Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 11.05.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Umsión Jóhwnw G. Reynissow Unglingameistaramót í sundi Tileinkað 50 ára afmæli íþrðtta- bandalags Hafnarfjarðar Unglingameistaramót Hafn- arfjarðar í sundi var haldið s.I. laugardag í Sundhöll bæjarins. Mótið var tileinkað 50 ára af- mæli Iþróttabandalags Hafnar- fjarðar og veitti nýkjörinn for- maður þess, Friðrik Ólafsson, öllum þátttakendum og þjálfur- um þeirra viðurkenningu í til- efni af því. Hann ávarpaði einnig gesti og keppendur með hvatn- ingarorðum. Alls tóku 75 sundmenn þátt í mótinu. Þar sýndu sundmenn úr yngstu aldurshópunum hvað þeim hefur fleygt fram. Yngst í þeirra hópi voru böm á sjötta ári svo von- andi boðar það bjarta framtíð. Eldri sundmenn kepptu hins- vegar af hörku og heiðarleika um veglega bikara og titilinn Ung- lingameistari Hafnarfjarðar. Sigur- vegari í hverjum aldursflokki var sá sem fékk flest stig í þremur greinum. Sigurvegarar voru: Hnátuflokkur: Anja Ríkey Jak- obsdóttir Hnokkaflokkur: Kári Níelsson Meyjar (11-12 ára): Sunna Borg Helgadóttir Sveinar (11-12 ára); Unnar Þór Þórunnarson Telpur (13-14 ára): Sólveig H. Sigurðardóttir Drengir (13-14 ára): Öm Arnar- son Stúlkur (15-17 ára): Guðrún B. Rúnarsdóttir Piltar (15-17 ára): Hjalti Guð- mundsson Sigurvegarar fengu að launum farandbikar til varðveislu og gaf Öm Ólafsson og fjölskylda bikara fyrir hnokka og hnátur, Hamraverk bikara fyrir meyjar og sveina, Markó merki bikara fyrir telpur og drengi og Ný vikutíðindi fyrir pilta og stúlkur. Af metum er það að frétta að Hjalti Guðmundsson setti Islands- met í flokki pilta í 50 m skriðsundi og felldi þar með eigið met frá í mars á þessu ári. Þá fuku sex Hafn- arfjarðarmet, Sunna Borg setti þrjú, Hjalti tvö og Guðrún eitt. (fréttatilkynning) Kári Björnsson Norðurlandameist- ari í skylmingum Kári Björnsson úr skylminga- deild FH náði þeim frábæra ár- angri að verða Norðurlanda- meistari í skylmingakeppni ung- linga í Danmörku á dögunum. Þrír aðrir Hafnfirðingar kepptu á mótinu og af þeim varð Sigrún Geirsdóttir í öðm sæti í kvenna- flokki. Aðrir keppendur héðan voru Guðjón Ingi og Ólafur Bjamason. I opinni einstaklingskeppni náði Kári bestum árangri Islendinga en hann náði fimmta sæti. Molar Tvennt vakti sérstaka athygli blaðamanns Fjarðarpóstsins sem lá á gægjum og hleri í Krikanum í vikunni. Annað var það að Andrei Lavrov, markvörður heims- meistara Rússa, lék í skóm sern gmnur ieikur á að séu af gerð- inni Adidas. Það lá þó ekki Ijóst fyrir af útliti skónna því Lavrov var búinn að líma hvítt límband yfir rendurnar á þeim. Aðrir leikmenn Rússa léku í skóni af annarri tegund. Hitt var eftirfarandi hluti sam- tals: „Heyrðu! Eg hef heyrt að þyngsti leikmaðurinn í keppn- inni sé töluvert þungur en samt tíu kflóum léttari en Ingvar Vikt- ors...!” (Eg sel þennan ekki dýr- ar en ég keypti hann.) Fótboltalöggur léku til úrslita Islandsmeistaramót lög- reglumanna í knattspyrnu fór