Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 Hafnarfjarðarhöfn Framkvæmdir við brimvarnar- garð verða að hef jast strax Það er löngu Ijós staðreynd að Hafnarfjarðarhöfn er orðin of lítil og athafnasvæði við hana ónóg, miðað við umferð og vörumagn sem um hana fer. Það er einnig ljóst að aðgerðar- leysi bæjaryfirvalda varðandi stækk- un hafnarinnar er farið að bitna á rek- stri hennar og tekjumöguleikum. Vandræðagangurinn með flot- kvína hefur opnað augu margra fyrir brýnni nauðsyn þess að stækka höfn- ina hið bráðasta. Þessu til viðbótar horfa bæjaryfir- völd aðgerðarlítil á Hvaleyrina eyð- ast og minnka ár frá ári, en reikna má með að hún hafi styttst um meira en níutíu metra síðan Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908. Athafnasvæði vantar Nú þegar vantar ný athafnasvæði við höfnina. Með úthlutun 4000 ferm. svæðis við suðurgarðinn til Sambands íslenskra Fisframleiðenda má segja að síðasta skikanum af nýti- legu svæði við höfnina haft verið út- hlutað. Nú þegar vantar bæði við- legukanta og athafnarými og það verðum við að útvega sem fyrst. Því miður hafa bæjaryfirvöld, undafarin kjörtímabil, ekki sýnt þá forsjálni að gera uppfyllingu ofan á grynningamar meðfram Hvaleyrinni en þar má skapa þúsundir fermetra af góðu athafnasvæði. Auk þess myndi slík uppfylling verja síminnkandi Hvaleyri fyrir ágangi siávar. Landbrot á Hvaleyri. Það er brýnna en marga Hafnfirð- inga grunar að verja Hvaleyrina ágangi sjávar, því á hverju ári styttist hún um allt að því einn meter. Auk þess er hún stöðugt að brotna niður til hliðanna, aðallega þó Hafnarfjarð- armegin. Frá því að núverandi hafnargarðar voru byggðir heþur Havaleyrin styttst um tugi metra. I stað þess að koma í veg fyrir landbrotið með sjóvamar- görðum er sjórinn látinn brjóta hana niður. Við það berst mikill sandur og aur inn í höfnina, sem dýpkunarskip em síðan fengin til að fjarlægja. Sé Sigurður T. Sigurðsson formaður Hlífar skirfar um höfnina. til kleppsvinna þá er hún viðhöfð hér. Brimvarnargarðar. Besta ráðið og um leið það ódýrasta til að stækka Hafnarfjarðar- höfn er að verja Hvaleyrina fyrir ágangi sjávar með stórgrýti og bygg- ja þaðan brimvamargarð út í Helga- sker. Til þeirra framkvæmda þarf grjót og meira grjót og af því eigum við HaMirðingar nóg. Það mætti t.d. nota það efni sem nú fellur til við jarðvegsframkvæmdir vegna bygg- ingu þriðja kerskálans hjá ISAL. Því fyrr sem menn byrja því ódýr- ari verður framkvæmdin. Þar að auki verður hægt að skapa víðáttumikið athafnasvæði meðfram Hvaleyrinni, Hafnarfjarðarmegin. Komi síðan brimvarnargarður frá Hliðsnesi á móti Hvaleyrargarðinum munum við Hafnftrðingar eignast bestu höfn á landinu og þó víðar væri leitað. Vænlegur kostur. Einhver kann að spyrja hvað slík framkvæmd kostaði. Því er til að svara að kostnaður við þann hluta hennar sem snýr að því að verja Hvaleyrina og byggja brimvamar- garð út í Helgasker yrði álíka mikill og kostnaður bæjarins vegna bygg- ingu Miðbæjarins svokallaða. Til að gera framkvæmdina ennþá hagkvæmari og slá tvær flugur í einu höggi, þá mætti í leiðinni leggja klóakleiðslu frá bænum með fram Hvaleyrinni og út fyrir væntanlegan brimvamargarð. Við skulum vona að bæjaryfirvöld velji hagkvæmasta kostinn og hefji framkvæmdir sem fyrst því hundruðir atvinnutækifæra munu skapast eftir stækkun hafnar- innar. Ríkið greiðir 90% Það er ekki úr vegi að spyrja bæj- aryfirvöld hvort þau hafi nú þegar sótt um fjárframlag til ríkisins vegna byggingu brimvamargarða en slíkt framlag verður að vera inn á fjárlög- um. Það væri einnig fróðlegt að fá upplýst hvenær bæjaryfirvöld áætla að framkvæmdir hefjist við stækkun Hafnarfjarðarhafnar. Hafí bæjaryfirvöld ekki sótt um fjármagn til ríkisins til byggingu brimvamargarða þá ættu menn að fara að íhuga málið því sjórinn held- ur áfram að brjóta niður Hvaleyrina. Fólki til glöggvunar þá má geta þess að samkvæmt lögum greiðir rík- ið 90% af kostnaði við byggingu sjó- vamargarða. Stækkun hafnarinnar mun fljót- lega skapa hundruði nýrra atvinnu- tækifæra og bæði bæjarsjóður og hafnarsjóður munu fá útlagðan kostnað greiddan á fáum árum eftir framkvæmdina. Því spyr ég: Eftir hverju er verið að bíða ? VRA^v & A % Verkakvennafélagið Framtíðin Afmælisfagnaður í tilefni 70 ára afmæli félagsins 3. desember n.k. verður opið hús laugardaginn 2. desember n.k. frá kl. 16:00 - 19:00 í Skutunni Hólshrauni 3, Hafnarfirði. Félagskonur eru hvattar til að mæta Stjórnin Verkakvennafélagið Framtíðin Strandgötu 11, s. 555 0307 Kynnum nýjan matseðil um helgina Föstudagur (take away) Grillaður kjúklingur m/risaskammti af frönskum......1.200 kr. Laugardagur Þú pantar og sækir fjóra rétti og færð ódýrasta réttinn frítt Gómsætt og gott Grillpinnar a la Adria m/frönskum og salati (Króatískur réttur).1.090 kr. Kjötstangira la Adria með brauði og lauk.......1.150 kr Öl föstud. og laugard. Stór... .400 kr Lítill....300kr flDRIff STEIKHUS Strandgata 30 • sími 555 3777 Spaghetti a la Adria með hvít- lauksbrauði ...850 kr Duglegir krakkar fá íspinna VÍB býður nú ásamt Islandsbanka enn frekari þjónustu við einstaklinga með Dví að hafa sérstakan verðbréfafulltrúa í útibúi bankans við Strandgötu í Hafnarfirði. Nú geta viðskiptavinir bankans sótt alla sína fjármálaþjónustu á einn stað. Hafið samband við verðbréfafulltrúa okkar þar og kynnið ykkur nýju þjónustuna. Síminn hjá honum er 555-4400. Verið velkomin. Yerðbréfafulltrúi VÍB í útibúi íslandsbanka við Strandgötu í Hafnarfirði er Eggert Þór Kristófersson. Hann mun annast alla almenna ráðgjöf kaup ogsölu verðbréfa. FORYSTA í FJARMALUM! VIB VLRÐBRLFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi lslancls • Kirkjusandi, 155 Reykjavík. Sími 560-8900. Myndsendir: 560-8910. VÍB hefiur opnað í útibúi íslandsbanka við Strandgötu í Hafnarfirði

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.