Reykjavík Grapevine - 02.07.2008, Blaðsíða 55

Reykjavík Grapevine - 02.07.2008, Blaðsíða 55
ÁLVER Á BAKKA? Ómar Ragnarsson er einn þeirra sem hefur barist hvað mest fyrir náttúru landsins. Til stendur að reisa Álver Alcoa á Bakka við Húsavík. Og til þess þarf að fórna háhitasvæðunum í kring. Það er Ómari því mikið kappsmál að vernda til dæmis Leirhnjúka og Gjástykki. “Búið er að ákveða örlög Þeistareykja, þau eru farin. Það er búið að bora þau sundur og saman. Það er bara hlægilegt hvernig er farið að, öll loforð eru svikin og það er borað í öll fallegustu svæðin. Það er farið inn á svæðið og valdið sem mestum usla svo það þurfi ekki að ræða það frekar, og hægt sé að halda áfram. Þegar búið er að bora í sundur svæðið þá er bara formsatriði að byggja virkjunina. Það sama á að gera við Gjástykki og Leirhnjúk, þar er búið að veita rannsóknarleyfi sem var gert tveimur dögum fyrir kosningar. Þessi svæði eru undur veraldar og náttúrufegurðin gífurleg. Fyrir mér er þetta eins og að fara inn á Þingvelli og bora. Það liggur því mest við að koma í veg fyrir það og það er ennþá hægt að bjarga Gjástykki og Leirhnjúk. Það er eins og fólk vilji ekki hlusta, það vill ekki vita hvað er verið að fórna miklu. Ég hef talað bæði við Umhverfisráðuneytið og Iðnaðarráðuneytið en það hefur engan árangur borið. Verðmætamatið hjá Íslendingum er svo skrítið. Þegar Íslendingar koma á svæðið fara þeir að skoða leiðslur og virkjanir en þegar útlendingar koma á svæðið þá fara þeir beint í að skoða náttúruna.” Le ir h n jú ku r. B ú ið e r að v ei ta r an n só kn ar le yf i á L ei rh n jú k. Lj ó sm yn d S ig u rg ei r Si g u rj ó n ss o n . B ja rn ar fl ag í M ýv at n ss ve it . B ja rn ar fl ag e r m ik ið f er ð am an n as væ ð i e n e r lík a í h æ tt u , þ et ta s væ ð i v er ð u r ey ð ila g t ef á lv er á B ak ka v er ð u r að v er u le ik a. Lj ó sm yn d R A X Þe is ta re yk ir . N ú þ eg ar e r b ú ið a ð b o ra í fa lle g u st u s væ ð in á Þ ei st ar ey kj u m . Lj ó sm yn d C h ri s Lu n d . FOR TRANSLATION ASK A LOCAL OLÍUHREINSISTÖÐ Í ARNARFIRÐI? H ve st a í A rn ar fi rð i. Þa r er u á fo rm u m a ð r ei sa o líu h re in si st ö ð , m eð t ilh ey ra n d i m en g u n . Lj ó sm yn d : M at s W ib e Lu n d . Áhugi Aðalbjargar Þorsteinsdóttur á jurtum og áhrifamætti þeirra má rekja til nálægðina við stórbrotna náttúru Vestfjarða, en þar hafa grasalæknar starfað í gegnum aldirnar og viska þeirra borist kynslóð frá kynslóð. Aðalbjörg rekur fyrirtækið Villimey á Tálknafirði þar sem þróun og framleiðsla fer fram á smyrslum, salva og áburði úr plöntum sem eru tíndar við Tálknafjörð, Patreksfjörð og Arnarfjörð. Einungis er valdar villtar jurtir sem vaxa í nærin- garríkum jarðvegi, fá hreint loft og tært vatn. Það segir sig sjálft að Oliuhreinsistöð við Arnarfjörð myndi gera útum starfsemi Villimeyjar. “Já, það verður bara mengun hérna ef olíhreinsistöðin kemur, mér finnst þetta óhugnalegt og eiginlega algjört skaðræði. Það eru ekki margir sem þora að segja að þeir séu á móti og í svona litlu samfélagi finn ég fyrir því að vera á móti þessu, fólk sér ekki hvað þetta er skelfilegt. Ég veit ekki hvað þarf til að opna augu þeirra sem vilja þetta.” Hreint svæði Smyrslin eru 100% náttúruleg, lífrænt vottuð, unnin úr íslenskum jurtum sem eru handtýndar í hreinni náttúru. Þau eru án allra rotvarna-, ilm- og litarefna. “Það skip- tir öllu máli að halda svæðinu hreinu. Ég er með 8.000 ferkílómetra af lífrænt vottuðu landsvæði. Þetta er stærsta svæði á Íslandi sem er lífrænt vottað. Varan mín er öll lífræn því allir grunnar eru lífrænt vottaðir líka. Vottunar- stofan Tún kemur hingað reglulega og tekur út framleiðsl- una og landsvæðið. Það segir sig sjálft að varan missir ímynd sína, sem og svæðið allt og ég tel að ekki verði hægt að vera með lífræna vottun á Vestfjörðum komi olíuhreinsi- stöð hingað. Allt svæðið mun mengast og sjórinn líka og það þykir mér ekki minna mengunarslys en á land- svæðinu.” VILLIMEY villimey.is „SKELFILEGT HVERNIG ÞJÓÐIN HUGSAR“ Íslenskur hátækniiðnaður hefur áform