Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Side 15

Fjarðarpósturinn - 20.03.1997, Side 15
Fjarðarpósturinn 15 Frjálsíþróttir - Kaplakriki Sexföld upphituð tartanhlaupabraut -miklar endurbætur á frjálsíþróttaaðstöðunni á döfinni GÖNGUSKÍÐAKENNSLA FYRIR ALLA HAFNFIRÐINGA! Boðið verður upp á gönguskíðakennslu á Víðistaðatúni ef veður leyfir, sunnudaginn 23. mars. Kennsla hefst kl. 11:00 og svo aftur kl. 13:00 Frjálsiþróttafólk FH sér nú fram á gerbreytta aðstöðu i Kaplakrika. Verulegar endurbætur verða gerðar á aðstöðu frjálsíþrótta- manna í Kaplakrika í sumar. Lögð hafa verið fram í bæjar- ráði útboðs- og verklýsingar vegna þessara framkvæmda sem miðast við að gerðar verði hlaupabrautir og grasvöllur á svæðinu þar sem malarvöllurinn hefur lengst af verið í Kaplakrika. Malarvelli verður hins vegar komið upp ofar á æf- ingasvæðinu samkvæmt þessum hugmyndum. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist nú í vor og að lokið verði við þær í ágúst. Framkvæmdir verða boðnar út á vegum FH og greiðast á þessu og næsta ári. Þær eru að stærstum hluta fjármagnaðar af Hafnar- fjarðarbæ eins og önnur íþrótta- mannvirki i bænum. Sigurður Haraldsson, formað- ur frjálsíþróttadeildar, segir, að þetta séu kærkomnar endurbæt- ur, sem frjálsíþróttamenn í félag- inu hafi lengi beðið eftir. „Það verður komið upp sex upphituð- um hlaupabrautum, sem munu nýtast frjálsíþróttamönnum okk- ar jafnt sem almennum skokkur- um í bænum allan ársins hring. Gras verður lagt á malarvöllinn sem nú er og auk þess verður að- staða fyrir stökkgreinarnar einnig með tartani. Eftir þessar framkvæmdir verður aðstaðan hjá okkur eins og hún gerist best hér á landi og við verðum komin með góðan og fullkominn keppnisvöll í frjálsum íþróttum," sagði Sigurður. Frjálsíþróttamenn FH hafa verið í allra fremstu röð hér á landi á síðustu árum; margfaldir bikar- og íslandsmeistarar, og vonandi verða fyrirhugaðar end- urbætur hvatning til enn frekari dáða. Nokkrir framámenn frjálsíþróttadeildar FH ásamt Bergþóri Jónssyni, fyrrv. formanni félagsins. Nýlega opnaði Kolbrún B. Jónsdóttir nagtasnyrtistof- una K. B. Johns Beauty i Fjarðartorgi, Reykjavíkurvegi 50. Kolbrún lærði nagla- snyrtingu í Bandarikjunum og hefur starfað við greinina undanfarin fjögur ár en hún er auk þess íslandsmeistari i skrautnögium. Hjá Kolbrúnu er hægt að fá ásetningar á nöglum, styrkingar, nagla- skart, naglaskartgripi og fl., auk þess sem Kolbrún held- ur námskeið í þessari grein. Leiðbeinendur eru frá SKÍ, Skíðasambandi íslands. Skíði, skór og stafir lánaðir ef óskað er. Frítt fyrir alla. Komið og lærið á gönguskíði. íþróttaráð Hafnarfjarðar SMÁAUGLÝSINGAR Til sölu Baðborð ofan á baðker og tveir Britax barnabílstólar, 10 kg og 18 kg. Lítill Silver Cross barnavagn. Uppl. í síma 555 2139. Atvinnurekendur Hafnarfirði Vantar 50-70% vinnu. Er vön skrifstofustörfum, bókhaldi og reikningsgerð. Uppl. í síma 565 4812. Fermingargjafir í úrvali fyrir drengi og stúlkur Strandgötu 37, sími 565 0590

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.