Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 15.06.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPOSTURINN Utgefandi:FJARÐARPOSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Oli Jón Olason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifing: Steinunn xHansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Meirihlutinn féll Meirihluti Alþýðubandaiags og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði er fallinn öðru sinni frá því að hann tók við stjórn bæjarins fyrir rétt rúmu ári síðan. Þetta hefur ver- ið meirihluti mikilla úttekta en minni framkvæmda enda þröngt sniðinn stakkur í þeim efnum. Allt frá því að meirihlutinn tók við völdum hefur gengið á ýmsu í stjórn bæjarins, ekki hvað síst í kring- um persónu Jóhanns G. Bergþórssonar. Jóhann hefur rekist illa í flokknum en vitað var frá upphafi að hann var lítt hrifinn af samstarfinu við Alþýðubandalagið. Fór svo að honum var lofuð staða bæjarverkfræðings til að hafa hann góðann í samstarfinu. Nú er endanlega ljóst að ekki verður staðið við það loforð og ef til vill voru mestu mistökin í þessu máli öllu frá upphafi að skilyrða ekki loforðið því að Jóhann hyrfi úr bæjarstjórn um leið. Eins og fram kemur í blaðinu í dag eru þrír kostir á myndun nýs meirihluta í stöðunni í dag. Alþýðuflokkur stendur með pálmann í höndunum því ekki verður myndaður starfhæfur meirihluti án þátttöku hans. Al- þýðuflokkurinn ætlar sér hinsvegar að taka góðan tíma í að ræða við hugsanlega samstarfsaðila á næstu dögum og vikum en öruggt er að báðir fyrrverandi meirihluta- flokkar munu sækja það stíft að ganga í eina sæng með Alþýðuflokknum. Sjómannaverkfall áfram Sjómenn felldu miðlunartillögu ríkissáttasemjara og því stendur sjómannaverkfallið áfram. Ljóst er að í sjó- mönnum kraumar mikil óánægja með ýmis mál en þó helst verðmyndun á fiski og þátttöku sjómanna í kvóta- kaupum útgerða. I miðlunartillögunni var að vísu að finna lausn á verðmyndunarmálinu en þar voru ekki ýmis önnur atriði sem sjómenn telja mikilvægt að semja um nú. Hvað verðmyndun á fiski varðar er það deilumál sem ekki brennur nema á hluta sjómanna, það er þeirra sem eru á skipum sem selja afla til eigin fiskvinnslustöðva. Um svipað leyti og vandamál í tenglsum við þátttöku sjómanna í kvótakaupum komu upp var fiskverð gefið frjálst. Margir útgerðarmenn sem einnig reka fisk- vinnslustöðvar tóku frjálst fiskverð á þann veg að þeir gætu ákveðið verðið einhliða til áhafna sinna. Á meðan svo var máttu þessir sjómenn horfa upp á félaga sína á öðrum skipum sem lönduðu á fiskmarkaði fá allt að helmingi hærra verð fyrir sama afla. Þetta er óréttlæti sem ekki er hægt að líða. Útgerðarmenn geta því að hluta til kennt sjálfum sér um í hvaða hnút þetta mál er komið. Það er alvarlegt mál ef sjómannaverkfallið dregast enn meir á langinn en orðið er. Af fréttum má ráða af búið hafi verið að ná samkomulagi um 19 af 26 deiluat- riðum. Ef vilji er fyrir hendi má því ljúka málinu fljót- lega. Friðrik Indriðason Magnús Jón Arnason bæjarstjóri flutti ávarp ásamt öðrum. Einnig má sjá Lúðrasveit Hafnarfjarðar. Sjómannadagurinn í Hafnarfirði með hefðbundnu sniði Hátíðarhöldin í skugga verkfalls Sjómannadagurinn í Hafnarfirði var með hefðbundnu sniði en hátíðar- höidin nú fóru fram í skugga verk- falls sjómanna sem staðið hafði um nokkra hríð. Hólmgeir Jónsson fram- kvæmdastjóri Sjómannasambands íslands kom inn á þetta í ávarpi sínu og sagði m.a. að eftir langa og stran- ga samningafundi í kjaradeilunni væri hugurinn en bundin því atriði. "Ég vona að í framtíðinni auðnist samtökum sjómanna og útvegsmönn- um að leysa mál sín með friðsamari hætti en hingað til. Ef vilji er til þess af beggja hálfu ætti slíkt að takast." Auk Hólmgeirs fluttu þau Kristín Gunnbjörnsdóttir frá slysavarnadeild- inni Hraunprýði og Magnús Jón Árna- son bæjarstjóri ávörp. Kristín gerði ör- yggismál sjómanna m.a. að umræðuefni og sagði að þau þyrftu stöðugrar ár- verkni við. Magnús Jón Árnason kom inn á verkfallið og sagði m.a. að hann vonaði eins og