Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 22.05.2003, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 22. maí 2003 www.fjardarposturinn.is 11 Opið hús í Kaldárseli 78. starfsár sumarbúðanna að hefjast Opið hús verður í sumarbúðun- um í Kaldárseli, við rætur Helgafells, sunnudaginn 25. maí kl. 13-17. Þar gefst Hafhfirðing- um, gömlum Kaldæingum, vænt- anlegum sumarbúðabömum og foreldrum þeirra tækifæri til að h'ta á staðinn, sjá þær breytingar sem hafa átt sér stað þar á síðustu árum og fengið upplýsingar um starfsemina í sumar. A staðnum verður boðið upp á kaffi og svaladrykk fyrir bömin. Þá er hér tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldur að fara í gönguferðir í nágrenni Kaldársels og h'ta inn í sumarbúð- imar í leiðinni. Sumarbúðimar í Kaldárseli hófu starfsemi árið 1925 og er því 78. starfsár sumarbúðanna fram- undan. í sumar hafa þegar um 250 böm skráð komu sína en nokkur pláss eru enn laus í sum- um flokkum. I Kaldárseli fer fram sumarstarf KFUM og KFUK fyrir böm í Hafnarfirði og annars staðar frá. A síðustu ámm hafa all miklar framkvæmdir átt sér stað í Kaldárseli. Húsið í Kaldárseli er tvískipt. Nýrri hluti hússins, sem er tveggja hæða, er að mestu fullffágenginn en þar er íþrótta- salur, svefnskáli, sturtur og samkomusalur. I eldra hluta húss- ins, sem undirstöður em allt ffá 1925, hafa verið gerðar viða- miklar breytingar á síðusm ámm. Nýir sökklar vom steyptir undir hluta hússins og svefnsalir og gólf endumýjuð. Utanhúss hafa komið ný leiktæki o.fl. Fram- undan em áffamhaldandi breyt- ingar, m.a. á eldhúsi, til að bæta aðstöðuna. Allar þessar breyting- ar hafa kostað sitt og hefur fjánnagn til þess m.a. komið af sölu húss KFUM og KFUK í Hafnarfirði sem margir Hafnfirð- ingar þekktu vel. Mörg hús KFUM og KFUK á höfuðborgar- svæðinu hafa verið seld á síðustu ámm og áratugum og starfið tekið breytingum. Þannig er vetrarstarf KFUM og KFUK meira „á ferðinni“ en áður. Tveggja hæða strætisvagn KFUM og KFUK var reglulega í sumum hverfum Hafnarljarðar síðasta vetur með starfsemi fyrir unglinga og tókst það vel. Það er vonandi að takist að auka við þá starfsemi á næstu ámm. Þátttökugjöld bama í sumar- búðunum duga engan veginn til að standa undir rekstri og viðhaldi húsnæðis auk þess sem rekstrar- tími sumarbúða hefur styst með lengingu skólaársins. Hafnar- fjarðarbær hefur reglulega veitt Kaldárseli styrki sem hafa verið kærkomnir. Sömuleiðis hafa mörg fyrirtæki gefið afslætti á efni og vinnu í Kaldárseli auk þess sem einstaklingar hafa gefið til starfseminnar. Þar ber sér- staklega að geta fullorðinna hjóna, Jóhanns Guðmundssonar og Lára Vigfusdóttur, sem hafa gefið Kaldárseli stórar peninga- gjafir á síðustu ámm og að sögn forsvarsmanna KFUM og KFUK verður leitað allra leiða til að efla sumarstarfið og bjóða upp á sífellt betri aðstöðu í Kaldárseli. Sigruðu í Faxaflóamótínu 5. flokkur drengja í FH tók þátt í Faxaflóamótinu urðu sigurvegarar b-liða. C-liðið varð einnig sigurvegari í sínum flokki. IÐNSKÓLINN í HAFNARFIRÐI Flatahrauni 12 220 Hafnarfjörður INNRITUN á haustðnn 2003 Innritun eldri nemenda og annarra sem ekki eru að Ijúka grunnskólanámi í ár fer fram í skóla- húsinu að Flatahrauni 12 dagana 26. - 28. maí frá kl. 9.00 til 16.00. Innritun nýnema sem eru að Ijúka