Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.2000, Qupperneq 4

Fjarðarpósturinn - 31.08.2000, Qupperneq 4
4 Fjarðarpósturinn Fimmtudaj;ur 31.8. 2000 Marion flytur um set Gróa Guðbjartsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir eigendur verslunarinnar Marion Tískuverslunin Marion hefur fært sig um set - var áður á Reykjavíkurvegi 64 en fyrir um hálfum mánuði opnuðu eigend- urnir Gróa Guðbjartsdóttir og Sigríður Magnúsdóttir stærri og glæsilegri verslun á Strandgötu 11 - í hjarta bæjarins. Um leið var vöruúrvalið aukið í öllum verðflokkum en verðflokkunum hefur Qölgað til muna og ætti því að henta fleirum. Heildrænn svipur tekur á móti manni þegar inn er komið í nýja húsnæðið á Strandgötunni. Jarð- liturinn er allsráðandi enda að- allitir hausts og vetrar. Sú þarfa þjónusta verður áfram veitt að breyta og laga fatnað eftir þörf- um hvers og eins, viðskiptavin- um að kostnaðarlausu. Væntanlegar eru dragtir á næstu dögum og margt fleira sem ætti að gleðja ungar konur á öllum aldri í Hafnarfirði. Endurvinnslustöð Miðhrauni 20 Opin virka daga vetur: 08:00- 19:30 sumar: 08:00- 21:00 laugardaga og sunnudaga 10:00 - 18:30 Sími: 565 0820 Munið eftir debetkortinu þegar þið komið með skilagjaldsskyldar umbúðir Enn um Hörðuvelli Ágœtu Hafnfirðingar Ahugahóp um verndun Hörðuvalla barst þetta kvæði í lautarferðinni 20. ágúst sl. Og færum við höíúndi þakkir fyrir. Kvæðið er sungið við lagið “Hvað er svo glatt”. Undirskriftarsöfnun gengur vel og eru viðtökur mjög góðar. Urn helgina verðum við við stórmarkaði hér í bæ og einnig verður haldið áfram við að ganga í hús. Fyrirhugað er af hópnum að fleyta kerti á læknum fimmtudaginn 7. september nk kl. 20.30. Vonumst við til að sjá sem flesta bæjarbúa á Hörðuvöllum það kvöld. Alltaf er þörf fyrir fleiri hendur þannig að ef einhverjir hafa tíma aflögu og vilja leggja málefninu lið eru þeir hvattir til að hafa samband við einhvem af undirrituðum: Aldísi Ingvarsdóttur, s. 565 1887 Guðfinnu Guðmundsdóttur, s. 565 0309 Jóhann Guðmundsson, s. 555 2353 Sigrid Foss, s. 565 1531. Verjum Hörðuvelli Hvað er svo bágt sem blindra manna vilji er boðar Hörðuvöllum þungan dóm? Og það er von að alþjóð ekki skilji óráðsverk, svo deyja grös og blóm. Nú skal steypa yfir unaðsstaðinn sem yndi veitir jafnt í regni og sól, gefúr hvíld og ró, af hlýleik hlaðinn og hefúr fúglum búið öruggt skjól. Nú tapast margt í tímans þunga straumi og tálsýn dagsins villir góða menn. Og fyrirhyggjan hvar í dægurdraumi um dýrðarhallir, sem skal reisa enn. Og þegar valdamikilir bumbur berja og boða axaskafta fyrirheit, þá er von að fólkið vilji verja og vernda svona hlýjan gróðurreit. Nú taka saman fólksins hlýju hendur um hugsjón þá að veija þennan svörð. Og boðskapur af heitum hug er sendur: um Hörðuvelli skulum standa vörð! Staðföst munum berjast allt til enda og aldrei málstað þessum kasta á glæ. Óforsjálum mönnum brátt skal benda á betri leið, til heilla vorum bæ. Ásjón Hafnarfirði Fjarðargata 17 Sími 520-2600 Fax 520-2601 Netfang as@as.is Heimasíða http://www.as.is

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.