Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 30.11.1995, Blaðsíða 11
FJARÐARPÓSTURINN 11 Sérverslun með gluggatjöld Síðastliðinn laugardag opnuðu tvær ungar hafnfirskar konur nýja verslun að Strandgötu 29, þar sem verslunin Embla hefur verið s.l. 31 ár. Það eru þær frænkur, Steinunn Guðmundsdóttir og Sigríður Bylgja Guðmundsdóttir, sem bjóða Hafnfirðingum úrval af glugga- tjöldum hvort sem það er fvrir stofuna, svefnherbergið, barnaher- bergið, eldhúsið eða aðra þá glug- ga sem fólk vantar gluggatjöld fyr- ir. Auk þess eru þær með ýmis konar gjafavörur. Þegar við litum inn hjá þeim einn morguninn, voru viðskiptavinir að koma og skoða efni, ein var að leita að efni með bílum fyrir bamaher- bergið, önnur var að spá í ný glugga- tjöld fyrir stofuna. Þegar við spurðum þær um livort þetta væri frumraun þeirra í verslun- arrekstri, sögðu þær svo vera, „ein- hvern tíma verður maður að byrja,“ sögðu þær brosandi. Þær sögðust vera ánægðar með að vera hér á Strandgötunni, í hjarta miðbæjarins, enda báðar Gaflarar. En hvað kom til að þær fóru út í þennan rekstur? Jú, þær sögðust hafa haft mikinn áhuga á að reka sérverslun með gluggatjöld og þeim fannst vanta svona verslun í Hafnarfirði. Þegar húsnæðið sem Embla var svo lengi í, losnaði, þá ákváðu þær að reyna að fá það og Steinunn Guðmundsdóttir og Sigríður Bylgja Guðmundsdóttir í hinni nýju vinalegu verslun sinni Glugghús Verðlaun afhent Gunnar Þórðarson afhentir hér Ingva M. Árnasyni kr. 10.000.- ávísun, en Ingvi vann samkeppn- ina sem Gunnar efndi til á meðal skólanema um nafn á staðinn. Ná- lægt 2000 tillögur bárust og átti Ingvi hugmvndina sem sigraði HAMBORGÁRA HÚSIÐ. Auk peninganna fékk Ingvi matarvinn- ing að upphæð kr. 5.000.- Með þeim á myndinni er Anna Magnúsdóttir starfsstúlka í Ham- borgarahúsinu. Gunnar Þórðarson keypti staðinn í lok september og ákvað þá að efna til samkeppni á meðal skólanema um nafn á staðinn og sagðist hann mjög ánægður, bæði með nafnið og ekki síður með þá verið frá því hann opnaði og staður- miklu þátttöku sem var í keppninni. inn hefði fengið góðar viðtökur hjá Þá sagði Gunnar að góð aðsókn hefði fólki á öllum aldri. Varúð í umferðinni Nú er að hefjast sá mánuður sem sól er lægst á lofti og hættur í umferðinni aukast. Desember er líka mánuður barnanna, mánuður þegar börnin eru full eftirvænt- inga og tilhlökkunar. Þau vilja því oft gleyma sér í öllu umstangi und- irbúnings jólanna. En gleymum við, fullorðna fólkið, okkur líka. Erum við líka svo upptekin að við gleymum að minna þau á endur- skinsmerkin. Fjarðarpósturinn hafði samband við Valgarð Valgarðsson, hjá lögregl- unni og spurðum hann hvað beri helst að varast gagnvart bömum í umferðinni. Valgarð sagði að á hverju hausti færu þeir í heimsókn í skólana, þar sem þeir brýndu fyrir börnunum notkun endurskinsmerkja og sýndu þeim hvað bílstjórar sæu fólk með enduskinsmerki betur. Hann sagði að foreldrar þyrftu að vera vakandi fyrir að bömin settu endurskinsmerki á allar yfirhafnir. Því miður vildi það oftgleymast. í samtalinu við Valgarð kom fram að talsverð brögð væm að því að hjólreiðafólk notaði ekki endurskins- merki og jafnvel ekki ljós. Sagði Val- garð að þörf væri á