Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 4
4 FJARDARPÓSTURINN Utgefandi:FJARÐARPOSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjórn 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Olason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Björn Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fiskvinnsluskólinn Fiskvinnsluskólinn hefur aftur tekið til starfa í Hafnar- firði, nú sem sérstök deild innan Flensborgarskólans. Ástæða er til að fagna þessu því þótt íslendingar lifi að langmestu leyti á fiski hefur framboð á faglegu námi í fiskvinnslu ekki verið í neinu samræmi við þann raun- veruleika. Og nú er svo komið að verkkunnátta í fisk- vinnslu er að glatast eins og Arnar Sigurmundsson for- maður Samtaka fiskvinnslustöðva gat um í ávarpi sínu við setningu skólans. Það hlýtur að vera íslendingum alvarlegt íhugunarefni ef verkkunnátta í fiskvinnslu er að glatast og við því verður að bregðast með öllum ráðum. í náinni framtíð mun þjóðin halda áfram að lifa af fiski hvað sem líður draum- um um uppbyggingu í öðrum atvinnugreinum og því ætti að vera forgangsverkefni í menntakerfinu að gera nám í fiskvinnslu eins eftirsóknarvert og mögulegt er. Sem stendur er erfitt að fá íslendinga til að vinna í fisk- vinnslu eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og herferð félagsmálaráðuneytisins til að breyta þessu og fá at- vinnulaust fólk í þessa vinnu hefur skilað takmörkuðum árangri. Vandinn liggur að hluta til í því að fiskvinnslan hefur hingað til ekki treyst sér til að borga nægilega hátt kaup til að gera þessi störf eftirsóknarverð. Meðan svo er mun vinnslan í auknum mæli flytjast út á sjó eins og þró- unin hefur verið undanfarin ár og vant fiskvinnslufólk sækja í auknum mæli vinnu til annarra landa eins og til dæmis Danmerkur. Að gera Fiskvinnsluskólann að deild í Flensborgarskól- anum er tilraunaverkefni sem standa á í tvö ár. Full ástæða er til að óska þess að tilraunin gangi upp og ætti þetta fyrirkomulag að geta orðið báðum aðilum til hags- bóta, Fiskvinnsluskólanum og Flensborg. Það ætti að verða Fiskvinnsluskólanum styrkur í því að starfa í nánu samstarfi við gróinn framhaldsskóla þar sem hægt er að sækja ýmsa þjónustu sem lítill skóli hefur ekki svigrúm til að veita nema í mjög takmörkuðum mæli. Á síðasta skólaári stóð fyrir dyrum að leggja Fisk- vinnsluskólann niður en sem betur fer var hætt við þau áform. Og aðsóknin í skólann nú í haust er með miklum ágætum, raunar komust færri að en vildu því hátt í 40 sóttu um vist í skólann. Úr þeim hópi voru 17 valdir og er skólinn því fullskipaður við setningu hans. Leikhús tekið til starfa Önnur ánægjuleg tíðindi síðustu daga eru að atvinnuleik- hús er tekið til starfa í Hafnarfirði og óhætt að segja að sérlega vel hafi heppnast til við fyrstu sýningu þess. Hér er á ferðinni gott innlegg í menningarlíf bæjarins og eiga aðstandendur leikhússins, Hermóður og Háðvör, heiður skilið fyrir þetta framlag sitt. Friðrik Indriðason Riddarar, Rauðskinnur, R; ar, Tyrkja-Guddur, Grábra Undanfarnar vikur hefur mátt sjá unga Hafnfirðinga halda út úr bænum með bakpoka um öxl og sterklega skó á fótum. Hér eru á ferð ungir krakkar í 70 ára gömlu skátafélagi, Hraunbúum. Glaðleg- ir og hressir krakkar sem gaman er að spjalla við Hraunbúa þekkja flestir gamlir Hafnfirðingar en með nýju fólki í bæinn er kjörið að kynna félagið og hvað það fæst við í dag. Gamlar hefðir enn við lýði Þeir sem til þekkja kannast við nöfn eins og Riddarar og Rauð- skinnur, Ránfuglar og Tyrkja-Gudd- ur, Grábræður og Hraunálfar. Þetta eru sveitir félagsins sem í eru rúm- lega 200 krakkar á aldrinum 9-15 ára. Að auki er sterk Dróttskátasveit fyrir krakka á aldrinum 15-20 ára sem vinna saman að útilífi, fjalla- mennsku, félagsmálum og þjónustu við yngri krakka félagsins. Félagið rekur einnig skátastarf í Vogunum ásamt því að aðstoða skátana í Njarðvík. Skátastarf byggist nú sem endranær á kjarna fólks sem hefur gaman af því að vinna í skemmti- legu æskulýðsstarfi og er markið oftar en ekki sett á útilíf. Félagið á núna heimili við Hraunbrún, tvo úti- leguskála og land í Krýsuvík þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undanfarin ár. 70 ára með ungt fólk í fararbroddi Árið 1995 er sjötugasta starfsár skátafélagsins í Hafnarfirði. Það sem helst hefur einkennt félagið á þessu merkisári er góður hópur af Ásdís, Elfa Björg og Rakel Mokkasíum, Rauðskinnum Kakó fyrir 400? Ekkert mál fyrir Agnesi og Dagbjörtu Fiskvinnsluskólinn settur Breyttar áherslur og annað rekstrarform Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði var settur í síðustu viku en hann er nú rekinn í fyrsta sinn í náinni sam- vinnu við Flensborgarskólann. Sök- um þessa verður áherslum í náminu breytt og rekstrarformið annað enda heitir skólinn nú Fiskvinnslu- skólinn, Sjávarútvegsdeild Flens- borgarskólans. Við setninguna ávörpuðu þeir Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Arnar Sig- urmundsson formaður Samtaka fiskvinnslustöðva gesti. Björn Bjarnason lýsti yfir ánægju sinni með hvernig til hefði tekist við end- urskipulagningu skólastarfsins og núverandi form þess. Arnar ræddi um nauðsyn þess að þetta nám væri í boði enda væri verkkunátta í fisk- vinnslu að glatast. Kristján Bersi Ólafsson skólameist- ari Flensborgarskólans ávarpaði gesti og ræddi m.a. um aðdraganda þess að ákveðið var að gera Fiskvinnsluskól- ann að deild innan Flensborgar. „Þeg- Gísli Erlendsson ar ákveðið var seint á síðasta vori að hefja fiskvinnslukennsluna á ný í breyttu formi þótti rétt að líta á það sem tilraun enda eðlilegt þar sem ætl- unin er að þróa hér upp sérnám á nýj- um grundvelli og með öðrum áhersl- um en áður. Var því leitað til Flens- borgarskólans að hann tæki að sér um- sjón með tilrauninni," segir Kristján. „Flensborgarskólinn féllst á þessa málaleitan og samkomulag um það efni var gert milli skólans og ráðu- neytisins í byrjun júlímánaðar." Fram kom í máli Kristjáns að um tilraunaverkefni til 2ja ára væri að ræða og hefði Gísli Erlendsson verið ráðinn til að veita tilrauninni og skól- anum forstöðu þetta tímabili en hann hefur mikla reynslu af stjórnunarstörf- um og fræðslustörfum í þágu sjávarút- vegsins. Kristján ræddi einnig um þann hag sem Fiskvinnsluskólinn hefði af nánu samstarfi við gróinn framhaldsskóla, til dæmis aðgang að bóka- og gagna-

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.