Fjarðarpósturinn - 13.05.2004, Side 4
4 www.fjardarposturinn.is
Fimmtudagur 13. maí 2004
listdansskóli
Hafnarflarðar 10 ára
Glæsileg sýning í Borgarleikhúsinu
Hátt í 200 stunda listdans hjá
Listdansskóla Hafnarfjarðar sem
verður 10 ára í ár. Skólinn er til
húsa í Iþróttahúsinu við Strand-
götu í litla salnum þar.
Starfið hefur verið mjög blóm-
legt og krakkar á öllum aldri taka
þátt og spreyta sig í hinum ýmsu
formum listdans.
Skólinn var með glæsilegar
sýningar í Borgarleikhúsinu á
laugardag en meðfylgjandi
myndir voru teknar á síðustu æf-
ingu fyrir sýningu.
Guðbjörg Arnardóttir er
skólastjóri Listdansskólans.
Fataflokkun Rauða krossins
flytur í Hafnarfjörð
Fataflokkun Rauða kross
Islands hefur nú flutt starfsemi
sína að Gjótuhrauni 7, hér í bæ.
Húsið var formlega tekið í
notkun sl. miðvikudag. Þar
afhenti Öm Ragnarsson formað-
ur stjómar fataflokkunar Sigrúnu
Arnadóttur framkvæmdastjóra
Rauða krossins fimm milljónir
króna, sem er hagnaður verk-
efnisins á áiinu 2003. Upphæðin
rennur öll til alþjóðlegs hjálpar-
starfs Rauða krossins.
Uthlutun á fatnaði fer fram alla
miðvikudaga og fimmtudaga frá
kl. 10-14.
Deildir Rauða krossins um allt
land safna notuðum fatnaði sem
allur nýtist til hjálparstarfs. Á
höfuðborgarsvæðinu er Rauði
krossinn í samstarfi við Sorpu
um söfnun og flokkun fatnaðar.
Samstarf Sorpu og Rauða kross-
ins leiðir til aukins hagræðis
þannig að afgangsfatnaður nýtist
betur, skjólstæðingum Rauða
krossins til hagsbóta. Aðrir góðir
samstarfsaðilar Rauða krossins
vegna fatamála em Samskip og
Reykj avíkurhöfn.
Fatnaður sem Rauði krossinn
fær nýtist þannig:
• hann er flokkaður og gefinn
þurfandi hér á landi
• hann er flokkaður og gefinn
þurfandi erlendis
• hann er flokkaður og seldur í
Rauða kross búðinni L12 að
Laugavegi 12
• hann er seldur beint til útlanda
og ágóðinn rennur í Hjálpar-
sjóð Rauða krossins.
Það sem ekki er nýtt beint til
hjálparstarfa er selt. Þetta er
mikilvæg tekjuöflun Rauða
krossins sem skilar sér beint í al-
þjóðlega neyðaraðstoð.
Þó að allt komi að notum, lfka
skór og tuskur, þá er hreinn og
heillegur fatnaður, sem vel er
gengið frá, sérstaklega verðmæt-
ur. Á síðustu ámm hefur fatnaður
frá Islandi veitt þúsundum
manna kærkomna hlýju í lönd-
um eins og Rússlandi, Usbe-
kistan, Lesótó og Gambíu. Vetr-
arföt em send á köld svæði en
léttari fatnaður til hlýrri svæða.
Alls söfnuðust um 660 tonn af
fatnaði á síðasta ári og fóm um 4
tonn af fatnaði í aðstoð hér
innanlands. Um 600 ijölskyldur
með yfir 1.000 böm á framfæri
sínu fengu aðstoð frá fataflokk-
un. Um 8.200 vinnustundir sjálf-
boðaliða fóm í verkefnið. Við
þurfum ávalt fleiri sjálfboðaliða
til að vinna við þetta gefandi
starf.
Fataflokkun er samstarfs-
verkefni deilda Rauða kross
Islands á höfuðborgarsvæðinu.
Áhugasamnir sjálfboðaliðar
geta haft samband við svæðis-
skrifstofu RKI, Lindu Ósk í síma
565 2425.
meö osti, gúrku, lauk, papriku
iceberg og BBQsósu
+ FRANSKAR & KÓK kr. 845
meö bacon, osti, gúrku, lauk, papriku
iceberg og sósu
+ FRANSKAR & KÓK kr. 1.095.-
0PIÐTIL 23:30 ALLA DAGA