Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Síða 8

Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Síða 8
8 Fjarðaipóstitrinn Upplestrarkeppni 7. bekkjar nemenda Athyglisverð nýjung -stefnt aö landskeppni Fyrir skömmu var haldin í fyrsta sinn upplestrarkcppni nieöal 7. bekkjar nemenda í grunnskólum Hafnarfjarðar ug á Alftanesi. Úrslitakeppnin fór fram í Hafnarborg að und- angcnginni forkeppni og urðu úrslit þau að Tryggvi Steinn Helgason úr Lækjarskóla varð í fyrsta sæti, Sigríður Asa Júlí- usdóttir úr Alftanesskóla í öðru og Margrét Arnardóttir, Engidalsskóla í því þriðja. Keppnin var í þremur hlutum og tóku alls fimmtán nemendur þátt í úrslitunum; þrír frá hverj- um skóla, Engidalsskóla, Hval- eyrarskóla, Lækjarskóla, Öldu- túnsskóla og Álftanesskóla. Fyrri hluti keppninnar var skyldulesn- ing, en þá lásu þátttakendur hver sinn kafla upp úr sögunum Hun- angsflugunni og Legg og skel eftir góðskáldið Jónas Hall- grímsson, í öðrurn hluta fluttu keppendur Ijóð en þeir gátu valið milli þriggja ljóða eftir Jónas; Réttarvatn, Um hana systur mína og Eg bið að heilsa. Að lokum lásu þátttakendur ljóð að eigin vali og dómnefnd tók því næst til starfa. I upphafi athafnar lék Rögn- valdur Þórsson, nemandi í 7. bekk Öldutúnsskóla, vals og rómönsu á fiðlu, en Baldur Sig- urðsson, dósent, setti hátíðina og Rúnar Brynjólfsson, varafonnað- ur skólanefndar, flutti ávarp. Hæstiréttur FILMUR & FRAMKtf LLUN T? 565 4120 Fjarðargötu 13-15 HAFNFIRSKT já takk! HAFNFIRSKT „JÁTAKK“ DAGSKRÁ 14-23. MARS 20. mars Aöalfundur Skógræktarfélags Hafnarfjaröar 22. mars Leikfélag Hafnarfjaröar er með leiksýningu og barnaskemmtun 23. mars Guðsþjónustur í kirkjum Hafnarfjaröar Hafnarfjaröarbær sýknaöur jSfS* OlSÁlA' Uppgerð notuð reiðhpól í úrvali. Fyrstur kemur - fyrstur fær Re iðh jó I ave rs I un Bæjarhrauni 22 sími 565 2292 hreinsi- og dælustöðvar fyrir Hafnarfjarðarbæ samkvæmt verksamningi þar um, fæli í sér einfalda bæjarábyrgð og hvort að handhafi bréfsins síðar meir, VSI, sem hafði keypt það af Handsali, ætti kröfu á hendur Hafnarfjarðarbæ um greiðslu eft- irstöðva þess. Hæstiréttur komst að þeirra niðurstöðu að svo væri ekki. Segir í dómsniðurstöðu Hæstaréttar, að auðsætt hafi ver- ið að yfirlýsingin hafi aldrei get- að falið í sér sjálfskuldarábyrgð áfrýjanda (þ. e. Hafnarijarðar- bæjar) „enda tengdist hún ekki skuldbindingu stofnunar á veg- um sveitarfélagsins. Ekkert er- indi var lagt fyrir bæjarstjórn, svo að hún gæti tekið afstöu til þess hvort hún vildi veita ein- falda ábyrgð á greiðslu skulda- bréfsins frá 17. desember 1993 gegn fullgildum tryggingum, og bæjarstjóri ritaði ekki undir yfir- lýsinguna. Máttu Handsal hf. og stefndi ekki gera ráð fyrir því, að yfirlýsingin gæti við svo búið falið í sér annað og meira en ávísun á greiðslur samkvæmt umræddum verksamningi. Af orðum yfirlýsingarinnar sjálfrar verður heldur ekki ráðið, að henni hafi verið ætlað annað hlutverk en að tryggja, að unnt yrði að ná greiðslu á skuldabréf- inu með því að halda eftir af þeim verklaunum, sem verktaki ynni til samkvæmt verksamn- ingnum." I dómsorðum Hæstaréttar er vakin athygli á því að framlagn- ing skjala í héraði hafi orðið um- fangsmeiri en efni stóöu til og yfirheyrslur vitna fyrir héraðs- dómi hafi farið úr böndum. Af hálfu Hafnarljarðarbæjar fluttu málið Ingimundur Einarsson, hrl. og Guðmundur Benediktsson hdl, en af hálfu VSÍ Jakob R. Möller og Valgeir Pálsson. Hafnarfjarðarbær var ný- lega sýknaður í Hæstarétti af kröfu Vinnuveitendasainbands íslands um greiðslu ríflega sex og hálfrar niilljónar kr. ásamt vöxtum. Jafnframt var stefnda, í þessu tilviki VSI, gert að grciöa samtals 350 þúsund kr. í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Hæstiréttur hnekkti þar nicö dónti Héraðs- dóms, en Hafnarfjarðarbær áfrýjaði dómnum til Hæsta- réttar. Málinu var ekki gagná- frýjað og féll stefndi frá kröf- um á licndur fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar. Mál þetta snérist um það, hvort yfirlýsing sem fjármála- stjórar Hafnarfjarðarbæjar og Hagvirkis-Kletts undirrituðu í tengslum við skuldabréf, sem Hyrningarstcinn, félag starfs- manna Hagvirkis-Kletts hafði gefið út í desember 1993 að nafnvirði 8 m. kr. vegna fyrir- hugaðra framkvæmda við Gildir til 30. apríl

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.