Fjarðarpósturinn - 13.05.2004, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is
Fimmtudagur 13. maí 2004
Útgefandi: Keilir ehf.
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: íslandspóstur
ISSN 1670-4169-Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Fjölmargir flórgoðar hafa sést við Ástjömina í
vor og er það mikið fagnaðarerindi og vonandi
■ að þeir verpi þar þrátt fyrir ágang manna, katta
Bft og hunda. Umhverfi okkar er okkur geysilega
| mikilvægt og betur þarf að tryggja samþættingu
K íbúðarbyggðar og útivistarsvæðis heidur en gert
I var við Astjiimina þar sem freklega var farið að
HiS tjöminni úr tveimur áttum. Við eigum gott
byggingarsvæði sem eflaust mun fikra sig í átt að Hvaleyrarvatni og
Kaldárseli og þar em margar útivistarperlur sem fara þarf varlega
um. Allt of lítið hefur verið gert af því að útbúa góða göngustíga og
hreint ótrúlegt að ekki sé búið að setja bundið slitlag á
Kaldárselsveginn. Það mætti halda að útivistarfólkið væri lægra sett
en hestamenn, en búið er að setja slitlag á veginn til þeirra en ekki
áfram að Kaldárseli svo „landnemar" og göngufólk veður í ryki.
Guðni Gíslason
„Kvöldin í Firúinum
Tónleikar kl. 16 á sunnudag
sem veitinga- og kaffihúsið
Café Aroma hefur staðið fyrir í
samstarfi við Kristjönu Stefáns-
dóttur söngkonu og Agnar Má
Magnússon píanista.
Gestir maímánaðar verðasöng-
hópurinn „REYKJAVÍK 5“ en
hann skipa þau:
Hera Björk Þórhallsdóttir,
Kristjana Stefánsdóttir, Aðal-
heiður Þorsteinsdóttir, Gísli
Magnason og Þorvaldur Þor-
valdsson ásamt 4 manna hljóm-
sveit en hana skipa þeir:
Agnar Már Magnússon á
píanó, Ásgeir Ásgeirsson á gítar,
Róbert Þórhallsson á bassa og
Erik Qvick á trommur.
Munu þau flytja útsetningar
sönghópa á borð við Manhattan
Transfer og New York Voices.
Tónleikamir em á sunnudag-
inn og heíjast kl 16 í Veislu-
salnum Tuminum á 7. hæð í
verslunarmiðstöðinni Firði.
Forsala aðgöngumiða er á
veitingahúsinu Café Aroma.
Víðistaðakirkja
Sunnudaginn 16. maíkl. 14
Guðsþjónusta meö vísnasöng
Kór Víöistaðasóknar syngur
undir stjórn Úlriks Ólasonar
Aðalsafnaðarfundur
verður haldinn í safnaðarheimilinu
að guðsþjónustu lokinni.
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Kaffiveitingar.
Sóknarnefnd og
sóknarprestur
www.vidistadakirkja.is
Koramút eldri borgara
Kóramót eldir borgara fer fram í
Víðistaðakirkju á laugardaginn kl. 17.
Þar koma fram kóramir; Vorboðinn í
Mosfellsbæ, Eldey á Suðurnesjum,
Hljómur á Akranesi, Hörpukórinn í
Árborg auk Gaflarakórsins í Hafnarfirði.
Auk eigin dagskrár syngja kóramir, alls
um 210 manns, 5 lög saman.
Vophátíð í Engidalsskúla
Vorhátíð foreldrafélags Engidalsskóla
verður haldin á laugardaginn kl. 12-15.
Skemmtidagskrá verður um alla skóla-
lóð fyrir böm og fullorðna. Kaffihlaðborð
og pylsur, selt á vægu verði á staðnum.
Sýningar í Bæjarbíúi
Laugardaginn 15. maí kl. 16 sýnir
Kvikmyndasafn íslands japönsku kvik-
myndina Ikiru eftir Akira Kurosawa.