grunnskóla- prófi nú í vor fer fram í skólahúsinu að Flata- hrauni 12 þriðjudaginn 10. og miðvikudaginn 11. júní frá kl. 9.00 til 16.00. Innritað er á eftirtaldar brautir: Nám fyrir samningsbundna iðnnema. Málmiðngreinar fyrri hluti náms (Grunndeiid máimiðna). Grunndeild bíliðna. Rennismíði. Vélvirkjun. Hársnyrting 1., 3. og 4. önn. Grunndeild rafiðna. Rafeindavirkjun 3. og 4. önn. Rafvirkjun. Grunndeild bygginga- og mannvirkjagreina (Ný námsskrá). Framhaldsdeild byggingariðna. Listnámsbraut, hönnun og handverk. Tækniteiknun. Útstillingabraut. Almenn námsbraut (Fornám). Við innritun skulu nemendur hafa með sér grunn- skólaskírteini eða staðfest prófskírteini frá fyrri skóla. Forráðamenn nemenda yngri en 18 ára þurfa að undirrita umsóknina. Nemendur sem innritast á al- menna námsbraut (fornám) þurfa að mæta til við- tals með foreldri eða forráðamanni. Allar nánari upplýsingar og ráðgjöf eru veittar á skrifstofu skólans. Skólameistari Nemendasýning Hin árlega sýning nemenda Iðnskólans í Hafnarfirði á verkum sínum var opnuð laugardaginn 17. maí og stendur sýningin til laugardagsins 31. maí. Sýningin er opin alla daga frá kl. 13 til 17. Atvinna Hárgreiðslusveinn eða meistari í hlutastarf. Iþróttir • úrslit Knattspyma FH og IA skildu jöfn í fyrstu umferð íslandsmótsins í knatt- spymu karla, skoraði hvort liðið eitt mark og sögðu sumir að FH-ingar hafi verið klaufar að sigra ekki og strax var farið að efast um fallspár. Sameinað kvennalið Þrótt- ar og Ilauka tapaði fyrir KR með fjóram mörkum gegn engu í fyrsta leik liðanna í Islandsmótinu. Nýliðar Ilauka sigruðu spræka nýliða Njarðvíkur í 2. deildinni með þremur mörkum gegn tveimur og skoraði Andri Sveinsson sigurmarkið rétt fyrir leikslok. FH stúlkumar stóðu í íslandsmeisturam Vals en töp- uðu 0-2 í fjöragum leik á Valsvellinum á þriðjudags- kvöld. Sund Sundmeistaramót Hafnar- íjarðar tókst ffábærlega vel. Mikill tjöldi sundmanna náði góðum árangri, m.a. setti Ingibjörg Svala Ólafsdóttir glæsilegt íslandsmet í Garpa- flokki. (50-54 ára) í lOOm baksundi. Hún synti á tí'm- anum 1.35,65 sem er tæplega 8 sekúndna bæting á gamla metinu. Ungu sundmennimir náðu líka góðum árangri. Tveir nýir sundmenn náðu lágmarki í lOOm flugsundi fyrir, AMÍ, sem haldið verður á Akranesi í lok júní. Þetta em þeir Ragnar Þór Þrastarsson og Sigurður Friðrik Kristjánsson. A kom- andi mótum er enn hægt að ná lágmörkum fyrir AMI. Mikill fjöldi sundmanna á aldrinum 9-10, hnokkar og hnátur, vom að synda í fyrsta sinn á Sundmeistaramóti Hafnarfjarðar, eða alls 37. Þau fengu öll verðlaun fyrir þátttöku sína. Glæsileg sýning Sigurður á Lækjarbergi 6 sendi Fjarðarpóstinum línu með þakkarorðum til stjómenda og þjálfara vegna vorsýningar Bjarkanna sl. fimmtudag. „Sýningin var leikandi létt og lipur, rann í gegn hnökralaust og tímasetningar frábærar ásamt stíganda í réttum takti. Seint verða þjálfumm ofþakkað þeirra mikilvæga forvamarstarf fyrir ungmenni og böm þessa bæjar. Sérstakar þakkir færi ég fyrir þá miklu virðingu er sýnd var okkar fagra tungumáli með hinu létta lagavali. Sýningin endaði með ákaflega skemmtileguin dansi nokkurra fagurra yngismeyja. Þórbergur hefði sagt að þær væm vanskapaðar af fegurð! Til hamingju forsvarsmenn Bjarkanna.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.