Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 21.02.2002, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 21. febrúar 2002 Fjarðarpósturinn 7 Flytjum Edinborgarhúsið heim Kristján Bersi Ólafsson skrifar um gamla skátaheimilið: Hér má sjá húsið er það stóð við Vesturgötu. Hin húsin á myndinni voru rifin eða fiutt brott. Húsið í miðjunni varflutt niður á höfn og var gert að verkamannaskýli. — Ljósm. ókunnur. Úr Sögu Hafnarjjarðar Gamla skátaheimilið við Hraunbrún hefur verið í fréttum að undanfömu. Þetta myndar- lega gamla timburhús er víst ekki lengur velkomið á þeim stað sem hefur fóstrað það síð- ustu fjóra áratugina, og svo er að skilja sem ýmsir ráðamenn í bænum vilji koma því sem lengst í burtu frá Hafnarfirði. Þó er þetta hús eitt af merkari húsum bæjarins og hefúr sterk tengsl við sögu hans á tuttugustu öld, auk þess sem það er í sjálfú sér verðugur fulltrúi vandaðra timb- urhúsa af stærri gerðinni frá upphafi þeirrar aldar. Það ætti því að vera ærin ástæða til að sýna þessu húsi fullan sóma með því að varðveita það í upprunalegri mynd og finna því hlutverk sem hæfi því. í raun og veru yrði það okkur Hafnftrðingum til van- sæmdar að gera það ekki. Áður en þessu húsi var komið fyrir við Hraunbrúnina stóð það í meira en hálfa öld við Vestur- götu, og var þar talið nr. 12 þegar farið var að merkja hús með númerum. Það gekk lengst af undir nafninu Edinborg eða Edinborgarhúsið af því að árin 1908 - 1917 var það í eigu um- svifamikils verslunarfýrirtækis, Copland & Berrie í Edinborg á Skotlandi. En upphaflega reisti August Flygenring húsið sem skrifstofu- og verslunarhús árið 1904; hann átti það fyrstu árin, og eignaðist það síðan aftur 1917 þegar starfsemi Skotanna í Hafnarfirði lauk. En við stofnun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 1931 var það gert að höfuðstöðv- um hennar og gegndi því hlut- verki þar til frystihús útgerðar- innar reis hinum megin við götuna árið 1958, en þá voru skrifstofumar fluttar í nýja húsið. Tveimur árum síðar afhenti bærinn svo skátafélaginu húsið og var því síðar fundinn nýr staður uppi á Hrauni. Núna þegar þetta hús er komið á hrakning á tíræðisaldri finnst mér aðeins eitt geta komið til greina: Að flytja húsið aftur heim, setja það niður annað hvort á sama stað og það var á upp- haflega, eða í næsta nágrenni við hann. Ymsar breytingar á um- hverfinu hafa verið gerðar á þeim stað þar sem húsið stóð, en þó ekki meiri en svo að vel væri gerlegt að koma því þar aftur fyrir. En vel gæti einnig komið til greina að flytja það um set yfir á næstu lóð, þ.e. Vesturgötu 10. Sú lóð er nær Merkurgötunni, og þar stóð áður tvílyft timburhús kennt við Akurgerði, útgerðar- félag sem starfaði lengi í Hafnar- firði og gerði síðast út nýsköpun- artogarann Bjama riddara. Heppilegra væri jafnvel að koma húsinu þar fyrir, af því að þá stæði það nær því safni friðaðra húsa sem nú er við Vest- urgötuna milli Merkurgötu og Reykjavíkurvegar, en í þeim félagsskap á það auðvitað mjög vel heima. Auk þess væri að- gengilegra þar að vinna allan nauðsynlegan undirbúning að endurkomu hússins, þar á meðal að hlaða (ekki steypa) undir það nokkuð háan kjallaragmnn svo að ásýnd þess verði sem líkust því sem hún var meðan það stóð áður við Vesturgötuna. Hvað eiga Neo/Anderson í liatrix og Jesús Kristur sameiginlegt? Er eitthvað líkt með Pleasantville og sögunni af Adam og Evu í Paradís? Næstu þrjú fimmtudagskvöld frá kl. 20:00-22:00 verða í Strandbergi safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, umræður um trúarstef í kvikmyndum. Áhugahópur um trúarstef í kvikmyndum sem kallar sig Deus ex cinema mun hafa umsjón með umræðunum og sýna dæmi úr þekktum kvik- myndum, en hópurinn heldur úti heimasíðunni www.dec.hi.is. Hópurinn hefur m.a. komist að því að trúarstef eru í nær öllum kvikmyndum. Fyrst verður sýnt dæmi úr myndinni Matrix en þar er að finna fjölmargar hliðstæður við ævi Jesús Krists. Umræðukvöldin eru öllum opin en þau eru einkum miðuð við ungt fólk á framhaldsskólaaldri. HAFNARFJARÐARKIRKJA - ÞJÓÐKIRKJA í ÞÍNA ÞÁGU Markvisst tölvunám NTU skólarnir bjóða upp á tvö hagnýt og markviss tölvunámskeið fyrir byrjendur. TÖK-tölvunám 90 utundlr ► Grunnatriði í upplýsingatækni *- Windows 98 stýrikerfið ► Word ritvinnsla *- Excel töflureiknir ► Access gagnagrunnur *- PowerPoint (gerð kynningarefnis) *- Internetið (vefurinn og tölvupóstur) Almennt tölvunám 72 Btundir *- Almennt um tölvur og Windows 98 *- Word ritvinnsla *- Excel töflureiknir *- Internetiö (vefurinn og tölvupóstur) Boðið er upp á morgunnámskeið sem hefjast 15. feb. og 5. mars og kvöldnámskeið sem hefjast 16. feb og 4. mars. Upplýsingar og innritun: NTV Hafnarfirði sími 555 4980 NTV Kópavogi sími 544 4500 og á www.ntv.is Nýi tölvu- & viðskiptaskólinn Holshrauni 2 - 220 Hafnarfiröl - Sími: 555 4980 Hlíðasmára S - 20*1 Kopavogi - Sími: 544 4500 Eyravegi 37 - 800 Selfossi - Síml: 482 3937 Póstfang: skoll@ntv.is - Veffang: www.ntv.ia Tek aö mér búslóðaflutninga, get útvegað aukamann sé þess óskað. Fer hvert á land sem er. Hægt er að ná í mig í síma alla daga vikunnar og einnig a kvöldin. Upplýsingar í síma 692 7078 Garðeigendur Nú er rétti tíminn lil að klippa tré og runna. Látið fagfólk vinna verkið Uppl. í síma 822 0610 og 822 0611. Skóviðgerðir Töskuviðgerðir Lyklasmíði Brýningar Reykjavíkurvegi 68 • 565 1722 Haukar bikarmeistarar Handknattleiksdeild Hauka varð bikarmeistarl karla í handknattleik annað árið í röð er þeir sigruðu Fram með 30 mörkum gegn 20 sl. helgi. Hefur lið Hauka borið ægishjálm yfir önnur handknattleikslið landsins undanfarin misseri. Glæsilegur árangur Haukanna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.