Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 07.12.1995, Blaðsíða 6
6 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 I945,auglýsingar 565 1745, símbréf565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Björn Pétursson, innheimta og dreifing: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða Oft veltir Iftil þúfa þungu hlassi Á bæjarstjómarfundi urðu nokkuð skondnar umræður, sem þó hafa nokkuð alvaralegan bakgrunn ef vel er gáð. Umræð- an hófst á fyrirspum Lúðvíks Geirssonar til bæjarstjóra um hver hefði sent fréttatilkynningu til Morgunblaðsins um að Sverrir Olafsson hefði verið ráðinn, af Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar, sem forstöðumaður Straums og umsjónar- maður með Listigarðinum á Víðastaðatúni og sem í leiðrétt- ingu í Morgunblaðinu daginn eftir var sagt að fréttatilkynn- ingin væri ekki frá Menningarmálanefndinni komin. í svari bæjarstjóra kom fram að það væri rétt að fréttatilkynningin hefði verið send með bréfhaus Hafnarfjarðarbæjar, en óund- irrituð. Bæjarstjóri sagðist vera að kanna þetta mál, hann væri nú þegar búinn að útiloka nokkuð marga, en þetta væri í skoðun. í framhaldi af þessu spunnust fjörugar og langar umræður m.a. um ábyrgð fjölmiðla og alla þá möguleika sem nútíma tækni byði upp á. Vildu sumir halda fram að fjölmiðlar ættu ekki að birta fréttatilkynningar nema rannsaka fyrst hvort þær væru ör- ugglega frá réttum aðila. Við sem vinnum á fjölmiðlum fáum daglega og stundum oft á dag fréttatilkynningar um hin ýmsu málefni og oftar en ekki stendur aðeins undir þessu fréttatilkynningum „nefnd- in“ eða „stjórnin." Oftast eru þetta nú sakleysilegar tilkynn- ingar um basar, hlutaveltu, kaffisölu eða annað álíka. Þær koma gjarnan handskrifaðar á venjulegt skrifblað. En eins koma tilkynningar um ýmis önnur málefni og þá frá „ábyrg- um“ félögum, fyrirtækjum eða stofnunum og þá á símbréfi með bréfhaus. Undir stendur oftar en ekki aðeins „Fréttatil- kynning.“ Vandinn við þessar tilkynningar er aðallega, að greina dulbúnar auglýsingar sem menn vilja gjarnan reyna að koma í blöðin undir þessum formerkjum til að sleppa við eða rninnka auglýsingakostnaðinn, frá fréttatilkynningum sem eru til upplýsinga og þjónustu við lesendur blaðsins. Tiltölulega fáar fréttatilkynningar koma undirskrifaðar með nafni. Þessi umræða í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, þó kátlega væri á köflum, bendir vissulega á þann möguleika að illa þenkjandi fólk geti komið af stað leiðindum og jafnvel vandræðum með falskri fréttatilkynningu. Stjórnarmaður í félagi, sem félli við stjórnarkjör, gæti sent inn á bréfhaus félagsins til- kynningu urn áríðandi fund, basar eða aðra uppákomu og sett „Stjórnin'1 undir. Sá senr þetta ritar hefur aldrei látið sér detta í hug að frétta- tilkynning væri fölsuð. Tími til kornin að huga að því og hvemig eiga að bregðast við. I því mikla tækniþjóðfélagi sem við lifunr í bjóðum við heim miklum möguleikum á alls konar fölsunum. Tæknin fer oft á meiri hraða en við virðust ráða við. Vonandi förum við samt ekki fram úr okkur á einhverju sviði. í þessari frjóu umræðu sem urðu um þetta mál kom ráðning Sverris Ólafssonar að sjálfsögðu talsvert inn í umræðuna og vissulega er það dálítið skondið, þó ekki sé meira sagt, að bæjarstjórn rekur mann og nefnd á vegum bæjarins ræður hann aftur og þarf ekki samþykki bæjarstjórnar til. Óli Jón Ólason Meirihluta- samstarfið var eins og stjórn- laust skip Rætt við Johann Pað hefur ekki farið fram hjá mörgum Hafnfirðingnum að Jó- hann Gunnar