Þetta er breyting á áður auglýstri dag-
skrá en ekki tókst að útvega sýningar-
eintak af Dodeskaden sem til stóð að
sýna.
Þriðjudaginn 18. maí kl. 20 verður
sýnd sænska kvikmyndin Ole dole doff
eftir Jan Troell.
Lokahátíð eldri flokka FH
Á morgun, föstudag er lokahátið eldri
flokka FH í handbolta; mfl. ka/kv, 2.fl
ka., unglingafl. kv. stjóm Muggs og hkd.,
og stuðningsmanna í Kaplakrika. Húsið
verður opnað kl. 20 og borðhald hefst
kl. 21. Aðgangseyrir er 1.500 kr. Viður-
kenningar veittar og margt annað til
skemmtunar. Fjölmennum.
Uppskeruhábð yngri flokka FH
Á laugardaginn kl. 13-15 er uppskeru-
hátíð yngri flokka FH í handbolta í
Kaplakrika. Viðurkenningar verða veitt-
ar og pítsa og kók, kaffi og kökur úr
glæsilegu kökuhlaðborði þar sem hvert
heimili kemur með eina köku. Afar og
ömmur sérstaklega velkomin. Gerum
þetta að góðum fjölskyldudegi.
Ólöí Erla sýnir í Hafnarborg
A laugardaginn kl. 15 verður opnuð í
Hafnarborg sýning á leirmunum Ólafar
Erlu Bjarnadóttur. Um sýninguna í
Hafnarborg segir listakonan m.a.:
„Lófi lagður í læk, fylltur vatni og borinn
upp að vörunum til að drekka af.
Plastpoki undir vömr eða rusl.
Leirskál til augnayndis eða undiróborg-
aða reikninga.
Bakki úr leir fyrir brauð og ólivur.
Ólöf Eria útskrifaðist frá Myndlista og -
handíðaskóla íslands, keramikdeild
1982. Hún hefur tekið þátt í sam-
sýningum víða. Árið 2000 var hún valin
listamaður Kópavogs og fékk starfslaun
myndlistarmanna árið 2002. Hún er
rekstraraðili að versluninni Kirsuberja-
trénu í Reykjavík. Þetta er áttunda
einkasýning Ólafar Eriu.
Sýningin er opin alla daga nema þriðju-
daga kl. 11-17 og henni lýkur 7. júní.
Arngunnur Ýr sýnir málverk
í
Á laugardaginn kl. 15 verður opnuð í
Hafnarbprg sýning á málverkum Am-
gunnar Ýr.
Verkin enr öll unnin í olfu á striga á
árunum 2002 til 2004. Á sýningunni
verða þrjár myndraðir sem listakonan
nefnir ,Allt og ekkerf, „Mirabilia" og
„Rerplexus", en f þeim fjallar hún um
óstöðugleika tilverunnar, sem kemur
fram á ýmsan hátt. Óvissan er í fyrir-
rúmi og verkin vekja spumingar um
sannleika og mikilvægi myndefnisins
sjálfs.
Amgunnur Ýr nam myndlist á íslandi og
við San Fransisco Art Institute. Hún
hefur haldið fjölmargar sýningar, bæði
hér á landi og vestanhafs.
Auður Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Ás-
hildur Haraldsdóttir flautuleikari og
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari
flytja tónlist á opnuninni kl. 15.30.
Sýningin er opin alla daga nema þriðju-
daga kl. 11-17 og henni lýkur 7. júní.
Fríkirkjunni
Á sunnudaginn verður kvöldvaka í
Fríkirkjunni og hefst hún kl. 20. Eins og
venjulega mun hljómsveit kirkjunnar og
kórinn leiða fallega tónlist og söng sem
tengist vorinu og hækkandi sól.
Sérstakur gestur á kvöldvökunni verður
Ómar Ragnarsson fréttamaður og
gleðigjafi sem spjallar við kirkjugesti um
ferð sína til Afríku. Það verður án efa
áhugavert að heyra af upplifun Ómars
og eru allir hvattir til þess að gefa sér
stund og líta við.
