Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 21. febrúar 2002 Fjarðarpósturinn 5 Dagur tónlistarskólanna á laugardag Næstkomandi laugardag verð- ur mikið um að vera í Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Reyndar verður þjófstartað á föstudags- kvöld, en þá mun bandarískur ungmennakór sem heitir The New Canaan High School Madrigal Ensemble verða með tónleika í Hásölum kl. 20. Kór- inn er hér í viku ferð og syngur hér í Hafnarfirði í boði Kórs Flensborgarskóla og Tónlistar- skóla Hafnarfjarðar. Töfratónar Kl. 14 á laugardag verða svo tónleikar f Hásölum þar sem Töfratónar, verk Ólafs B. Ólafssonar verður flutt af Bama- og unglingakór Hafnarfjarðar- kirkju, Eldri skólakór Bessa- staðahrepps og hljóðfæraleikur- um úr Kammersveit Tónlistar- skólans. Töfratónar verða svo endurteknir kl. 15. Kórstjóri verður Linda Margrét Sigfús- dóttir og hljómsveitarstjóri Óli- ver Kentish. Lúðrasveitir Skólalúðrasveit Tónmennta- skólans í Reykjavík og Lúðra- sveit Tónlistarskóla Hafnarfjarð- ar verða svo með tónleika í Hásölum kl. 17. Stjómendur verða Rúnar Óskarsson og Stefán Ómar Jakobsson. Söngtónleikar Klukkan 20 verða svo söng- tónleikar þar sem Eyjólfur Eyj- ólfsson, tenór mun flytja fyrri hluta burtfararprófs síns frá Tón- listarskóla Hafnarfjarðar ásam Ingunni Hildi Hauksdóttur, píanóleikara. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að kíkja við í Tónlistar- skólanum á föstudagskvöldið eða þá á laugardag, en þá verður skóhnn opinn frá kl. 13 til 18. Samfylkingln fengi 5 menn Skv. könnun á www.fjardar- posturinn.is tapaði Sjálfstæðis- flokkurinn og Framsóknarflokk- urinn meirihluta sínum ef kosið væri núna. Góð þátttaka var í könnuninni og þó hún sé ekki marktæk vegna eðli sinnar hlýtur hún að gefa vísbendingar um vilja bæjarbúa í dag. Ef kosið væri núna fengi Samfylkingin 5 bæjarfulltrúa, Sjálfstæðisflokkur 4 og Framsóknarflokkur og Vinstri grænir 1 fulltrúa hvor. Aðeins 5% segjast ekki kjósa eða skiluðu auðu og er töluvert lægra hlutfall en í fyrri könnun Fjarðarpóstsins sem sagði að 20% kjósenda væm ekki búnir að ákveða sig. Áætla má að þeir sem þegar hafa ákveðið sig hafi frekar tekið þátt í þessari könnun en hinir. Það vekur athygli að Vinstri grænir ná manni inn þó þeir hafi hvorki upplýst stefnu né menn á lista. Einnig vekur athygli að Framsókn heldur sínum manni þrátt fyrir þær hremmingar sem leiðtogi þeirra er í. Könnun Fjarðarpóstsins nr. 11 Ef kosið væri núna, hvaða flokk kysir þú? Kysi ekki eða skilaði auðu ■ 5% Framsóknarflokkinn ■■■ 74% -1 fulltr. Samfylkinguna 40% - 5 fulltr. Sjálfstæðisflokkinn ■■■■■■■31% - 4 fulltr. Vinstri græna ■■■12% -1 fulltr. Kíktu á nýja könnun á www.fjardarposturinn.is Könnunin er ekki marktæk og mest til gamans gerö. Heimilt er aö vitna i könnunina ef þess er getiö. Byggðasafnið fær skátamyndir 1 byijun febrúar bárast Byggðasafni Hafnarfjarðar, ljósmyndadeild, þrjátiu og níu ljósmyndir úr dánarbúi Leifs Antons Olafssonar. Myndimar tengjast allar á einn eða annan hátt skátastarfi Hraunbúa í Hafnarfirði svo og skátastarfi í Reykjavík. Myndimar era frá því um miðja síðustu öld og sýna skátastarf frá ýmsum hliðum. Það vora ættingjar Leifs sem gáfu safninu myndimar til varðveislu. Auk myndanna færðu þau safninu muni úr eigu hans. Þar á meðal forláta skátabúning og er þetta eini skátabúningurinn sem til er á safn- inu og því kærkominn fengur. Þekkið þið skátana? Stærðfræðíkeppni fyrir grunnskðlanema Stærðfræðikeppni Flensborgar- skólans fyrir grunnskólanema verður haldin í sjöunda sinn mið- vikudaginn 27. febrúarkl. 14:30 í Flensborgarskólanum. Keppnin er fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk grannskólanna. Nemendur í Hafnarfirði skrá sig til keppni hjá stærðfræðikennuram í sínum skóla en í keppninni era annars konar verkefni en nemendur era að fást við daglega í sínu námi. Tíu efstu í hverjum árgangi fá viðurkenningarskjöl frá skólan- um og þeir þrír efstu í hvetjum árgangi peningaverðlaun frá Sparisjóði Hafnarfjarðar, sem er aðal styrktaraðili keppninnar. Nokkrir framhaldsskólar era í samstarfi við Flensborgarskólann og fá þessa keppni til að halda hana fyrir nemendur á sínu svæði. Nemendur utan Hafnar- íjarðar geta einnig fengið heimild til að koma í Flensborgarskólann til að taka þátt. Nánari upplýsingar era veittar í gegnum netfangið ebs@flens- borg.is eða í síma 5650400. Gamlar keppnir má finna á netslóðinni: www.flensborg.is/- fagsidur/sta/staerdfr.htm VIDEO 1 ný + 1 gömul = ®®® - og nú fylgir: 1 röð í Víkingalottóinu með hverri leigu!

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.