Bergþórsson er að gefa út bók, nú fyrir jólin. Maður finnur óttablandna spennu í sumum og tilhlökkun í öðrum. Hvað segir hann? Hvað kemur fram í bókinni um pólitíska andstæðinga? Spennan liggur í loftinu, það leynir sér ekki. Jóhann hefur lengi verið á hvers manns vörum, ekki bara hér í Hafn- arfirði heldur líka vítt og breitt um landið. Hann er maður sem litið hef- ur verið upp til fyrir dugnað og það hefur líka verið reynt að sparka í hann þegar hann um stundarsakir varð undir í lífinu. En hver er hann þessi umtalaði maður? Jóhann Gunnar fæddist hér í Hafn- arfirði, í heimahúsi. Hann gekk í bamaskóla Hafnarfjarðar, nú Lækja- skóla, þaðan lá leiðin í Flensborg, þar sem hann tók landspróf og fór síðan í MR. Að loknu stúdentsprófi, settist hann í Háskóla Islands og eftir að hafa lokið fyrri hluta verkfræði sigldi hann til Kaupmannahafnar og lauk prófi í byggingaverkfræði og sem sérgrein tók hann bæjar- og umferðarverkfræði. Að námi loknu vann hann í tæpt ár í Kaupmannahöfn en kom síðan heim og hóf störf hjá bæjarverkfræðingi Hafnarfjarðar. Hann vann við skipulag og eftirlit með framkvæmdum, vann við aðalskipulag, uppbyggingu gatna- kerfísins, hitaveitu og vatnsveitu, svo nokkuð sé nefnt. I apríl 1973 setur Jó- hann á stofn sína eigin verkfræðiskrif- stofu og í framhaldi af því fer hann út í verktakarekstur, þar sem hann m.a. vann við Hrauneyjarfossvirkjun, Sult- artangavirkjun, veginn yfir Hraun- holtshæðina, fyrir Olafsvíkurenni og þannig má lengi upp telja. Fyrirtæki Jóhanns, Hagvirki og síðar Hagvirki- Klettur var stærsta verktakafyrirtæki á landinu um árabil sem var með 540 manns í vinnu samtímis og eitt árið með yfir 900 manns á launaskrá. Það virðist oft gleymast þegar illa er kom- ið fyrir fyrirtækjum að meta það hvað mikla vinnu og þær skatttekjur fyrir- tækið hefur komið með inn í bæjarfé- lög eins og Hafnarfjörð og til ríkisins. Mörg af þessum verkefnum var skilað fyrr en gert var ráð fyrir í verksamn- ingum. Jóhann er giftur Ambjörgu G. Björgvinsdóttir, ættaðri frá Norðfirði, en ólst upp í Hafnarfirði í sömu götu og Jóhann. Þau eiga 4 böm á aldrinum 19-29 ára. Pólitík En hvenær fór Jóhann út í pólitík? „Eg var nú ekki í pólitík framan af og mín fyrstu störf fyrir Sjálfstæðisflokk- G. Bergþórsson inn var að ég tók, þá óflokksbundinn, að mér að fara fyrir flokksins hönd í iðnþróunamefnd Straumsvíkursvæðis- ins, en þá var verið að huga að bygg- ingu járnblendiverksmiðju á Islandi og sem mikill áhugi var á að fá á Straums- víkursvæðið, en sem fór nú vegna byggðasjónarmiða upp á Grundar- tanga,“ segir Jóhann, ég kem svo á lista flokksins í bæjarstómarkosning- unum 1974 og er þá í 8 sæti, 1978 er ég í 6 sæti, 1982 í 20 sæti, enda var ég þá formaður fulltrúaráðsins. I kosning- unum 1986 er mér síðan boðið 4 sætið af uppstillingamefnd flokksins, sem ég þáði. 1990 er svo prófkjör og þá börð- umst við Ellert Borgar um fyrsta sætið, og vann ég þann slag glæsilega.“ Jó- hann verður þögull um stund en heldur síðan áfram, „fyrir síðust kosningar var ég reyndar að hugsa um að hætta, en þegar Mathiesenamir byrjuðu svo áróður og herferð gegn mér strax í ágúst 1993, og tilkynntu að Þorgils Ottar ætlaði sér fyrsta sætið þá ákvað ég að fara áfram í slaginn og berjast fyrir fyrsta sætinu áfram. Þann slag sigraði svo Magnús Gunnarsson, eins og kunnugt er með 34 atkvæða mun, en Þorgils Ottar lenti í 5 sæti.