Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 04.01.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 4. janúar 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Sunnudaginn 7. janúar Guðþjónusta kl. 11 Prestur: sr. Gunnþór Þ. Ingason Sunnudagaskóli á sama tíma í Hvaleyrarskóla og í Strandbergi Barnastarf 10-12 ára barnastarf þriðjudaga kl.17-18.30. 7-9 ára barnastarf fimmtudaga kl. 17- 18.15 Ungbarnamorgnar fimmtudaga kl. 10-12. Æskulýðsfélagið Æskó, 8. bekkur mánud. kl. 19.30- 20.30 Æskó, 9.-10. b. mánud. kl. 20.30-22. www.hafnarf jardark i rkja. is Ljúflingslög í hádeginu í dag Hjörleifur Valsson, hafnfirski fiðlu- leikarinn landskunni verður gestur Antoníu Hevesi á hádegistónleikum Hafnarborgar í dag, fimmtudag kl. 12. Þar munu þau flytja þekkt íslensk sönglög í útsetningu Atla Heimis Sveinssonar ásamt ljúflingslögum eftir Vivaldi og Mozart. Flytjendur segja verkin á efnisskránni vera hvort tveggja í senn mjög afslappandi en um leið ákaflega tilfinningarík. Aðgangur er ókeypis. Sýningar Kvikmyndasafnsins hefjast á ný eftir jólafrí Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Au revoir enfants ('87) í leikstjórn Louis Malle. Myndin gerist í Frakklandi á árum seinni heimstyrjaldarinnar og sögu- sviðið er heimavistarskóli í sveit sem kaþólskir prestar reka. Malle beinir stúdíu sinni að Helförinni, æsku- vináttuböndum og óviljandi upp- ljóstrun; atburðum sem eiga sér rætur í persónulegri reynslu hans sjálfs sem nemanda í heimavistarskóla á stríðs- árunum. Raunveruleg illmenni mynd- arinnar eru gjarnan Frakkar og með því móti beinir Malle athyglinni að fordómum og því að kúgun er ekki bundin við eina þjóð eða þjóðflokk. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6. Þrettándagleði á Ásvöllum Laugardaginn 6. janúar verða jólin kvödd með dansi og söng á þrett- ándahátíð kl. 17.30. Verður safnast saman á svæðinu framan við Íþróttamiðstöðina þar sem fram fer skemmtidagskrá, söngur glens og gaman. Álfar, púkar og jólasveinar verða á svæðinu og taka þátt í gleð- inni. Dagskránni lýkur kl. 19 með veglegri flugeldasýningu í boði Landsbankans. Haukar í samstarfi við Hafnarfjarð- arbæ standa að skemmtuninni. Gleðilegt ár! Hvað skyldi verða gleðilegt við árið sem nú er gengið í garð? Ein leiðin er að bíða og sjá hvað það beri í skauti sér en erum við þá ekki búin að afsala okkur möguleikanum til að hafa áhrif á líf okkar? Margir hófu árið með kampavínsskál og gleðilátum en lögðust svo til hvílu, þreyttir eftir hátíð jóla og áramóta. Gleði er ekki sjálfgefin og á undanförnum misserum höfum við verið minnt á að fjölmargir eiga í erfiðleikum með að sjá gleðina í lífi sínu. Slíkir erfiðleikar fara ekki í manngreiningarálit og peningaleg gæði hjálpa þar lítið. Ýmislegt hefur verið gert til að koma til móts við þarfir þeirra sem glíma við þunglyndi sem gjarnan leggst á þegar skammdegið hvílir yfir eins og svartnætti. Miklu munar um að við sem einstaklingar, vinir, foreldrar, systkini eða skyldmenni tökum eftir því hvernig næsta manni líður og látum okkur það skipta máli. Það þarf enga sérfræðikunnáttu til að ljá öxl sína og brosið er sólskin sem vermir allt, eins og segir í kvæðinu. Þó má ekki vanmeta þörfina á að aðgangur að sérfræðiaðstoð þarf að vera aðgengilegur, en oft má engan tíma missa. Við eigum sjálf mikinn þátt í að árið verði gleðiríkt og þó menn takist á um stækkun álvers, val á þingmönnum eða leggi hart að sér í vinnu þarf það ekki að draga úr gleði í lífi okkar. Við getum með hverju því sem við gerum ákveðið hvort við gleðjumst eða aukum á áhyggjur okkar. Tryggvi Þorsteinsson, skátaforingi frá Akureyri sagði í kvæði sínu: „Þú leitar oft gæfunnar langt yfir skammt, þú leitar í fjarlægð, en átt hana samt. Nei – vel skal þess gæta; hún oftast nær er, í umhverfi þínu hið næsta þér.