Vorhátíð foreldrafélags
Öldutúnsskúla
Vorhátíðin foreldrafélags Öldutúnsskóla
hefst á víðavangshlaupi kl. 16 á
miðvikudaginn. Þar verður mikið fjör
og margt að gera, m.a. kaffihús í
skólanum, veltíbílinn verður á staðnum,
reiðhjólaþrautir, hestar og and-
litsmálning.
Allir foreldrar og aðstandendur nem-
endanna velkomnir.
Fríkirkjan
*
Omar Ragnarsson mætir á
kvöldvöku á sunnudag kl. 20.
Hljómsveit og kór
kirkjunnar leiðir
tónlist og söng.
www.frikirkja.is
Úr fundargeröum..
1. Öldutúnsskóli • umsóknir
Lagðar fram umsóknir um stöðu
skólastjóra Öldutúnsskóla
Eftirtaldir sækja um stöðuna:
Ema Ingibjörg Pálsdóttir
Guðmundur Olafur Ásmundsson
Guðmundur Skúli Stefánsson
Guðrún Pétursdóttir
Guðrún Snorradóttir
Hallfríður Erla Guðjónsdóttir
Helgi J. Hauksson
Kristinn Svavarsson
Kristrún Lind Birgisdóttir
Páll Leó Jónsson
Sveinn Alfreðsson
Formanni fræðsluráðs, Hafrúnu
Dóru Júlíusdóttur, Haraldi Ólasyni
og fræðslustjóra var falið að ræða
við umsækjendur og gera tillögu
um ráðningu á næsta fundi
fræðsluráðs.
Stekkjarás - umsóknir
Lagðar fram umsóknir um stöð-
ur aðstoðarleikskólastjóra og
rekstrarfulltrúa:
Eftirtaldir sækja um stöðu aðstoð-
arskólastjóra:
Áslaug Reynisdóttir
Fjóla Þorvaldsdóttir
Guðmundína M. Heimannsdóttir
Guðný Anna Þóreyjardóttir
Guðríður Hrund Helgadóttir
Kristbjörg Jónsdóttir
Sigríður Ólafsdóttir
Eftirtaldir sækja um stöðu
rekstrarfulltrúa:
Ásta Benediktsdóttir
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Jóna G. Jóhannsdóttir
Sigríður Kristín Sigurðardóttir
Þórey Hallbergsdóttir
Fræðsluráð óskar eftir tillögu
leikskólastjóra um ráðningar í
störfin á næsta fundi.
e. Fordómafræðsla
í Ijósi ábendinga úr skýrslu
Rannsóknar og greiningar um
lífstíl ungs fólks í Hafnarfirði þar
sem fram koma vísbendingar um
fordóma i garð innflytjenda og í
Ijósi reynslu Vinnuskóla Reykja-
víkur og Alþjóðahúss felur
forvamanefnd forvamafulltrúa að
ræða við Vinnuskóla Hafnarfjarðar
og Alþjóðahús um verkefni sem
miða að því að draga úr fordóm-
um.
6. Ferð til Fredriksberg
Forvamafulltrúi gerði grein fyrir
náms- og kynnisferð ÍTH til
vinarbæjar okkar Fredriksberg og
Kaupmannahafnar. Sérstaka
athygli vakti vegleg félagsmiðstöð
þar sem ungt fólk hafði aðstöðu til
að sinna fjölbreyttum áhuga-
málum sínum.
Vinnuaðferðir lögreglunnar í
Kaupmannahöfn völdu einnig sér-
staka athygli en þar vinna þeir
markvisst í því að finna ungt fólk i
áhættuhópi og bjóða því upp á
félagstarf sem lögreglan sjálf
rekur sem forvarnarverkefni.
Verkefnið hefur staðið yfir í ein 50
ár og þykir að þeirra mati hafa
skilað verulegum árangri.
Auglýsingar:
565 3066