“ Kom snemma upp ágreiningur hjá þér við Mathýesenættina? „Já, það má segja það. Eg hef aldrei verið fyrir það að láta hringja í mig af einhverjum ráða- manni og_ láta hann segja mér fyrir verkum. Eg hef viljað láta málefnin ráða og myndað mér skoðanir byggðar á mati á málum. En því miður virðist það ekki vera stefna þeirra. Þeir hafa hins vegar verið duglegir við að reyna gera mig tortryggilegan og notað til Íess alls konar ráð.“ yrrverandi meirihluti Þú varst aldrei ánægður með fyrr- verandi meirihluta? „Nei, ég var það ekki, en eftir að hann var myndaður þá var ég heilshugar í starfí, segir Jóhann og heldur síðan áfram, „ég vildi ráða ópólitískan bæjarstjóra, taldi það rétt í stöðunni. Eg vildi líka og fékk það samþykkt, ræða við kratana, en það var aldrei farið í þær viðræður af heil- um hug hjá Magnúsi Gunnarssyni. Það sem varð svo til að upp úr slitnaði var að menn voru allt of uppteknir við að leita að skít úr fortíðinni, þeir máttu ekki vera að því að vinna alvarlega að fjárhagsáætlun, hvað þá heldur 3ja ára áætlun. Þeir eyddu 5 milljónum í mat afskrifta og í rannsókn viðskiptum við fyrirtæki sem var farið á hausinn og það er dálítið furðulegt að 4. ágúst 1994 var Löggiltum endurskoðendum falið að rannsaka viðskipti bæjarins við 5 fyrirtæki, en þrátt fyrir fyrir- bæjarfulltrúa spumir hefur ekki fengist svör við því hvenær hætt var við rannsókn á hinum fjórum og þá hvers vegna. Nei, við vissum af vandamálunum og það þurfti að taka á þeim, en ekki vera að velta sér upp úr því hvers vegna þau voru þarna. Eg líki þessu stundum saman við það að ef farið væri með at- vinnubíl á verkstæði og það kæmi í ljós að bremsur og fleira væri bilað, að _þá væri ekki gert við fyrr en búið væri að finna út af hverju bilunin hefði orð; ið og hverjum var um að kenna. Á meðan væri svo bílinn keyrður áfram með bilaðar bremsur eða látinn standa á meðan rannsóknin fer fram. Eins vildi ég að staðið væri við mál- efnasamninginn, en það var langt í frá að það væri gert. Þetta var eins og stjórnlaust skip og það varð að forða því frá því strandi sem blasti við. Þess vegna fórum við Ellert Borgar úr sam- starfinu.“ Jóhann þegir nokkra stund en segir síðan, „Þeir, Magnúsamir og reyndar fleiri, hafa verið duglegir að mata fjölmiðlana af skít um okkur Ell- ert Borgar og fjölmiðlamir gleypt við, án þess að leita til okkar um svör. Við höfum látið þessu ósvarað, en bæði við og okkar nánusta stuðningsfólk finn- um að fólkinu í bænum er farið að of- bjóða.“ Bókin „Eg ætlaði nú bara að skrifa sögu Hagvirkis og Hagvirkis-Kletts," segir Jóhann, þegar ég spyr hann um að- dragandann að bókinni sem hann er að fara að gefa út. „Þetta átti að vera saga um þær framkvæmdir sem þessi fyrir- tæki unnu, um starfsfólkið, um þá bar- áttu sem þau áttu við stjórnvöld og þau miklu umsvif sem voru á vegum þeir- ra á þeim árum sem þau störfuðu. En eftir að ég byrjaði hefur margt gerst í pólitíkinni, svo að skrásetjari sögunnar krafðist þess að bæta í hana köflum urn lífshlaup mitt og þær pólitísku vær- ingjar sem hafa verið í kringum mig. Við erum nú þessa dagana að ganga frá henni í prentun og hún kemur út næstu daga.“ Eru þama uppgjör við ákveðna menn og ættir? „Það er viss uppgjör í bókinni. Eg segi frá þessu eins og það snýr að mér og dreg ekkert undan. Þú sérð þetta allt í bókinni,“ segir Jóhann brosandi að lokum. Hann á að vera mættur á fund viðskiptanefndar Al- þingis vegna samninga um stækkun ál- versins eftir nokkrar mínútur og því ekki til setunnar boðið. Það verða ör- ugglega margir forvitnir að lesa bók Jóhanns Gunnars Bergþórssonar. Sennilega verður ekki logn um hana frekar en um höfundinn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.