Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 29.06.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 n og Ellert ileiki á að igrundvelli Bviti Alþýðuflokks Það var létt yfir mönnum á fyrsta fundinum um myndun nýs meirihluta. Farið er að ræða framtíðarskipan skólamála í Hafnarfirði. Vangaveltur um grunnskóla Heildstæður skóli eða smærri einingar ir Jóhann. “En ég tel að kjarni í flokknum og þá aðallega fyrri bæjar- fulltrúar og og þeir sem starfað hafa lengi í flokknum standi við bakið á okkur enda höfðu þeir ekki áhuga á að vera einhver hækja undir Alþýðu- af gögnum hefur aftur borist til félags- ins. I þriðja lagi með veisluhöldum og síðast en ekki síst með söfnun fjár til kaupa á tímatökutækjum fyrir sund- laugamar í Hafnarfirði. Búin var til barmnál í mjög takmörk- uðu upplagi og geta áhugasamir fengið slíkt keypt í gegnum stjóm félagsins. Heiðursfélagar Nokkrir félagar voru heiðraðir fyrir vel unnin störf og afrek. Fjórir voru út- nefndir heiðursfélagar en það eru þeir Garðar Sigurðsson, Trausti Guðlaugs- son, Yngvi Rafn Baldvinsson og Ólafur bandalagið í síðusta meirihluta. Bæjarstjórinn frá Alþýðuflokki Guðmundsson. Gullmerki S.H. fengu Erling Georgs- son, Sævar Stefánsson, Sigrún Sigurð- ardóttir, Sólveig Baldursdóttir, Kolbrún Ólafsdóttir, Örn Ólafsson, Friðrik Ólafsson og Magnús B. Magnússon. Silfurmerki S.H. fengu Bergur Helgason, Samson Jóhannsson, Erla Skaftadóttir, Guðni Guðnason, Amþór Ragnarsson, Guðrún Óla Pétursdóttir og Klaus Jurgen Ohk. Bronsmerki S.H. fengu Auðunn Ei- ríksson, Helgi Guðmundsson, Bjöm Lúðvíksson, Anna S. Magnúsdóttir, Jóna Bára Jónsdóttir, Guðrún Helga- dóttir og Lovísa Traustadóttir. mun koma úr röðum Alþýðuflokks- manna og talið er nokkuð öruggt að það embætti komi í hlut Ingvars Vikt- orssonar. Ingvar segir að þetta atriði eigi eftir að ræða en hann muni ekki skorast undan því embætti enda hafi hann ágæta reynslu af því. I könnunarviðræðum því sem Al- þýðuflokkur átti við fulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags, auk fyrrgreindra tveggja bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um síðustu helgi kom m.a. fram að enginn setti sig upp á móti þeirri kröfu að bæjarstjórastóll- inn kæmi í hlut Alþýðuflokksins. Þá hefur Alþýðuflokkurinn látið gera úttekt á fjármálum bæjarins fyrir viðræðurnar en ekkert mun vera að finna í þeirri úttekt sem kemur mönn- um á óvart. Flokknum er ofboðið Stjórn fulltrúaráðs og varaformenn Sjálfstæðisflokksins hittust á sunnu- dag og í lok þess fundar var gefin út yfirlýsing þar sem fram kemur að oddviti flokksins í Hafnarfirði, Magn- ús Gunnarsson, hafi einn óskorað um- boð flokksins til forystu í viðræðum um myndun meirihluta í bæjarstjórn. Þórarin Jón Magnússon formaður fulltrúaráðsins segir að þeir muni bíða og fylgjast með framvindu mála en ljóst sé að flokknum er ofboðið að þeir Jóhann og Ellert kynni sig sem fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í þessum meirihlutaviðræðum og að slíkt sé móðgun við kjósendur. “Þeir hafa ekki umboð frá Sjálfstæðisflokki til þessara viðræða og það er á þeirra ábyrgð að semja við Alþýðuflokkinn,” segir Þórarinn Jón. “Alþýðuflokkur- inn er nú að tala við tvo menn sem hafa klofið sig úr flokknum en eru ekki að tala við Sjálfstæðisflokkinn sem slíkann. Við vitum ekki hverjir innan flokksins eru tilbúnir til að fyl- gja þeim Jóhanni og Ellert yfir í þetta nýja samstarf ef af verður. Það er hinsvegar ljóst að þeir Jóhann og Ell- ert eiga ekki afturkvæmt í flokkinn eftir þetta.” Þá var tilkynnt um stofnun minning- arsjóðs Guðmundar Ólafssonar sund- manns og þjálfara sem lést langt um aldur fram árið 1992. Fjölmargar gjafir Fjölmargar gjafir bárust félaginu á þessum t/mamótum. Ættingjar Guð- mundar Ólafssonar færðu minningar- sjóðnum' veglegt framlag. Bæjarstjórn færði félaginu gjöf til kaupa á tíma- tökutækjum sem pg Sparisjóður Hafn- arfjarðar. Þá gaf IBH félaginu fallegan skjöld og framlag til tímatökutækja. SSI gaf fallegan grip sem og Björn Lúðvíksson og Sólveig Baldursdóttir. Ami Agústsson gaf féiaginu bikar sem hann hafði unnið í sundi 15 ára en það var í keppni í sundi á sjó á fjórða ára- tugnum. Listamennimir Kitta Pálmadóttir og Kristmundur Þ. Gíslason færðu