Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 8
8 Fjarðarpósturinn Fimmtudagur 21. febrúar 2002 520 7500 SAl A Bæjarhrauni 10 Hafnafir&i Fax 520 7501 Aðalskoðun hf. Helluhrauni 4 sími: 555 33 55 Rífandi sala - Drífandi sölumenn - Fyrir fólkið í Firðinum! Bæjarhrauni 220 Hafnarfirði Sími 565 8000 www.hofdi.is Höfum mikið úrval af frábærum vinnufatnaði frá Að loknu prófkjörí Viðtal við Magnús Gunnarsson bæjarstjóra og leiðtoga Sjálfstæðisflokksins. lýkur áttunda stigi í söngnámi Nemendum fjölgar sem Ijúka brottfararprófi Það er ekki á hveijum degi sem nemendur ljúka söngnámi við Tónlistarskólann í Hafnar- firði. Eyjólfur er 23 ára gamall og fór í söngnám að loknu námi á þverflautu. Næsta haust fer hann í framhaldsnám í Guild Hall í London. Hann hefur ver- ið í námi hjá Þórunni Guð- mundsdóttur fyrir utan hálfan vetur sem hann var við nám í París. Eyjólfur er Gaflari, sonur Eyjólfs prentara í Vörumerk- ingu og Ingibjargar Lydiu sem vinnur í Súfistanum. Uni þessar mundir er hann að syngja í söngleiknum Kolrössu, sem er eftir Þórunni kennara Eyjólfs, og er byggður á þjóð- sögunni um Kolrössu og verður frumsýndur 8. mars í Tjamar- bíói. Þar er Eyjólfur í hlutverki ástsjúks hunds sem er jarl í álögum. Tónleikar Eyjólfs verða í Há- sölum á laugardaginn kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Umhverfisvika Vikan 11. - 15. febrúar var til- einkuð umhverfismálum í Engi- dalsskóla. Þá var lögð sérstök áhersla á umhverfismál í allri vinnu og umræðu. Allir nemend- ur skólans fóru í gegnum gátlista um umhverfismál með umsjón- arkennara sínum. Daglegar um- ræður voru um umhverfismál, þar sem tekin voru íyrir málefni sem tengjast t.d. sorpi, orku, samgöngum, innkaupum og vatni. Allir nemendur skólans heimsóttu Sorpu, þar sem þeir fengu tækifæri til þess að kynn- ast starfsemi fyrirtækis- ins með eigin augum. Þar var lögð áhersla á að kynna umhverfissjónar- mið og þá möguleika sem einstaklingurinn hefur til þess að leggja sitt af mörkum. A öskudaginn var haldið furðufataball þar sem áhersla var lögð á búninga úr notuðum fötum. Nemendur unnu íjölbreytt verkefni í skólan- um sem tengdust umhverfismál- um. T.d. voru unnin veggspjöld Hvert er mat þitt á niðurstöð- um prójkjörsins? Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins tókst með miklum ágætum. Nærri 1900 Hafnfirðingar tóku þátt í opnu próf- kjöri flokksins sl. laug- ardag og höfðu þannig áhrif á niðurröðun fram- bjóðenda á lista flokks- ins fyrir komandi sveitarstjómar- kosningar í vor. Þess má geta að Samfylkingin stóð fyrir skoðana- könnun um val frambjóðenda á liðnu hausti og tóku um 400 manns þátt í þeirri könnun sem þó stóð í tvo daga. Það er mín skoðun að Hafn- firðingar muni flykkja sér um glæsilegan lista Sjálfstæðis- flokksins í komandi kosningum. Endanlegur framboðslisti Sjálf- stæðisflokksins verður kynntur Hafnfirðingum að loknum fundi í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélag- anna sem haldinn verður innan skamms. Telur þú ekki veikleikamerki fyrir þig sem oddvita og sitjandi bæjarstjóra að 20% af þeim sem tóku þátt íprófkjörinu settu nafn þitt ekki á lista 6 - 9 efstu manna og aðeins 64% kusu þig í 1. sœtið? með slagorðum um umhverfis- mál og margir tóku þátt í að spreyta sig á að hanna um- hverfismerki skólans. Einnig voru unnin margvísleg listaverk úr verðlausum efnum. Ég er afar ánægður með niður- stöðu mina í prófkjörinu. Ég hlaut góða kosningu sem leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins og bæjarstjóri með 65% atkvæða í fyrsta sæti listans, bindandi kosningu, og samtals 81% greiddra atkvæða. Ólíkt verklagi Samfylk- ingarinnar ákvað Sjálfstæðis- flokkurinn að gefa öllum bæjar- búum tækifæri til að leggja sitt mat á þá ágætu einstaklinga sem gáfu kost á sér í prófkjöri flokks- ins og hafa þannig bein áhrif á röðun listans. Skoðanir og af- staða fólks til hinna fjölmörgu mála sem ofarlega eru á baugi hverju sinni endurspeglar að sjálfsögðu ólík viðhorf á mönn- um og málefnum. Niðurstaða fólks er sem betur fer ekki eins- leit. Telur þú að andstaða Harald- ar Þórs Ólasonar við þátttöku bœjaryfirvalda í áluetturekstri og Norðurbakkamálið skýri vel- gengni lians íprófkjörinu? Þessi spuming Fjarðarpóstsins felur í sér tilhæfulausan tilbúning og er ekki svara verð. Flins vegar samgleðst ég Haraldi Þór með góðan árangur. Ég tel hann verð- ugan fulltrúa í bæjarstjóm og vænti góðs af störfum hans fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Hafnar- fjörð. Ég vil að endingu þakka Hafn- firðingum fyrir góðan stuðning við ffambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins og þátttöku í prófkjör- inu. Frambjóðendur Sjálfstæðis- flokksins munu á næstu vikum kynna stefnumál flokksins fyrir komandi bæjarstjómarkosningar þar sem stefnufesta, metnaður, djörfung og framtíðarsýn fyrir Hafnarfjörð verða í öndvegi. Síml 555 4800 n 17, 220 Hafnarfjörður Opið alla virka daga frá kl. 8-18

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.