“ Gleðilegt ár! Guðni Gíslason Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 7. janúar Fjölskylduhátíð kl. 11:00 Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Barnakórinn og Unglingakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttir 8-9 ára starf á mánudögum kl. 16:30 10-12 ára starf (TTT) á þriðjudögum kl. 17:00 Unglingastarf á þriðjudögum kl. 19:30 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12:00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13:00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13:00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur 1. Samstarfssamningur Glitnis við Byggðasafn Hafnarfjarðar og Hafnarborg. Björn Pétursson mætti til fund- arins og kynnti drög að samningi á milli Byggðasafns Hafnarfjarðar og Hafnarborgar annars vegar og Glitnis hins vegar. Menningar- og ferðamálanefnd er samþykk því að í framhaldinu verði aðgangs- eyrir að Byggðasafninu felldur niður og vísar ákvörðun þar um til bæjarráðs. 1. Íbúalýðræði/kosning. Lögð fram drög að máls- meðferðarreglum um almennar atkvæðagreiðslur í Hafnarfirði ásamt greinargerð frá Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði. Meirihlutinn í lýð- ræðis- og jafnréttisnefnd sam- þykkir drögin fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs til kynningar og afgreiðslu. Fulltrúi Vinstri grænna óskar bókað: „Undirrituð sam- þykkir ekki drögin og gerir einnig athugasemd við 4. gr.“ Hjartað elskar fisk Álverið í Straumsvík Samkomulag um raforkuverð Rannveig Rist og Friðrik Sophusson undirrituðu 15. desember sl. samkomulag sem framlengir fram á mitt næsta ár viljayfirlýsingu Alcan og Lands- virkjunar um gerð raforku- samnings til stækkunar álversins í Straumsvík. Þetta samkomulag felur einnig í sér formlega staðfestingu á að samninganefndir fyrirtækjanna hafi náð samkomulagi um raf- magnsverð. Ætlunin er að leggja rafmagnssamninginn fyrir stjórnir Alcan Inc. og Landsvirkjunar til samþykktar á nýju ári. Þá undirrituðu Rannveig og Friðrik einnig samning milli Alcan og Landsvirkjunar um skiptingu kostnaðar vegna næsta skrefs í undirbúningi virkjana í Neðri-Þjórsá. Stjórn Landsvirkj- unar samþykkti á fundi sínum í morgun að heimila að ráðist verði í útboð á hönnun virkjan- anna í Neðri-Þjórsá. Þetta er gert svo unnt verði að standa við orkuafhendingu á tilsettum tíma en ráðgert er að stækkun álvers- ins í Straumsvík geti komist í fullan rekstur í ársbyrjun 2011 ef núverandi áform ganga eftir. Orkukaup Alcan af Landsvirkjun til stækkunarinnar munu nema um 2.300 GWh á ári. Samkvæmt samningi Alcan og Landsvirkjunar greiðir Alcan 2/3 af kostnaði vegna þessa undir- búnings. Alcan fær þennan kostnað að fullu endurgreiddan ef af stækkun verður en að öðr- um kosti á fyrirtækið tak- markaðan endurgreiðslurétt ef rafmagnið úr þessum virkjunum verður selt öðrum innan ákveð- ins tímafrests.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.