Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 21.09.1995, Blaðsíða 7
FJARDARPOSTURINN 7 Umsjón Björn Péturson Alþjóðasumarleikar Special 0lympics1995 Nú í sumar voru haldnir Al- þjóðasumarleikar þroskaheftra í New Haven í Bandaríkjunum 28 þroskaheftir^ einstaklingar fóru á íeikana frá íslandi ásamt 9 þjálf- urum og tveimur fararstjórum. Einn af þjálfurum liðsins var Hafnfirðingurinn Kristinn Guð- laugsson og báðum við hann um að segja okkur frá ferðinni. „Gefðu mér tækifæri til sigurs - en ef ég mun ekki sigra - gefðu mér þá styrk í tilraun minni til sigurs." Petta eru kjörorð Samtakanna Special Olympics en þau voru stofnuð af Kennedy-fjölskyldunni árið 1968. Alþjóðasumarleikar eru haldnir í Bandaríkjunum á fjögurra ára fresti. I sumar voru leikarnir haldnir í New Haven í Connecicutfylki. Þetta eru leikar þroskaheftra íþróttamanna sem ekki hafa möguleika á að keppa á stórmótum fyrir þroskahefta þar sem einungis hinir bestu komast áfram. Á þessum leikum eiga allir að hafa jafna möguleika til sigurs. Keppt er í 6-8 manna hópum, þannig að getulíkir einstaklingar eru í sama hópi. Þátttakendur á leikunum voru rúmlega 7100 og sjálfboðaliðar um 45 þúsund. Við þetta bætast þjálfar- ar, blaðamenn og fjölskyldur. Kepp- endur og þjálfarar gistu hjá fjöl- skyldum áður en keppnin hófst. íþróttasamband Fatlaðra valdi 28 einstaklinga til þátttöku á leikunum, 9 þjálfara og 2 fararstjóra. A leikun- um tóku fslendingar þátt í: borðtenn- is, lyftingum, keilu, boccia, knatt- spyrnu, frjálsum íþróttum og sundi. Kristinn var þjálfari í knattspyrnu og voru það 6 einstaklinar sem tóku þátt og af þeim tóku einnig 3 þátt í knatt- þrautum. Hafnfirðingar áttu einn þátttak- anda en það var Anna María Bjarna- dóttir sem keppti í sundi og stóð hún sig frábærlega vel. Ólafur Þórarins- son íþróttakennari úr Öldutúnsskóla var þjálfari frjálsíþrótta hópsins. Brottför. Mánudaginn 26. júní var flogið með Flugleiðavél til New York. Það var ekki laust við að það færi viss kvíði og spenna um líkamann, að komast til Ameríku þar sem allt er svo stórt og síðan að hafa auga með þeim 6 félögum sem ég hafði þjálfað í einn vetur og hafði þurft hálfu ári áður að velja úr 14 manna hópi. Það var ekki eingöngu lið íslands sem hafði tekið Flugleiðavél til New York heldur einnig lið Svíþjóðar og Lúxemborgar. Flugvélin var þéttset- in og saman töldu þessir hópar yfir helming vélarinnar. Þegar til New York var komið biðu okkar sjálfboðaliðar sem vísuðu okkur út í rútur og var umferð stopp- uð af lögreglu til að við kæmumst klakklaust út í rúti. „Bíðum við hvað verður næst ?" Vinabær íslendinga - Shelton Þegar við voum lögð af stað til Shelton komi í Ijós að það voru 3 fulltrúar bæjarins með í för og ein ís- lensk kona sem heitir Guðrún. Hún var túlkur og á leiðinni benti hún okkur á markverða staði. Þegar við nálguðumst bæinn heyrðum vð sírenuvæl og sáum blikkandi ljós. Guðrún sagði okkur að ekkert hefði gerst, þetta væri bara fyrsti hlutinn af móttökunni. Síðan var mynduð bíla- lest, með rútuna okkar í lestinni miðri. Þannig var okkur fylgt inn í bæinn þar sem okkur var boðið til hamborgaraveislu. Þegar við komum að hamborgarastaðnum vorum við kynnt fyrir þeim fjölskyldum sem við áttum að gista hjá fyrstu