allir að samningar næð- ust sem fyrst því hver dagur sem flotinn lægi við bryggju væri dýr fyrir okkur öll. Fimm aldraðir sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni á Sjómanna- daginn. Þeir eru Þórhallur Hálfdánar- son, Þorleifur Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Ólafur Sigurgeirsson og Björn Bjarnason. Mjög margt var í boði fyrir gesti og gangandi á hátíðardaginn. Bátar voru í stöðugum siglingarferðum um höfnina og næsta nágrenni fyrir þá sem vildu og það voru fjölmargir sem nýttu sér slíkt. Að auki var Kænan með fiskmarkð í tjaldi við hliðina á veitingahúsinu og þar mátti m.a. kaupa glænýja grásleppu. Og eitt af vinsælustu skemmtiatriðum fyrir yngstu kynslóðina var hestaleiga á Suðurbakkanum. I ávarpi sínu fjallaði Magnús Jón Árnason bæjarstjóri meðal annars um fiskveiðistefnuna og öryggismál sjó- manna. I lokin sagði hann m.a.: "Þrátt fyrir verndunarsjónarmið og bætt ör- yggi er það þó alltaf náttúran sem á síð- asta orðið. Skilyrðin í sjónum og veðr- áttan á miðunum kringum landið eru ef tjl vill stærri örlagavaldar en við sjálf. Ég hef þó þá trú að ef við höldum vel á spöðunum eigi þessir þrír þættir, náttúr- an, skynsamleg nýtingarstefna og sí- auknar kröfur í öryggismálum, eftir að ráða mestu um framtíð sjómennsku á ís- landi. Þó við getum sennilega ekki haft áhrif á náttúruöflin getum við sett mark okkar á hin tvö atriðin. Það skulum við gera í sameiningu." Miðlunartillagan I máli sínu fjallaði Hólmgeir Jónsson ítarlega um kjaradeilu þá sem sjómenn hafa átt í að undanförnu og miðlunartil- lögu þá sem sett var fram til að höggva á hnútinn í deilunni. Hólmgeir sagði m.a.: "Ljóst er að ekki tókst að ljúka mikilvægum málum sem voru uppi á borðinu en miðlunartillagan inniheldur þó hugsanlega lausn og áfanga í nokkrum mikilvægum málum enda byggir hún eingöngu á þeim atriðum sem búið var að ná sátt um milli aðila þegar upp úr viðræðum slitnaði...En menn spyrja vitanlega hvers vegna sjó- menn og útvegsmenn hafi deilt svo hart að undanförnu." Hólmgeir rakti deiluna um verð- myndun á fiski sem hefur verið aðalbit- beinið í þessum samningum nú. Þar var annarsvegar deilt um þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerða og hinsvegar um einhliða ákveðið fiskverð þegar fiskvinnsla kaupir afla af eigin útgerð. "Með öðrum orðum eru sjómenn látnir greiða útgerðarmönnum gjald fyr- ir að fá að veiða upp í aflaheimildir sem hið opinbera úthlutar án endurgjalds. En hver ber mesta ábyrgð á því hvernig þessum málum er komið? Það hlýtur að vera löggjafarvaldið vegna þess að þar hafa lögin um stjóm fiskveiða verið sett. Lögin sem bjóða upp á þessi vinnu- brögð útgerðarmanna. En löggjafar- valdið hefur líka sett lög sem banna að kostnaður við kaup á veiðiheimildum sé dregin frá heildarverðmæti afla áður en aflahlutur sjómanna er reiknaður. Því miður hefur hluti útgerðarmanna virt þau lög að vettugi og látið sjómenn greiða auðlindarskatt til sín af sameig- inlegri auðlind þjóðarinnar," sagði Hólmgeir. "Hvað það atriði varðar að sjómenn séu þátttakendur í kvótakaupum hafa frjáls viðskipti með veiðiheimildir verið hvað mest gagnrýnd af sjómönnum og samtökum þeirra. I ljós hefur reyndar komið að ótti sjómannasamtakana við kvótabrask einstakra útgerðarmanna var ekki að ástæðulausu. Sjómenn eiga ekki að taka þátt í að kaupa veiðiheimildir með útgerðinni enda fá þeir ekki hlut úr andvirði seldra veiðiheimilda þegar því er að skipta." Ný þyrla Hólmgeir kom inn á öryggismál sjó- manna í ávarpi sínu og sagði að þau væru ætíð til umræðu. Hann taldi ástæðu til að fagna því sérstaklega að ný þyrla kemur til landsins í næsta mánuði. "Engan þarf að undra þó sjómenn sýni málinu áhuga enda getur þyrla skipt sköpum um líf eða dauða komi eitthvað fyrir á hafí úti," sagði Hólmgeir. "Þyrla er reyndar ekki aðeins öryggistæki fyrir sjómenn heldur getur þyrla skipt sköp- um hvort heldur er að ræða neyð á landi eða sjó. Nú er þetta áratuga baráttumál að komast í höfn."

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.