félag- inu listaverk. Blómakörfur bárust frá bæjarstjórn, íþróttaráði, Badmintonfé- laginu, blómabúðinni Burkna og starfs- fólki sundlauganna í Hafnarfirði. Þá bárust kveðjur frá Haukum og sundfé- laginu Neptun f Cuxhaven. Magnús Þorkelsson formaður S.H. þakkaði öllum sem sendu félaginu gjaf- ir og kveðjur sem og þeim stóra hópi sem sýndi félaginu vináttu sína með nærveru sinni. Þá þakkaði hann þeim öfluga hópi sem skipulagði veisluna og lagði það til sem þurfti til að gera hana jafnveglega og raun bar vitni. Magnús lýsti því að það væri gott að starfa sem formaður S.H. um þessar mundir og það sæist vel á þeim hópi sem þama var saman kominn hvers vegna. Fóm menn síðan af vettvangi glaðir í bragði og ánægðir með góða og glæsilega samverustund. (fréttatilkynning) Nú þegar líður að því að sveitar- félög á landinu yfirtaki rekstur grunnskólanna er farið að ræða innan skólanefndar Hafnarfjarðar um framtíðarskipan skólamála í bænum. Möguleikarnir eru heild- stæðir grunnskólar eða smærri einingar, það er barnaskólar og unglingaskólar. A fundi skólanefndar í vor lagði Haukur Helgason skólastjóri Öldutúnsskóla fram bókun um þessa möguleika. I upphafi bókunarinnar segir m.a.: “Umræður eru nú að hefj- ast um h v e r n i g skipa skuli m á 1 u m grunnskól- ans í Hafnar- firði. Hvort hann eigi að vera heild- stæður (frá 1. - 10. bekk) eða hvort rétt sé að hluta hann niður og þá er sér- s t a k 1 e g a horft til þess að 1.-7. bekkur verði saman og 8.-10. bekkur í sérskóla. Skólanefnd Hafnarfjarðar hefur látið gera kostnaðaráætlun skólabygginga miðað við þessi tvö form. Fyrir rétt- um þrem áratugum fóru fram hér í Hafnarfirði snörp skoðanaskipti um það hvort rétt væri að stefna að heildstæðum skóla eða viðhalda því formi sem ríkt hafði marga áratugi og fólst í því að Bamaskóli Hafnar- fjarðar sinnti 7-12 ára nemendum en Flensborgarskóli þeim sem vildu halda áfram. Foreldrar létu sig málið verulega skipta auk skólamanna og varð meg- inniðurstaðan sú sem hér hefur ríkt í þrjá áratugi sem er heildstæður skóli. Þetta skipulag þróaðist á nokkrum árum bæði eftir því hvemig skóla- skyldan lengdist og hvernig húsnæð- ismálum skólanna var skipað. Það er mjög eðlilegt að taka jafn- aðarlega til skoðunar meginiínur í skólamálum og það ekki hvað síst núna þegar ný lög um gmnnskóla hafa verið samþykkt af alþingi.” Samkvæmt bókuninni telur Hauk- ur að heildstæður skóli sé betri kost- ur en skiptur. Reyndar miklu betri fyrir flest alla en þó sérstaklega þá sem standa höllum færi í samfélag- inu af ólíkum ástæðum. Stóri skóli Síðan segir í bókuninni: “Nú er rætt um að setja um 1000 nemendur á aldrinum 13-16 ára saman í einn eða tvo unglingaskóla. Þeir koma úr samfélagi sem mun telja um 20.000 íbúa þegar þetta form er endanlega komið til f r a m - kvæmda ef af verður. Breytingin mun kosta mikið umrót í öllum skól- um bæjarins nema Engi- dalsskóla. Eitt af því sem gerist m.a. er að karlkennarar hverfa frá kennslu í 1 .-7. bekk og þeir sem óska að færa sig á milli skólastiga á starfs- ferli sínum eiga erfiðara með það þar sem þeir þurfa þá að skipta um skóla. Þetta sýnir reynslan annarsstaðar. Eins og fram kemur í markmiðum grunnskólalaga á grunnskólinn í samvinnu við heimilin að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi. Það er því eðlilegt þegar íhugaðar eru jafn gagngerar breyt- ingar á skólaformi og hér er rætt um að kannað verði á formlegan hátt viðhorf foreldra og kennara til máls- ins. Þessir aðilar verða þolendur og gerendur málsins. Þörf er á að draga upp þau atriði sem mæla með eða á móti því að fara út í svo viðamiklar breytingar. Kanna þarf hvað það er sem háir nú- verandi formi og athuga hvað hægt er að laga með því einfaldlega að gera bráðnauðsynlegar umbætur á aðstöðu skólanna eins og hún er í dag. Ytarlegar umræður þar sem öll sjónarmið koma fram verða að vera grunnur þeirrar ákvörðunar sem tek- in verður.” Það liggur ljóst fyrir að bæjarstjórinn Mikill fjöldi gesta kom í afmæli Sundfélags Hafnarf jarðar. ^ ^ Það er mjög eðlilegt að taka jafnaðarlega til skoðunar meginlínur í skólamál- um og það ekki hvað síst núna þegar ný lög um grunnskóla hafa verið samþykkt af al- þingi. 9?

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.