Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 18.01.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. janúar 2007 Geisladiskurinn Nýr dagur sem hafnfirski djassgítar leik - arinn Andrés Þór Gunnlaugsson sendi frá sér sl. sumar var nýlega til umfjöllunar í hollenska vef - tímaritinu Jazzenzo. Þar er aðal - lega fjallað um hollenska djasstónlist en einnig birt viðtöl við heims þekkta djasstónlistar - menn og gagn rýni um geisla - diska. Í gagnrýni um Nýjan dag er sagt frá því að Andrés Þór hafi komið sér á kortið með Hamm - ond tríó inu Wijnen, Wint er & Thor í Hollandi. Um tónlist hans er sagt: „Þetta eru falleg og vel sam in lög sem gefa mikla mögu - leika á spuna. Heildar hljóm urinn einkennist af inn hverfri stemn - ingu og samspil kvart ettsins er grípandi og í há um gæðaflokki. Andrés Þór er sérstaklega áhuga - verður gítar leik ari og leikur hans einkennist af hlýjum, fylltum og syngjandi tóni. Það sem vekur sérstaka athygli er notkun lag - línu hljóma í spuna.“ Ásamt And - rési Þór leika á Nýjum degi Sigurður Flosason á saxófón, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLe - more á trommur. Andrés Þór Gunnlaugsson, gítaristi: Nýr dagur fær hól í Hollandi Í árslok færði Landsbankinn í Hafnarfirði, útibúin á Fjarðar - götu og Bæjarhrauni, lögregl - unni í Hafnarfirði að gjöf tvo nætursjónauka. Gjöfin var veitt fyrir góðan árangur við fækkun afbrota í umdæminu undanfarin ár. Guðmundur Sophusson sýslu - maður veitti þessari gjöf viðtöku. Sjónaukarnir eiga eftir að koma lögreglunni að miklu gagni og gera henni betur kleift að sinna mikilvægum störfum við erfiðar aðstæður en þeir eru framleiddir af American Techno - logies Network Corp sem aðallega framleiðir fyrir lögreglu og herinn, að sögn Ingimars að - stoðar útibússtjóra. Landsbankinn í Hafnarfirði færði Lögreglunni nætursjónauka Kristján Ó. Guðnason , Ólafur G. Emilsson aðstoðaryfirlögreglu - þjónar, Guðmundur Sophusson sýslumaður og fulltrúar Landsbank - ans í Hafnarfirði Ingimar Haraldsson og Gísli Björgvinsson. Rafvirki/ Rafveituvirki Hitaveita Suðurnesja hf óskar eftir að ráða rafvirkja/rafveituvirkja í rafmagnsdeild á starfsstöð HS í Hafnarfirði Í starfinu fellst m.a.: • viðhald og viðgerð á dreifikerfi, línum og götulögnum, • nýlagnir, tengingar og frágangur, • önnur tilfallandi verkefni. Hæfniskröfur: • Sveinspróf í rafvirkjun eða rafveituvirkjun • sjálfstæð vinnubrögð • góð framkoma og lipurð í mannlegum samskiptum. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík, Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði og á heimasíðu fyrirtækisins www.hs.is. Frekari upplýsingar veitir starfsmannastjóri. Umsóknir skulu berast þangað eigi síðar en föstudaginn 26. janúar 2007. Hitaveita Suðurnesja hf (HS hf) er hlutafélag í eigu 10 sveitarfélaga og ríkissjóðs. Hlutaféð í árslok 2005 var tæplega 7,5 milljarðar og eigið fé 13,8 milljarðar. Hitaveita Suðurnesja var stofnuð með lögum frá Alþingi sem staðfest voru 31. desember 1974. Á árinu 2001 sameinaðist Hitaveita Suðurnesja Rafveitu Hafnarfjarðar í HS hf og árið eftir sameinuðust Bæjarveitur Vestmannaeyja fyrirtækinu. Í september 2003 keypti HS hf Vatns - veitu Reykjanesbæja, í september 2004 rafveituhluta Selfossveitna og desember 2005 Vatnsveitu Garðs. HS hf framleiðir heitt vatn og raforku í orkuveri sínu í Svartsengi þar sem uppsett afl er 45 MW í raforku og 150 MW í varma. Þá er hafinn framleiða á 100 MW í raforkuveri á Reykjanesi ásamt því að hafin er framkvæmd að orkuveri 6 í Svartsengi. HS hf annast raforkudreifingu á Suðurnesjum, í Hafnarfirði, á Álftanesi, í hluta Garðabæjar, í Vestmannaeyjum og í Árborg og um síðustu áramót var íbúafjöldi þessa svæðis tæplega 54.000. HS hf annast hitaveiturekstur á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum (um 21.300 íbúar) og vatnsveiturekstur að stórum hluta á Suðurnesjum og í Vestmannaeyjum (um 20.400 íbúar). Starfsstöðvar HS hf eru 5 þ.e. í Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vestmannaeyjum, Árborg og í Svart - sengi. Hjá HS hf starfa um 128 starfsmenn. Lionsklúbbur Hafnarfjarðar færði sl. fimmtu dag augndeild St. Jósefsspítala Sól vangs, 500 þús. kr. til kaupa á augnskoðun - ar tæki. Sagði Árni Sverrisson, forstjóri spítalans, gjöfina mjög mikils metna en slíkar gjafir geri þeim kleift að kaupa tæki sem annars væru látin sitja á hak - anum. Lionsklúbburinn aflar tekna með sölu á Gaflaranum en í klúbbnum eru 37 manns og hefur klúbburinn marg oft styrkt verk - efni á vegum spítalans. Gáfu hálfa milljón til augndeildar Ívar Þórarinsson, formaður Lionsklúbbs Hafnarfjarðar, Jens Þórisson, augnlæknir, Árni Sverrisson, forstjóri St. Jósepsspítala- Sólvangs og Guðjón Þorvaldssonar, formanns verkefnanefndar. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.