fram í íþróttahúsinu við Strandgötu á dögunum. Þar lék yngri flokkur lögregl- unnar í Hafnarfirði til úrslita gegn Grindavíkurlöggunni. Hafnarfjarðarlöggurnar biðu lægri hlut, 2-5, og fóm víst gull- in tækifæri forgörðum. Það er þó næsta víst að strákamir okkar þurfa vart að lúta í gras og verða þær að teljast ágætlega fram- bærilegar „krassbiddnulöggur”. Hafnfirðingur á karlaráðstefnu Konan fékk endurbættan mann til baka Jbrótta- i oi leékianamskeið ÍÞRÓTTAKLÚBBUR: Stúiáum vc^ dneuyjiML 11-14 ána- v&icUvi MucL uþþ ú één/táft dcat vici nefrtucn - íínáttci&lúMwi - ficvi dem ífoiStteiefneúuvi venSa teátuvi uunnáviit fanin. ’Kefifit vtcL itutun ttámUíeÍcL, útileyun, ^jcUlcfáttCfun, Aaucfcmvcittt^end ocf fteina. 'DeiyUínáitt en bcecU fónin <Kjf eftin úádecfi. HVAÐERÍBOÐI: — Allar greinar íþrótta og leikja, siglingar og veiði á Hvaleyrarvatni, göngu og hjólaferðir, sund, útreiðar, tívolí, hús- dýragarðurinn, dans, trambolín, kassa- bílarallý, grillveisla og fleira. Undanfarin ár hafa verið 600 krakkar daglega á námskeiðunum hjá okkur. Einhver aukakostnaður verður við hinar Setbergsskóli, nýr staður á námskeiðunum og innritað í austurálmu. Svavar Svavarsson segir að ekki veiti af að mýkja karl- menn aðeins upp. Einn hafnfírskur karlmaður fór á karluráðstefnuna í Svíþjóð á dögunum en það var Svavar Svavarsson starfsmaður Islandsbanka í Hafnarfirði. Svavar segir að það hafi verið mjög athyglisvert að sækja þessa ráð- stefnu og að hann hafi orðið margs vísari á henni. Svav- ar er giftur og á þrjú börn. Aðspurður um hvernig kon- an hefði tekið þessu segir Svavar að hún hafi verið mjög jákvæð. “Eiginkonan fékk líka endurbættan mann til baka,” segir hann. Svavar fór á karlaráðstefnuna á vegum Sambands ís- lenskra bankamanna en hann situr í jafnréttisnefnd banka- manna. SIB sendi 30 konur á Nordisk Forum og segir Svavar að eðlilegt hafi verið talið að senda einn karl á þessa ráðstefnu nú. En hvemig á nútíma karlinn að vera samkvæmt ráðstefn- unni? “Það veitir ekki af að mýkja okkur aðeins upp,” seg- ir Svavar. “Að öðru leyti á hann ekki að vera öðruvísi en hann er nú. Hinsvegar var töluvert fjallað um ofbeldi karl- manna og að þeir eru gjarnir á að grípa til þess í stað þess að ræða málin. Þessu þarf að breyta.” Svavar var í hópi 30 íslendinga sem sóttu ráðstefnuna en alls komu þar saman 550 karlmenn frá öllum Norðurlönd- unum. Æskulýðsráðs Hafnarfjarðar sumarið 1995 DAGSKRÁ: 1 Foreldrar og krakkarnir sjálf ráða hvort þau eru frá kl. 9-12 eða 13-16 (möguleiki á heilsdags- þátttöku). Við bjóóum ókeypis gæslu frá kl. 8-9 og 16-17 ef fólk óskar eftir því. Krakkarnir verða í hópum eftir aldri. Stúlkur og drengir á aldrinum 5- 14 ára eru velkomin. INNRITUN: Og námskeiðsbyrjun fimmtud. 1. júní á fimm eftirtöldum stöðum: Víðistaðskóli. Hörðuvellir. Setbergsskóli. Öldutúnsskóli og Hvalevrarholtsvöllur. Þátttökugjald er kr. 3,000,- fyrir júní og júlí. Systkini fá helmingsafslátt.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.