þrjár næturnar. Yfirleitt voru það 3-4 sem gistu hjá hverri fjölskyldu, keppend- ur og þjálfari. Þó hafði Mrs. Hughes boðist til að taka allt knattspyrnulið- ið 6 leikmenn og þjálfarann, í gist- ingu. Hún hafði líka til aðstoðar tvær aðrar fjölskyldur/mömmur, þannig að við í fótboltanum eigum nú þrjár „mömmur" í Ameríku. Ekki er hægt að segja að illa hafi farið um okkur félagana, og sem dæmi má nefna er að aldrei fór svo að við fengum ekki tvíréttaðan morgunmat. Þá daga sem við vorum hjá fjöl- skyldunum fórum við m.a. í dagsferð til New York þar sem silgt var í kringum Manhattan og farið upp í Empaire State bygginguna. Einnig var skoðaður dýragarður, tínd jarðar- ber og farið í „Miðbæ" Sheltons þar sem hver keppandi fékk 50 dollara sem hann gat verslað fyrir. Að lokum var okkur haldin grill- veisla auk þess sem allir keppendur og þjálfarar voru leystir út með gjóf- um. Alþjóðasumarleikarnir - New Haven. I New Haven var gist á hinum fræga Yale háskóla., Þar var einnig Ólympíuþorp, og nutu keppendur alls sem var í boði sér að kostnaðarlausu. Þar voru t.d. loftkastalar sem hægt var að leika sér í, hægt var reyna hittni sína í amer- ískum fótbolta og hafnarbolta. Einnig var þar bás með 8-10 nuddur- um sem óspart var notað, sérstaklega . MMt m »r J 1H|:<. ¦ &m mW f ¦4^H mC'm n, i ^¦n ^s II B ^K>' - m mmt A W 1?^ m \\már '"Lm. mmZr'Wmi <ími£EmmMmug Wk*w%M\Æuw"-W% * fn 1 , .¦ ^ M ^j 1 t^ 1 Knattspyrnuliðið ásamt Kristni Guðlaugssyni þjálfara af knattspyrnumönnunum eftir erfiða leiki. En þess má gejaað hitinn var yfirleitt 25-30 stig. I Ólympíuþorp- inu voru oft hljómsveitir sem léku fyrir dansi, þar var hægt að sigla á seglbátum á sundlaug sem sett var upp, hægt að fara í tölvuleiki, reyna sig á róðratæki og ýmislegt fleira. Á leikunum var einnig garður sem hét Expo-park. Þar voru helstu styrktaraðilar leikanna með sölubása þar sem ýmiss vamingur var boðinn á ódýru verði. Nú ekki má gleyma skiptimarkaði fyrir pinna/nælur og voru útlendingarnir sólgnir í íslenska pinnann. I knattspyrnunni sem stendur mér næst var keppt bæði í 11 og 5 manna liðum og tókum við þátt í keppni 5 manna liða. Um 50 lið voru skráð til keppni og var þeim skipt niður í 10 riðla. Þéss má geta að á þessum leik- um eru líka riðlar með blönduðum liðum en þá eru 6 þroskaheftir og 5 ófatlaðir einstaklingar sem mynda eitt lið. Fyrstu tveir dagarnir fara í að meta liðin að getu og eru þá leiknir stuttir leikir. Að þeim loknum er lið- unum raðað í riðla þannig að lið að svipuðum styrkleika lenda saman. Sundkonan Anna María Bjarna- dóttir var fulltrúi Hafnarfjarðar á leikunum. Riðlakeppnin fór fram 3.-8. júlí. Þá var einstaklingskeppni í knattþraut- um þar sem sama fyrirkomulag er viðhaft að fyrst er farinn æfinga- hringur í þrautum en daginn eftir er keppni en þá er búið að raða saman einstaklingum af svipaðri getu. Á opnunarhátíð leikanna sem fór fram 1. júlí á ruðningsvelli Yale há- skóla voru um 10 þúsund þátttakend- ur og þjálfarar sem gengu fylktu liði inn á leikvanginn og milli 70 og 80 þúsund áhorfendur voru mættir til að horfa á. Þar af fjölskyldur að heiman og stór hópur frá vinabænum Shelton. Á opnunarhátíðina mætti einnig forseti Bandaríkjanna Bill Clinton og hélt ræðu. Einnig mættu til