur svo hratt
þegar hann finnur lykt af góðum
mat.
Uppáhaldssjónvarpsefnið? Barna-
tíminn á jólunum.
Leiðinlegasta sjónvarpsefnið? Allt
sem ekki er fyrir börn.
Uppáhalds útvarps-og sjónvarps-
maður? Við jólasveinamir.
Uppáhaldsleikari? Hann Kertasník-
ir. Hann leikur svo vel þegar hann er
að sníkja kerti.
Besta kvikmynd sem þú hefur séð?
Eitthvað Kraftaverk á 54 stræti í
henni Ameríku.
Hvað gerir þú í frístundum þín-
um? Leik mér með bræðrum mín-
um.
Fallegasti staður sem þú hefur
koniið á? Fjallið mitt, auðvitað.
Hvað metur þú mest í fari ann-
arra? Að vera góðir við bömin.
Hvað metur þú síst í fari krakka?
Óþekkt.
Hvaða persónu langar þig mest til
að hitta? Platjólasveina í öðrum
löndum.
Hvað ntyndir þú vilja í afmælis-
gjöf? Nýjan jólasveinabúning. Fal-
lega rauðan.
Hvað rnyndir þú gera ef þú ynnir 2
ntillj. í happadrætti? Kaupa mat
handa aumingja litlu krökkunum
sem fá ekkert að borða
Hvað myndir þú gera ef þú værir
bæjarstjóri í einn dag? Gera Hafn-
arfjörð að jólasveinabæ.
Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand-
arinn þinn? Hefurðu heyrt um jóla-
sveinana sem þorðu ekki yfir hring-
torgið í Hafnarfirði? Þeir vom svo
hræddur um að verða hringavitlausir.