Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Bjöm Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Deila Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og bæjaryfirvalda um uppsagnir á sérkjörum bæjarstarfsmanna stefnir nú í enn harðari hnút en verið hefur. Á aukabæjarráðsfundi í þessari viku hafnaði bæjarráð þeirri tillögu STH að fresta gildistöku uppsagna sérkjara til 1. febrúar á næsta ári og tvinna málið saman við fyrirhugaðar stjórnsýslubreytingar í bæjarkerf- inu. Þessi tillaga STH virðist í fljótu bragði skynsamleg og rneð henni hefðu báðir aðilar unnið tíma og þá ekki síst bæjaryf- irvöld þar sem nú eru mánaðarmót og viðræður við einstaka bæjarstarfsmenn rétt hafnar. Upphaflega var gert ráð fyrir að þessum viðræðum yrði lokið fyrir 1. desember en nú er út- séð ineð að það náist. Kergja bæjarstarfsmanna er ekki síst til komin vegna þess að nær ekkert hefur verið rætt við þá hingað til þrátt fyrir margítrekuð loforð frá bæjaryfirvöldum þar um. Ingvar Viktorsson bæjarstjóri segir í blaðinu í dag að ein- hvers misskilnings virðist hafa gætt hjá forráðamönnum STH um niðurstöðu fundar bæjarráðs þar sem fram hafi komið á fundinum að ef þurfa þyki muni verða tekin ákvörðun um að fresta málinu. Fjallað er um málið aftur í bæjarráði í dag og þar ákveðið hvort sú frestun sé nauðsyn- leg eða ekki. Það hljóta allir að vera sammála því að ná verður rekstrar- kostnaði bæjarsjóðs niður með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal launakostnaði. Hinsvegar verður að gera alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð bæjaryfirvalda í þessu máli frá upphafi. Vinnubrögð bæjaryfirvalda hafa leitt til þess að þeir bæjarstarfsmenn sem málið varðar eru reiðir og óánægðir og slíkt hlýtur að koma niður á störfum þeirra. Þar að auki má búast við vaxandi aðgerðum af þeirra hálfu ef mál þróast eins og þau virðast ætla að þróast. í máli Áma Guðmundsson formanns STH í Fjarðarpóstinum í dag kemur m.a. fram að að þær viðræður sem fram hafa farið við einstaka starfsmenn hafi verið einræður en ekki samræður þar sem viðkomandi eru boðin 10-25% skerðing á kjörum sínum. Enginn hefur enn samið við bæjaryfirvöld utan einn sem boðið var óbreytt kjör. Haldi bæjarstarfsmenn áfram að hafna boði um skerðingu kjara fram til áramóta og telja sig síðan lausa allra mála frá bænum er staðan orðin al- varleg og hætta á að ýmislegt raskist í bæjarkerfinu. Ekki er auðvelt að benda á lausnir í þessu máli en kannski gætu bæjaryfirvöld haft í huga gamla máltækið að: Frestur er á illu bestur. Friðrik Indriðason Rætt við Einar Má Guðvarðarsson listamann i Hvað hafa þau Jón Bergsteinn Pétursson, skósmiður, sálmaskáld og leikari, Stjáni meinlausi, Einar Hollendingur, Súpermúnkurinn og Susanne Christensen, sameiginlegt? Jú. þau ásamt fjölda annarra hafa liaft veruleg áhrif á lífsviðhorf og listsköpun viðtalsefnisins okkar að þessu sinni - Einars Más Guð- varðarsonar - myndhöggvara og „eilífðar fríþenkjara11. Einar er sonur þeirra Guðvarðar Jónssonar, (Jóns Bergsteins Pétursson- ar) og Þorbjargar Guðmundsdóttur, frá Siglufirði, ólst upp í foreldrahús- um, í verslun Jóns Gíslasonar þar sem Guðvarður eða Væi Bedd., var full- mektugur, á heimili ömmu og afa á Linnetsstíg 6. og á eigin vegum. „Eg á mjög góðar minningar frá þessum árum og þá t.d. úr versluninni þar sem pabbi var verslunarstjóri. Verslunin var upphaflega sett á stofn til að þjóna bátaflota Jóns Gíslasonar og hann kom þangað oft gamli maður- inn. Stundum tók hann mig og sagði: „Nú fáum við okkur ost og egg, Einar minn“. Þá fórum við bakatil þar sem ostamir voru og þá skar Jón gamli sér þykka sneið af osti og sótti sér svo egg sem hann sló við hilluna og saup svo úr egginu hráu með ostinum og trakt- eraði mig svo eins. Nú svo sótti ég mikið til afa og ömmu og þar var mikið menningar- heimili á Linnetsstígnum. Þar komu kelllingamar gjama saman í stóra eld- húsinu og sátu þar og púuðu sígarett- umar sínar og drukku kaffi og ræddu landsmálin og annað og ég sat þar hjá og hlustaði á.