Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. maí 2003 www.fjardarposturinn.is 3 Aukið eftirlit skilar árangri 196% aukning á kærum vegna hraðaksturs Á fyrstu fjórum mánuðum ársins náði lögreglan í Hafnar- firði nokkrum árangri í átaki sínu í að fækka umferðaróhöppum sem fjölgaði um 8% á síðasta ári. Á þessum tíma hefur hefur umferðaróhöppum fækkað um 20%. Kærum vegna hraðaksturs fjölgaði á þessu íjögurra mánaða tímabili úr 313 á síðasta ári í 928 eða um 196% og kærum vegna aksturs á móti rauðu ljósi fjölg- aði um 56%, úr 45 í 72. Þetta eru fyrstu mælingar á árangri af stefnumörkun lögregl- unnar sem hún setti sér í upphafi árs. Starfslið lögreglunnar sé betur þjálfað en fyrr og m.a. hafx lögreglan tekið í notkun nýjan bíl með nýju og fullkomnu hraðamælingartæki. Hættuleg gatnamót Að sögn lögreglunnar hafa flestir árekstrar orðið á gatna- mótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns eða 9 talsins og einnig hafa orðið talsvert mörg umferðaróhöpp á gatnamótum Reykjanesbrautar og Vífilstaða- vegar, gatnamótum Reykjavík- urvegar, Hjallabrautar og Hjalla- hrauns og á gatnamótum Fjarð- arhrauns og Flatahrauns en öll þessi gatnamót eru ljósastýrð og með mikinn umferðaþunga. Átak ökumanna Átak í umferðarlöggæslu hefur skilað sér í fækkun umferðar- óhappa í umdæminu eins og stefnt var að en þeir Egill Bjama- son, Kristján Ó. Guðnason og Ólafur G Emilsson hjá lögregl- unni segja að fækkunin hefði mátt verða meiri en það liggi ljóst fyrir að slysum fækki ekki nema ökumenn sjálfir taki til í sínum ranni og það sé von lögreglu að með samstilltu átaki megi sá árangur nást sem stefnt sé að. Höfðu afskipti af unglingum meirihlutinn þó til fyrirmyndar Lögreglan hafði afskipti af 20 ungmennum í og við Hellis- gerði sl. helgi áaldrinum 14-18 ára. Var hellt niður bjór, virii og sterku áfengi. Sex 16 ára krakkar voru færðir á lögreglu- stöðina og tveir 18 ára. Tveir 16 ára unglingar fundust sofandi að morgni sunnudags fyrir utan verslun í miðbænum. Segir lögreglan nauðsynlegt að foreldrar hafi betra eftirlit með bömum sínum og nefndi sem dæmi um viðhorf sumra foreldra að dæmi hafi verið um að foreldrar hafi kvartað yfir því að lögreglan hellti niður áfengi unglinganna! Að sögn Geirs Bjamasonar æskulýðsfulltrúa var ástand í bænum verra en á síðasta ári við próflok tíundu bekkinga þrátt fyrir aðgerðir og ábendingar til foreldra og séu það vonbrigði. Drykkja unglinga í Hafnar- firði sé allt of mikil og sú mesta á landinu. Foreldrar verði að taka á þessum vanda. Um 200 unglingar mættu í sundlaugarpartý í Suðurbæjar- laug á föstudagskvöld en því lauk um 22.30. Þetta var nýbreytni til að bjóða upp á afþreyingu á þessum tíma- móturn og tókst all vel. Til sölu eða leigu Reykjavíkunvegur 2. hæö - 409 mz Tilboð óskast Ýmis skipti koma tii greina.' Ákv. lán ca. 15 millj. kr. Opplýsingar i sima TilMtil stnrfsmnnnakópn Flntnhrnnni 5n sími III0110 Fjaran 13 ára Bjóðum upp á spenn- andi matseðil auk þrí- réttaðrar máltíðar frá kr. 2,500 með fordrykki á Hótelbarnum. Fjörugarðurinn Hádegisverðartilboð alla daga. Súpa - salatbar og heitir réttir á aðeins kr. 1.090. Víkingaveislur öll kvöld Víkingasveitin leikur fyrir matargesti. Dansleikur allar helgar. Hilmar Sverrisson á föstudag og Rúnar Júlíusson og hljóm- sveit á laugardag. I Laugardagst 20% afsláttur á tímaritum Tilboðið gildir einungis 31. maí í Pennanum Eymundsson, Hafnarfirði. Mikið úrval af innlendurr og erlendum tímaritum CSSEÞ- Eymundsson DÓKSALI r R A 1872 Strandgötu 31, sími 555 0045, www.penninn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.