um að koma upp olíhreinsistöð í Arnarfirði á Vestfjörðum. Hvorki Umhverfis- ráðuneytið né Iðnaðarráðuneytið geta tjáð sig um málið því það hefur ekki komið formlega inn á borð til þeirra. Olíuhreinsistöðinni hefur samt verið fundinn staðurinn Hvesta í Arnarfirði. Jón Björnsson, starfsmaður Umhverfisstofnunar á Vestfjörðum, er ekki sammála þessum áformum. “Það er skelfilegt hvernig þjóðin hugsar. Við erum til dæmis eina þjóðin í heiminum sem hefur engar áhyggjur af hnattrænni hlýnun. Það þarf að vekja þjóðina til umhugsunar. Ég vill ekki trúa því að þessi olíuhreinsistöð verði að veruleika. Það sem hefur verið að stoppa fyrirtæki af annars staðar í heiminum er losun á gróðurhúsalofttegundum út í andrúmslofið, og þess vegna hefur orkufrekur iðnaður verið að færast til Íslands því við bjóðum upp á það frítt. Andrúmsloftið er auðlind. Á Vestfjörðum er eitt besta andrúmsloft í heimi, en svo eru áform um að bjóða olíu- hreinsistöð að þurfa ekki að borga fyrir losun á kolt- vísýringi. Við erum svo langt á eftir heiminum í umhverfis- vernd.” Heildarmyndin Jón heldur því fram að fólk nenni ekki að spá í heildarmynd- ina og hvað við erum með stór vistkerfi. “Öll virkjun er mjög viðkvæm á Vestfjörðum. Við tökum áhættu með öll vistkerfi með því að setja olíuhreinsistöð á svæðið. Því norðar sem mengandi stóriðja er því viðkvæmari fyrir vistkerfið er hún. Vistkerfin á norðurhveli jarðar eru miklu viðkvæm-ari. Það sem tekur upp koltvísýring í andrúms- loftinu er gróður og því er miklu meiri virkni í upptöku koltvísýrings á suðurhveli jarðar. Í Arnarfirði eru um 150 tegundir af háplöntum, svona vistkerfi er mjög óstöðugt og viðkvæmt fyrir mengun. Hér hafa verið auðug fiskimið og nú er aftur komin rækja í Arnarfjörð. Við erum með bestu loftgæði í heimi og gott neysluvatn. Þeir sem búa í þessu landi verða að gera sér grein fyrir því. Íslendingar verða að skilja að hreint loft og hreint vatn eru helstu lífsgæði í heiminum og við megum ekki fórna þeim.” Sagan Jón talar um að Íslendingar séu fastir í að vilja ekki skoða söguna og fólk er ekki tilbúið að hlusta á rökin. “Ástæðan fyrir því að Hornstrandir fóru í eyði er af því að þar var byggð hvalveiðiverksmiðja sem breyttist í síldarverksmiðju 1923 en þegar hún lagðist af fór byggðin í eyði. Stöðug- leikinn í samfélaginu fór allur í eina verksmiðju og þegar hún lokaði þá var ekkert annað. Sama gæti gerst í Arnar- firði ef byggð er ein stór verksmiðja og ef hún lokar, hvað þá? Ísfirðingar vildu Hornstrandarfriðlandið, það skilar engum tekjum en skipti Ísfirðinga miklu máli bara að hafa þær friðaðar. Það er stundum eins og Íslendingar sjái ekki verðmæti nema þau fari beint í veskið. Það þarf að breyta þeirri hugsun. Á Ísafirði hefur til dæmis orðið breyting á sam- félaginu, það er meiri flóra núna og fleiri störf fyrir menntaða einstaklinga. Það gerist ef hlutirnir fá að þróast í friði. Ef það er ekki komið með eina stóra lausn, eitt stórt verkefni, einn stóran togara, eða eina stóra verksmiðju. Ef það er látið í friði þá getur stöðugleiki mótast í samfélaginu á tíu árum.” A rn ar fj ö rð u r. L jó sm . M at s W ib e Lu n d . FOR TRANSLATION ASK A LOCAL LÁTRABJARG Í sveitarfélagi Vesturbyggðar eru tillögur um að gera svæðið í kringum Látrabjarg, sem er friðað, að þjóðgarði. Það rímar engan veginn við áform um olíuhreinsistöð í sama sveitarfélagi, en myndi skapa atvinnu tengda ferða- mennsku. Látrabjarg eru stórkostleg fuglabjörg, hin mestu við Norður-Atlantshaf og vel grónar bjargbrúnir og heiðar. Bæjarvaðall og Rauðisandur er víðáttumiklar, rauðleitar skeljasandsfjörur og árlón með fjölbreyttu dýralífi. Mikið af sel er á Rauðasandi. Í Látrabjargi er stærsta álkubyggð í heimi og þar nær lundi líklega alþjóðlegum verndar- viðmiðum. Á svæðinu hafa orpið yfir 45 tegundir fugla. Lj ó sm . M at s W ib e Lu n d .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Reykjavík Grapevine

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík Grapevine
https://timarit.is/publication/943

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.