Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 21. febrúar 2002 Fjarðarpósturinn 3 Blessað barnalán Hafrún Dóra Júlíusdóttir: Að sjá bömin sín vaxa og dafna og verða að hamingjusöm- um einstaklingum, er eitthvað sem skiptir okkur miklu máli. En það fer ekki alltaf á þann veg. Þær miklu breytingar sem átt hafa sér stað síðustu áratugina, hafa jafnframt aukið hættumar fyrir böm okkar, þar sem eiturlyf og glæpir hafa glapið margt ung- mennið. Þeir foreldrar sem hafa upplifað að sjá á eftir bami sínu á þessa braut þekkja þann sárs- auka sem sKkt veldur. Til að koma bami til manns þarf tvennt til; ást og umhyggju foreldra og stuðning þjóðfélags- ins. Kærleikur í foreldragarði er fmmskilyrðið, því aðeins með skilningi, fræðslu, vemd, aðhaldi og ástúð, skapast réttur jarðvegur fyrir sjálfstæðan einstakling að þroskast í ábyrgan þjóðfélagss- þegn, sem hefur mannkærleika að leiðarljósi. Það er því mikil- vægt að sem foreldrar gefum við okkur tíma með bömum okkar, því sá tími er þeim dýrmætur og skiptir miklu máli í hamingju okkar sjálfra. Stuðningur þjóðfélagsins á því sviði sem snýr að bömum og unglingum er því miður ekki nógu mikill. ísland er til dæmis eina Norðurlandið sem er með tekjutengdar bamabætur og meðalbamabætur á ári með einu bami em langlægstar á fslandi; rúmar 55 þúsund hér en 128 þúsund í Noregi og 112 þúsund í Danmörku. Oft hefur reynst erfitt að fá stuðning sem snýr að uppbyggingu unglingastarfs eða vímuvömum þó það sé alkunna að eiturlyfjabölið er eitt alvarleg- asta vandamál æsku landsins. Forgangsröð valdhafa í þjóð- félaginu er oft önnur á borði en í orði, þó allir séu þess sammála að vímuvamir hafa bein áhrif á styrk og stöðu þjóðarinnar þegar til lengri tíma er litið. Málefni leikskóla og gmnnskóla hafa einnig oft vikið fyrir öðmm mál- efnum í þjóðfélaginu, þrátt fyrir þá staðreynd að í auknum mæli hafi verið litið til skólanna sem mikilvægan vettvang við að koma ungu fólki til manns. Vandamál við að mæta þörf for- eldra fyrir leikskólapláss og bar- átta uppeldisstétta í kjaramálum, sýnir betur en margt annað fram á takmarkaðan skilning þjóð- félagsins á mikilvægi stéttar- innar við að styrkja stöðu hvers einstaklings á sinni þroskabraut. Slök útkoma ungmenna í saman- burði við útlönd, þrátt fyrir umtalsvert fjánnagn sem sett er í fasteignir og tækjabúnað, er vísbending um að við þurfum al- mennt að huga betur að innra starfi; starfinu sem miðar að því að styrkja og byggja upp ein- staklinga sem hafa jákvæða af- stöðu til lífsins og hinna ýmsu hliða þess. Það er því mikilvægt að við tökum höndum saman og reyn- um að skapa aðstæður fyrir for- eldra til að gefa bömum sínum tíma; tíma sem er notaður til að veita þeim ástúð og fræða þau um gildi þess að lifa lífinu vel og sýna náunganum skilning og umburðarlyndi. Það er einnig nauðsynlegt að fyrirtæki og stofnanir marki fjölskyldustefnu gagnvart starfsfólki sínu, þar sem kveðið er á um á hvem hátt hægt sé að tvinna betur saman hagsmuni fyrirtækisins og starfs- manna í hlutverki sínu sem mak- ar, foreldrar og starfsmenn. Við þurfum lika að breyta forgangs- röð í þjóðfélaginu á þann hátt að verkefni sem miða að stuðningi við böm og unglinga fái aukið vægi og þar leggist allir á eitt, stjómvöld, fyrirtæki og einstakl- ingamir sjálfir. Þessar áherslur em hafðar að leiðarljósi í stefnu Samfylking- arinnar í Hafnarfirði. Pc tölvubiónusta áC& & Dúndur uppfærsla W w ■'"% • 900 Mhz örgjörvi, 128Mb minni, i klœívijta og móðurborð • Netkort og hljóökort • kr. íi.000.- meö íseloionu * • Allar almennar tölvuviðgerðir 09 uppjœrslur • Fljót og góð þjinusta Sími 822 1380/H 0601 Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til list- og menningarstarfsemi 2002 Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir styrkumsóknum einu sinni á ári og eru Hafnfirðingar sem og aðrir sem vilja standa að viðburðum í Hafnar- firði hvattir til að sækja um. Þá eru veittir styrkir til kynningar á hafnfirskum listamönnum eða bænum. 1. Listamenn, félagasamtök, stofnanir eða list- og menningarviðburðir verða að tengjast Hafnarfirði. 2. Umsækjendur geri grein fyrir hvernig þeir m'uni kynna afraksturinn fyrir nefndinni eða bæjarbúum. 3. Skilgreina þarf verkefnið í umsókn. Mælst er til að kostnaðaráætlun fylgi sem og að ósk um styrkupphæð sé nefnd. 4. Ekki er styrkt til náms eða rekstrar (t.d. húsaleiga). 5. Nefndin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkja, komi ekki til verkefna sem sótt er til. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi mánudaginn 18. mars 2002 á skrifstofu menningarmála, Vesturgötu 8. Þar má einnig nálgast sérstök eyðublöð. Kjósi menn að fá eyðublað í tölvupósti skal senda orðsendingu á menning@hafnarfjordur.is Menningarfulltrúi Hafnarfjarðar. 8 vikna átaksnámskeið Ný námskeið hefjast 6. og 7. mars. Konu átak Þessi vinsælu námskeið hafa veitt ótal mörgum konum betri heilsu og léttara líf. Verð 13.990 Námskeiðin eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 6.20, 10.15, 15.30 og 18.30. Á þriðjudögum og fimmtudögum KL. 17.30 og á Laugardögum kL. 11.00. Karla átak FjöLbreytt og árangursrík námskeið. Mikið aðhald og góó fræðsLa um breyttan lífsstíl. Verð 13.990 Námskeiðin eru á þriðjudögum og fimmtudögum kL. 19.00 og kL. 12.00 á Laugardögum. Tilboð Þrír mánuðir í heiLsurækt á kr. 14.990. Fjórði mánuðurinn fyLgir frítt með. <0 - Body pump ^ - Tækjasalur ■Jjj - Ljósabekkir x© - Átaksnámskeið <0 - Einkaþjálfun - Unglinganámskeið yi - Barnagæsla O - Fitumæling Œ - PaLLatímar - HjóLatímar jfl - Hádegistímar - Þolfimitímar mU - Power yoga Hress Heilsurækt Dalshrauni 11,220 Hafnarfirði Sími: 565 2212, Fax: 565 2358 hress@hress.is, www.hress.is HRESS HEILSURÆKT

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.