Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 1
Agæt bátttaka í opnu prófkjöri
Sjálfstæðismanna
20% þátttakenda settu bæjarstjórann ekki á lista - 36% settu hann ekki
í fyrsta sætið. Haraldur Þór Ólason sigraði í baráttunni um þriðja sæt[ð.
Magnús Gunnarsson og Val-
gerður Sigurðardóttir voru örugg
í tveimur efstu sætunum í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
sem fór fram sl. laugardag.
1.869 manns tók þátt í próf-
kjörinu en Sjálfstæðisflokkurinn
fékk 3.508 atkvæði í síðustu
kosningum. Það vekur athygli að
aðeins 64% þátttakenda velja
Magnús Gunnarsson í 1. sætið
og hann kemst ekki á blað hjá
20% þátttakenda en hann hlaut
samtals 1.496 atkvæði. Valgerð-
ur hlaut hins vegar 1.572 at-
kvæði og 61% atkvæða í 1.-2.
sæti en 16% þátttakenda settu
hana ekki á lista en velja þurfti
minnst 6 og mest 9 manns.
Kosning þeirra tveggja var bind-
andi þar sem þau hlutu meira en
50% atkvæða í sín sæti.
Haraldur Þór Ólason var rúm-
um 3% eða 61 atkvæði frá því að
hljóta bindandi kosningu en
hann hlýtur að teljast sigurvegari
prófkjörsins þar sem hann fer
upp fyrir 5 sitjandi bæjarfulltrúa
og varabæjarfulltrúa flokksins.
Hann hlaut aðeins 146 atkvæð-
um færri í heild en Magnús
Gunnarsson. Eitt af áherslu-
málum Haraldar hefur verið að
bæjarsjóður taki ekki þátt í
áhætturekstri eins og fyrirhugað-
ur er á Norðurbakkanum og með
hliðsjón af því að Sigurður
Einarsson varabæjarfulltrúi og
formaður skipulagsnefndar
komst ekki í hóp 10 efstu manna,
má ætla að skipulagsmál haft
verið heit mál í prófkjörinu.
Gissur Guðmundsson og
Steinunn Guðnadóttir höfðu
sætaskipti og Ágúst Sindri
Karlsson fellur úr 7. í 9. sæti en
Helga R. Stefánsdóttir fer úr 10.
í 9. sæti. Nýir menn á listanum
eru auk Haraldar, Leifur S.
Garðarsson sem hafnaði í 6. sæti,
Almar Grímsson sem hafnaði í
7. sæti og Vilborg Gunnarsdóttir
sem hafnaði í 10. sæti. Niður-
stöður prófkjörsins eru aðeins
bindandi í 2 efstu sætin og
kemur því til kasta kjömefndar
að gera tillögu að endanlegri
röðun á listann. Hægt var að
kjósa rafrænt í fyrsta skipti og
nýttu 88% þátttakenda sér það.
www.gph.is
Segir af sér
í kjölfar
prðfkjörs
Formaður skipulagsnefndar
Sigurður Einarsson arkitekt
hlaut afhroð í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins um helgina.
Telja margir að hann hafi ver-
ið gerður að blóraböggli
vegna Norðurbakkans og
fleiri skipulagsmála þrátt fyrir
að hann hafi þó barist fyrir
lágreistri byggð t.d. á Norður-
bakkanum. Skv. heimildum
blaðins hafnaði Sigurður í 11.
sæti og segir hann í símtali við
Fjarðarpóstinn að þetta valdi
sér vonbrigðum og að hann
muni segja af sér í skipulags-
nefnd þar sem þetta hljóti að
teljast skýr skilaboð flokks-
systkina hans um breytta
stefnu í skipulagsmálum.
Áfellisdómur
Telja margir þetta einnig
áfellisdóm fyrir stefnu meiri-
hlutans í skipulagsmálum
enda virðast byggingameist-
arar í bænum hafa stutt vel við
bakið á Haraldi Þór Ólasyni
sem náði 3. sætinu sem nýr
maður inn á lista.
Vinstri grænir
og Framsókn úti
skv. Gallup könnun - Sjálfstæöisflokkurinn mælist með
mest fylgi en með svipað fylgi og Samfylkingin
Samfylkingin fékk Gallup til að gera könnun á fylgi flokkanna
og var könnunin gerð í síðustu viku. 800 manns voru spurðir, 120
neituðu að svara, 109 höfðu ekki gert upp hug sinn og 58 kváðust
skila auðu eða kjósa ekki. Af þeim 513 sem tóku afstöðu fékk
Sjálfstæðisflokkur 49,5%, Samfylkinging 41%, Framsókn 7,1%,
VG 5,7 og aðrir fengju 0,3%. Ef þetta væri niðurstaða í kosningum
fengi D-listi 6 menn og S-
listi 5 menn. Framsókn
þyrfti að vísu aðeins um 4
atkvæði til að ná manni af
D-lista.
Athyglisvert er hversu
margir eru óákveðnir, neita
að svara eða ætla ekki að
kjósa eða tæp 36%.
fyrir betri bæ
Samkaup Hafnarfirði
Heimasíöa Samkaupa er: www.samkaup.is
Opið allar helgar kl. 10-20
ItLlúimíiJt