leikanna stórstjömur á borð við Amold Swartzemegger, Juan Claud Van Damme, Tony Danza, leikarar, ungfrú alheimur og ungfrú Fitness, leikarar úr Lagakrókum og Bráða- vaktinni hvað sem þau nú heita og ekki má gleyma leikaranum Gorký úr framhaldsmyndaflokknum „Live goes on" ásamt frægum söngvurum. Þá var haldin heljar mikil flug- eldasýningu í tilefni af þjóðhátíðar- degi Bandaríkjanna, 4. júlí. Meðan á leikunum stóð komu alltaf fjólskyldurnar og kvöttu okkur í fótboltanum og sama var það í öðr- um greinum að þeirra fjólskyldur komu iðulega og studdu við bakið á „sínum bömum". Eitt kvöldið fórum við í fótboltahópnum ásamt fjöl- skyldunum og sáum fimleikasýningu þar sem fyrrverandi heims- og ólympíumeistarar í fimleikum sýndu listir sýnar. Við vorum heillaður að þessari sýningu. Þama sýndu þessir heims- og ólympíumeitarar ásamt þroskaheftum einstaklingum. Næst síðasta daginn vorum við með fjölskyldunum í Shelton. Það var frekar rólegur dagur þar sem far- ið var í leíki og sund. Deginum lauk síðan við vatn eitt með grillveislu og tilheyrandi skemmtun, þar sem sum- ir fóru blautir heim. Kveðjustundin var eitt það erfið- asta sem við lentum í og ekki fékk maður að fara fyrr en vera búinn að lofa því að ef farin skildi ferð til Bandaríkjanna yrði einn viðkomu- staðurinn að vera Shelton. Enn eru strákarnir úr fótboltahópnum að minnast þess að þeir sakni fjölskyld- anna í Shelton. Islandsmótið í handknatt- leik hófst um síðustu helgi A sunnudaginn var hófst íslandsmótið í handknattieik með heilli umferð. Haukar léku á móti Val að Hlíðarenda og FH tók á móti ÍBV í Kaplakrika. Haukar og Valur skvldu jöfn 19 : 19 nokkuð óvænt og má segja að Haukar hafi verið óheppnir að yinna ekki leikinn. Leikur FH og ÍBV fór eins og spáð hafði verið með sigri FH 25 : 22 og var sigur þeirra nokkuð sannfærandi. Nokkrar breytingar hafa orðið á Hafnarfjarðar liðunum frá síðasta keppnistímabili. Haukar hafa misst þrjá leikmenn, þá Sigurjón Sigurðsson sem gekk til liðs við FH, Ólaf Sveinsson sem fór til Gróttu og Pál Ólafsson sem er hættur. Tveir leikmenn hafa gengið til liðs við Hauka fyrir keppnistímabilið, þeir Halldór Ingólfsson frá Bodö/Glimt og Hinrik Öm Bjamason úr Víkingi. FH hefur einnig misst þrjá menn, þá Knút Sigurðsson til Víkings, og Arnar Geirsson og Hans Peter Motzfeldt til Austurríkis. Fjórir leikmenn hafa gengið til liðs við FH frá í fyrra, þetta eru þeir Héðinn Gilsson frá Dússeldorf, Pétur Petersen frá Fylki, Sigurjón Sigurðsson frá Haukum og Sturlu Egilsson frá Selfossi. Aðspurður sagðist Guðmundur Karlsson þjálfari FH-inga vera nokkuð bjartsynn á árangur félagsins á komandi vetri. Hann sagði liðið ætti alla möguleika á að spila til úrsli- ta ef ekkert óvænt kæmi uppá. Að hans mati er Valur, Afturelding og KA með sterkustu liðin en FH ætti að geta blandað sér í toppbaráttuna. Hann sagði að FH væri með minnsta breidd af þessum liðum og því væri mikilvægt að menn héldust heilir. Tveir leikmenn liðsins em meiddir eins og er, það eru þeir Héðinn Gilsson, sem Guðmundur vonar að verði til í slaginn miðjan nóvember, og hinn efnilegi Láms Long en hann sleit krossbönd í hné og verður að öllum líkindum ekki með fyrren eftir áramót.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.