Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 3
FJARÐARPOSTURINN 3 Enginn árangur af fundi Sparnaðarráðs og STH Launakerf ið er ónýtt -segir Árni Guðmundsson formaður STH Enginn árangur varð af fundi talsmanna STH og Sparnaðar- og hagræðingarráðs nýlega þar sem rædd voru áform ráðsins um að segja upp sérkjarasamningum bæjarstarfsmanna. Árni Guð- mundsson formaður STH segir að launakerfi bæjarins sé ónýtt og að STH sé til umræðu um endurbæt- ur á því, enda sjálfsagt að leiðrétta það. „I Iaunakerfinu nú er til dæmis ekkert tillit tekið til stjórnunará- byrgðar, faghópar eru illa launaðar og má þar nefna að verkfræðingar og tæknifræðingar fá borguð laun sem eru undir töxtum félagsins og ekki er greiddur lífeyrir af yfir- vinnu," segir Árni. „Það er svo mat STH að allir séu á of lágum grunn- launum." Sem fyrr segir varð engin niður- staða af fundinum og hefur annar fundur ekki verið boðaður. Árni lagði fram tillögu um að hætt yrði við áform sparnaðarráðs í núverandi mynd en ekki reyndist vilji fyrir því. Nýr æfingavöllur á Haukasvæðinu á Ásvöllum Fyrir ' M m yngstu aldurs- hópana Um síðustu helgi var lokið við að tyrfa nýjan æfingavöll fyrir yngstu aldurshópana á Hauka- svæðinu á Asvöllum. Pað var Ingv- ar Viktorsson bæjarstjóri sem lagði síðustu torfuna. Lúðvík Geirsson formaður Hauka segir að með þessum áfanga hafi félagið endanlega yfirgefið gamla svæðið á Hvaleyrarholtinu. „Við erum með 14 aldursflokka í knattspyrnunni og það var mikil ásókn hjá yngstu hópunum í að kom- ast á æfingasvæði. Hingað til höfum við notað Hvaleyrarholtið. Þessi Effil Námsflokkar Ilafnarfjardar Nu er vetrarstarf ið að hefjast! Námskráin er komin út. Fjölbreytt úval námsgreina í boði á haustönn. Innritun fer fram dagana 25.-29. september á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar Strandgötu 4, 3ju hæð milli kl. 10 og 17. Upplýsingar eru veittar í síma 555 3444 millikl. 10 og 16 ogísíma 565 1322 millikl. 17 og 19. Ath! Námsgjöld greiðist við innritun. Greiðslukortaþjónusta. Kennsla hefst skv. stundaskrá 2. október. Ingvar Viktorsson leggur sfðustu torfuna á völlinn. vóllur sem við lukum við nú kemst í gagnið strax næsta vor og þá ætti öll starfsemin sem verið hefur á Hval- eyrarholtinu að flytjast á Asvelli," segir Lúðvík. I máli Lúðvíks kemur fram að þegar þessi nýji grasvöllur kemst í gagnið sé Jokið við gerð grasæfinga- svæða á Ásvöllum. Næsta stórverk- efni félagsins sé svo bygging á nýju íþróttahúsi. Það liggi fyrir framdrög að hönnun þessa húss og óskað hafi verið eftir heimild hjá bæjaryfirvöld- um að hanna það endanlega. „Við munum gefa öllum deildum félags- ins kost á að koma með sínar ábend- ingar og athugasemdir um tilhögun í húsinu," segir Lúðvík. „Síðan verður það hannað og teiknað í endanlegri mynd." Haustvörurnar komnar HerrA HAFNARFJÖRÐUR IÐBÆ, SIMI 565 0073 Á myndinni má sjá llöllu Benediktsdóttir (standandi), skólastjóra Prjónaskóla Tinnu, ásamt fyrstu nemendunum á almennu prjónanám- skeiði. (mynd Hugi Hreiðarsson). Priónaskóli Tinnu settur á stofn ALLAR VIÐGERÐIR: • Hjolastillingar • Vélastilling • Hemlaprófun • Réttingar • Bílasprautun • Endurskoðun • Shell smurstöð Við erum númer eitt - ÍKaplahrauni - íað þjóna þér FAGGILT ENDURSKOÐUNARVERKSTÆÐI JjJjBÍLASPÍTALINNþ* Pann 4. september s.l. var stofn- settur Prjónaskóli Tinnu, en hann er til húsa að Hjallahrauni 4 í Hafnarfirði. Undirbúningur að skólanum hefur staðið yfír í eitt ár og munu tveir kennarar starfa þar í vetur. Ein helsta ástæðan fyrir stofnun skólans er sú þróun sem átt hefur sér stað í mörgum löndum Evrópu. Þar hefur prjónþekking verið að tapast og kynslóðir að koma fram sem ekki kunna að prjóna. Nú síðustu ár má greina merki þess í grunnskólum hér á landi að minni áhersla er lögð á handmenntir. Þessari þróun vill Prjónaskóli Tinnu snúa við og hjálpa til í starfi ísienskra skóla í eflingu á handmenntinni. I vetur verður boðið upp á fjögur námskeið, unglinga-, al- mennt-, prjónatækni- og hekl. Skóla- stjóri er Halla Benediktsdóttir, en hún hefur meðal annars starfað við kennslu í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hjá Menntasmiðju kvenna á Akureyri. Það er Garnbúð- in Tinna í Hafnarfirði sem er stofn- andi skólans. KAPLAHRAUN11 • 220 HAFNARFIRÐI • Símar: 565 4332 og 555 4332 • Fax: 565 4336 *>*« UMGLIMGA-EROBIK 4 vikur kr. 3900,-m/5 tima Ijósakorti kr. 4400,-8 vikur, kr. 7.500,-m/5 tíma Ijósakorti kr. 8000,-HRESS LIKAMSRÆKT OG L.JOS BÆJARHRAUNI 4, HF. SÍMI 565 2212 v j^ / STUo rnlfV Leiðbeinandi Þór Sverris

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.