Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Blaðsíða 4
4 Fjarðarpósturínn JILVALDAR FERMIN6AR6JAFIR" Reiðhjól, skíðavörur, tjöld, svefnpokar, bakpokar o.fl. o.fl. Reiðhjólaverslun sími 565 2292 Frá opnun sýningar Sæm- undar Vaidimarssonar i aðal- sal Hafnarborgar sl. laugar- dag. Margmenni var við opnunina og öll verk hans seldust upp á fyrsta klukkutimanum. Auglýsingasími Fjarðarpóstsins er 565 1745 Fax 565 1796 Bakpokar frá kr. 2.690.- Svefnpokar frá kr. 5.790.- 'Útivi<stíirfaíiiaóur í mikln úrimli 'FIía pey&ur í múrgum litmn EINARSBÚÐ Strandgötu 49, sími 555 4106 /'eriningargjöfin fyrir stelpur og stráka Nýi ihnurinn frá Calvin Klein l-R kynning 24 og 25 mars kl. 13-18 á vorlitunum Komið og fáið prufur af softwear, nvja farðanum. 15% kynningarafslátlur ANDORRA Strandgata 32 Sími 555 2915 „Ég held að stúlkurnar mínar kunni bara vel irið sig hérnau -rætt við Sæmund Valdimarsson, myndhöggvara Þegar gengið er upp í aöalsal Hal'narborgar þessa dagana birtist nianni sérstök sjón: konur úr rekaviði. Ekki sjó- reknar konur vel að nierkja, hcldur sjálfstæðar konur í sér- stökuni heinti sent Sæmundur Valdimarsson hefur skapað í hug sínuni og höndunt. Konur sem ntaður rekst trauðla á annars staðar. Myndlistarmaðurinn var sjálf- ur í yfirsetu þegar okkur bar að garði og er hóg- værðin uppmáluð. Við segjum við Sæmund: Það telst til tíðinda, að öll verk- in þín seldust upp á einni klukkustund. Voru þetta móttökur sem þú áttir von á? „Að vissu leyti. Þetta hefur nú verið að smá aukast, þær hafa þó aldrei verið svona, það má svara því þannig. Ég átti ekki von á þeim svona góðumen átti þó von á góðum við- tökum.“ Þetta hlýtur aö vera ánægjulegt fyrir þig og hvatning á vissan hátt, ekki satt? „Jú, það væri nú van- þakklæti að segja annað.“ Nú er þetta í annað sinn, sem þú sýnir í húsakynnum Hafnarborgar. Fellur þér vel að sýna í þessu húsi? „Já, þetta hús hefur mjög góð- an anda. Og þessi salur sérstak- lega ber af öðrum sölum sem ég hef sýnt í.“ Þér finnst þá fara vel unt stúlkurnar þínar og konur hér í salnum...? „Já, það er gott samband við þær og ég held þær kunni bara vel við sig hérna.“ Þú nefnir þessa sýningu Trú, von og kærleika. Er einhver sérstök skýring á því? „Það eru þrjú verk sem hafa þessi nöfn og að vissu leyti hefur það þýðingu. Það eru t. d. ýmsar sem eru með tvö andlit og merk- ir þá vináttu eða kærleik. Sú sem heitir kærleikur hefur t. d. tvö andlit hvorum megin.“ Hvaðan færðu rekaviðinn í verkin þín? „Aðallega er það norðan af Ströndum og af Snæfellsnesi. Ég fæ þetta með jeppum en þó aðal- lega vörubílum sem eiga lcið um en það þarf að velja hann. “ Er kúnst að velja góðan við? „Efnið er ekki aðalatriðið og þar af leiðandi ekki líkaminn heidur sálin." Hvenær sýndir þú fyrst? „Ég tók fyrst þátt í samsýn- ingu í Gallerí Súm á Vatnsstígn- urn árið 1974. Síðan liðu 10 ár þar til ég var mcð einkasýningu. Ég var í mörg ár að leita að ein- hverju sem mér fannst frambæri- legt til að að fást við. Þetta byrj- aði með venjulegri náttúruskoð- un og með því að taka mislita steina úr fjöllunum og raða þeim upp í andlit eða grímur og eins ýmislegt sem rak úr sjónum. En það var ekki fyrr en mörgum árum seinna sem ég fann stytt- urnar eða byrjaði á þeim.“ Myndlistaráhuginn og þessi ásetningur að skapa eitthvaö hefur þá verið lengi til staðar? „Já, þó var það nokkuð seint sem ég byrjaði á þessu. Ég hef verið orðinn fimmtugur eða rúm- lega það.“ Þú ert aldeilis koniinn á skrið núna. /Etlarðu að halda áfram af santa krafti á næstu árum? „Maður telur sér nú trú um það eftir hverja sýningu að nú ætli maður að slappa af en það verður nú kannski alltaf minna um þaö en maður ætl- aði. Ég held maður hafi bara gott af því að fást við þetta.“ Vinnurðu við myndlist á hverjum degi eða tekuröu’ skorpur? „Ég vinn alla daga, og líka um helgar.“ Ertu eitthvað far- inn að huglciöa næstu sýningu? Nei, ég segi nú öll- unr að þetta verði síö- asta stóra sýningin mín. En það rnerkir það ekki að maður vinni ekki neitt, en það tekur einhver ár. Það eru tvö ár sem er búið að vinna að þessari sýningu, svo þetta er ekki alveg hrist frarn úr erminni." Nú eru flest verkin hérna konur í einhvers konar mynd- um. Er konan þér áicitin? „Já það er eiginlega þetta tvennt: Það er í fyrsta lagi skemmtilegra að fást við konu- líkama en karls. í öðru lagi eru þær þakklátar fyrir að það sé átt við þær,“ segir þessi hægláti myndhöggvari að lokum. Sæmundur Valdimarsson i góðum félags- skap nokkurra kvenna i Hafnarborg.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.