Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 06.06.2002, Síða 1

Fjarðarpósturinn - 06.06.2002, Síða 1
22. tbl. 20. árg. 2002 Fimmtudagur 6. júní Upplag 7.500 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði Fjölmenni á bryggjunni sjómannsgen Hafnfirðinga kitla menn einu sinni á ári Sjómannadagshátíðarhöldin í Hafnarfirði voru með hefð- bundnum hætti í ár. Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék við Hrafnistu og lagður var blómsveigur að minnisvarða um horfna sjómenn og sjómannamessa var í Víði- staðakirkju. Bæjarbúar hófu þátttöku sína eftir hádegið þegar boðið var upp á skemmtisiglingu með nokkrum bátum. Mikill fjöldi nýtti sér þetta enda veður mjög gott. Skútur og sjóþotur sigldu á höfninni, Landhelgisgæslan sýndi björgun með þyrlu og Bjöm Thoroddsen sýndi listir sýnar við góðan orðstýr. Avörp voru flutt og þrír aldr- aðir sjómenn vom heiðraðir. Ahöfnin á Ymi sigraði félaga sína af Ráninni í jafnri kapp- róðrarkeppni og koddaslagurinn var vinsæll eins og fýrr. Setbergsskóli og Víðístaða- skðli einsetnir í haustP A aukafundi bæjarráðs 30. maí sl. varkynnti forstöðumað- ur byggingardeildar bæjarins stöðu einsetningaráfonna Víði- staðaskóla og Setbergsskóla sem gerð væri í samráði við skólastjóra. Var samþykkt að veita fjármagni til kaupa á lausri kennslustofu við Víði- staðaskóla en tillögu um kaup á 2 lausum kennslustofum við Setbergsskóla var frestað vegna tækniatriða. Virðist því ljóst að þessir skólar verði einsetnir í haust ef þessar aðgerðir fráfarandi meirihluta duga til. Breyting á stjórnkerfi bæjarins Samfylkingin mun á mánu- dag kynna Sjálfstæðisflokkn- um formlega áform sín um breytingu á yfirstjóm bæjarins. Skv. áreiðanlegum heimild- um blaðsins verður bæjarráð lagt niður í núverandi mynd og 5 fagráð mynduð í staðinn, fjármála- og stjómsýsluráð, fjölskylduráð, fræðsluráð, skipulags-, byggingar- og um- hverfisráð og atvinnu-, mark- aðs- og hafnarráð. Mun nefndafyrirkomulagið breytast nokkuð og einhveijar tilfærslur gætu orðið hjá em- bættismönnum. Fyrsti fundur nýrrar bæjar- stjómar verður 11. júní en þá tekur Lúðvík Geirsson við stöðu bæjarstjóra af Magnúsi Gunnarssyni. Opið allar helgar kl. 10-20 Samkaup Hafnarfirði Heimasíða Samkaupa er: www.samkaup.is ot)

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.