að minna alla á það öryggi sem felst í notkun góðra endurskinsmerkja. í samtalinu við Valgarð kom fram að undanfarin ár hefur lögreglan í Hafnarftrði boðið eldri borgurum í Hafnarfirði, Álftanesi og Garðabæ í ferð í desember. Slík ferð væri nú fyrirhuguð 20. desember. í þessum ferðum er margt sér til gamans gert, það er farið inn á einhvem góðum stað og drukkið kaffi og öryggismál em rædd. Valgarður sagði að það Nú þegar hátíð jólinanna nálgast og fólk er farið að huga að því að gleðja vini og ættingja, vill eldvam- areftirlitið benda fólki á að fara var- lega með allan opinn eld t.d. hafa oft orðið eldsvoðar út frá logandi kert- um, og einnig skal gæta vel að því að ofhlaða ekki raftengla og gæta vel að lausum rafsnúmm að þær séu ekki orðnar skaddaðar eða snjáðar. Þeir sem ætla að gefa eða nota sjálfir að- ventukransa skulu athuga vel að þan- nig sé frá gengið að kertin geti ekki bmnnið ofaní skrautið og valdið þan- nig íkveikju. Til að fyrirbyggja það væri mjög gaman að fara í þessa ferð með eldri borgurunum. Þeir væru bæði kátir og þakklátir og þama gætu þeir í lögreglunni rætt við þá um ör- yggismál og fengið þeirra sjónarmið á hættunum í umferðinni. Að lokum vildi Valgarður hvetja fólk til að muna eftir endurskins- merkjunum og vera tillitsöm í um- ferðinni. skal setja eldþolna hólka neðst á kert- in eða nota sérstök kerti sem hafa styttri kveik og brenna því ekki alveg niður, einnig skal ganga úr skugga um að kertin séu vel stöðug á krans- inum. Forðast skal að staðsetja log- andi kerti of nálægt gluggagardínum, vindsúgur gæti orðið til að valda íkveikju. Munið að slökkvitæki og reykskynjari er nauðsyn á hverju heimili og er nú tími til að athuga hvort þeir hlutir séu í lagi. Gleðileg jól f.h. eldvarnareftirlitsins Pétur Kristbergsson Farið varlega með eldfimt jólaskraut það tókst og nú eru þær komnar á með sem best úrval af gluggatjalda- fulla ferð og líta björtum augum á efnum og eru þegar farnar að flytja framtíðina. inn frá Englandi, hluta af því úrvali Þær sögðust stefna að því að vera sem þær bjóða upp á. Fríkirkian Sunnudagur 3. des. Fyrsti sunnudagur í aðventu 3. desember Barnasamkoma kl. 11:000 Guöþjónusta kl. 14:00 Fermingarbörn aðstoða og leika á hljóðfæri Jólafundur kvenfélagsins verður í Skútunni kl. 20:30 Séra Einar Eyjólfsson Hafnarf jaröarkirkja Fyrsti sunnudagur í aðventu 3. desember Sunnudagsskóli kl. 11:00, munið skólabílinn Messa kl. 14:00. Altarisganga Organisti Ólafur W Finnsson Börn úr æskulýðsfélaginu syngja ásamt kirkjukór Kirkjukaffi í Strandbergi eftir messu Báðir prestarnir þjóna Sr. Gunnþór Ingason og sr. Þóhildur Ólafs v(ðistaðakirkia Fyrsti sunnudagur í aðventu 3. desember Barnaguðþjónusta kl. 11 Hátíðarguðþjónusta kl. 14 Aðventukvöld kl. 20:30 Ræðumaður kvöldsins er Rannveig Guðmundsdóttir, alþingismaður Elín ósk óskarsdóttir, syngur ásamt kór Víðistaðasóknar og Barnakór Víðistaðasóknar. Stjórnendur Ulrik Ólason og Guðrún Ásbjörnsdót- tir. Einleikari á trompet; Einar Jónsson. Lúsía kemur í heimsókn með þernum sínum. Aðventukaffi systrafélagsins að lokinni guðþjónustu og aðventukvöldi. Séra Sigurður Helgi Guðmundsson

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.