“ Nú vom foreldrar þínir ekki með langskólamenntun eða „menningar- menntuð" en bæði þú og systir þín Jóna Guðvarðardóttur, sækið ykkur bæði æfistörf til listsköpunar. Hvaðan kom allur þessi listáhugi? „Eg held að mest áhrif á líf okkar hafi komið frá því að við komum frá ákaflega traustu heimili þar sem mikill kærleikur var og við nutum mikils frelsins. Nú svo spilaði pabbi á saxa- fón og var mikill músíkant og þannig kynntust foreldrar okkar raunar - á balli í gúttó þar sem pabbi var í dix- ielapdbandinu. A heimili afa míns og ömmu var mikið til af bókum og afi var sálma- skáld og þá komst ég í kynni við menn á borð við Stána meinlausa, kokk á Blíðfaranum, en hann var frístunda- málari og kynnti mér málverkið og þá sköpun sem þannig brýst út. Nú svo var allt umhverfið - hraunið og sjórinn mikill ævintýraheimur - þannig að við fengum mikið að upp- götva heiminn á eigin spýtur." Það hefur líka haft mikil áhrif á mig að ég fór fyrst á sjóinn 8 ára gamall og réri á sumrin alltaf með Einari Hol- lendingi, sem var stór og mikill maður og hafði verið í siglingum. Hann gekk í tréklossum og víðum flauelsbuxum og duggarapeysu. Hann kenndi mér náttúrulega sjósókn en vígði mig líka inn í ákveðna helgidóma sem tengdust reynslu hans úr t.d. stríðinu en hann hafði frá miklum hörmungum að segja frá Evrópu stríðsáranna." Einar Már hefur nú um nokkurt skeið búið vestan við Malir, að Ljósaklifi, með danskri eiginkonu sinni, Susanne Christensen, sem ein- nig er myndhöggvari. Æviferill Einars, þrátt fyrir ungan aldur, er orðinn býsna skrautlegur. Nefna má t.d. puttaferðalög um Evr- ópu, kvikmyndafræðinám í Köben, kennaraskólapróf frá KHL kennsla á Hellisandi, Trilluútgerð á Breiðafirði, kvikmyndanám í New York, kvik- myndagerð í Malasíu, rekstur menn- ingarmiðstöðvar í Köben, hugleiðslu í Hunza, sjálfsnægtarbúskap í Garða- hverfi og síðar á Grikklandi, kennslu og skólastjórn í Hrísey, og loks mynd- listarstörf í Hafnarfirði og víðar - og er örugglega ýmsu sleppt í þessari upptalningu. Sjálfsnægtarbúskapur - hér á landi Fyrir nokkru síðan fluttu þau Einar og Susanne í húsið Ljósaklif og hafa sett þar niður heimili, og í raun segir Einar að þetta sé hans fyrsta fasta heimili síðan hann var sautján ára gamall og yfirgaf foreldrahús. En nú hefur hann axlað nýtt ábyrgðarhlut- verk því fyrir fáum mánuðum fæddist þeim Susanne frumburðurinn, Matthí- as Már og það er ný tilfinning fyrir listamennina.„Þetta er stórkostleg guðsgjöf og ný vídd í tilveruna sem við hefðum ekki viljað missa af. Við létum skýra Matthías í Garðakirkju og það var mjög mikilvægt fyrir okkur því trúin og sú festa sem henni fylgir er nauðsynleg í þessari lausung sam- tímans. Og við munum auðvitað reyna að umvefja bamið kærleika því það sem skiptir mestu máli í fjölskyldunni er kærleikur - af honum verður aldrei of mikið látið.“ Einar hefur lengst af verið sjálfum sér nógur en hann trúir stíft að hver sé sinnar gæfu smiður. Þó hefur hann upplifað aftur og aftur að hafa verið búin ákveðin örlög sem hann sættir sig æðrulaus við - vitandi að þannig var málið allt úthugsað. Þannig var það t.d. 1990 en þá fann hann bæði í draumum og svo hreinlega í skrokknum á sér þörfina fyrir að fly- tja heim aftur. Að næturlagi - kannski milli svefns og vöku - fann hann lykt- ina af þaranum og úr fjörunni og Einar vissi að það var eitthvað sem kallaði hann heim og því kalli hlýddi hann.“ En ertu þá berdreyminn og trúir þú á slíka hluti? „Ja, berdreyminn er ég ekki en ég get t.d. sagt um okkur Susanne að við erum það sem ég vil kalla sálufélagar. Það er t.d. mjög algengt að annað okk- ar segi það sem hitt var að hugsa og svo framvegis. Áður en við fórum að vera saman þá hafði ég séð hana þrisvar sinnum. Fyrst sá ég hana á ieiksviði og þar fannst mér sem ljósbjarmi léki um hana. Næst sá ég Susanne á kaffihúsi og þar horfðumst við djúpt í augu eitt augnablik og loks sá ég hana einu sinni á reiðhjóli þar sem ég sat í strætis- vagni. Draumaprinsessan yfirgefin! Þá þegar var hún orðin mín drauma- prinsessa en ég gerði ekkert í því að leita hana uppi - mér var ekki ætlað það. Síðan var það skömmu síðar, er ég hafði ákveðið að leita upp í Himalayja- fjöll í nokkra mánuði og þurfti að leig- ja húsin mín, að dag nokkum er ég kom heim úr hjólatúr með dvergljónið mitt, hundinn Sjúsku Marinovskij, í körfunni á bögglaberanum - að þar stóð hún í húsagarðinum og beið mín. Eg réð mér varla fyrir gleði og vissi að draumurinn hafði ræst.“

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.