Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 25.01.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 25.01.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 25. janúar 2007 www.fjardarposturinn.is Heilsunudd Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h Eldsneytisverð 23. janúar 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 109,4 110,9 Atlantsolía, Suðurhö. 109,4 110,9 Esso, Rvk.vegi. 111,0 112,5 Esso, Lækjargötu 111,0 112,5 Orkan, Óseyrarbraut 109,2 110,8 ÓB, Fjarðarkaup 109,4 110,9 ÓB, Melabraut 109,4 110,9 Skeljungur, Rvk.vegi 11105 112,5 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. HEILSA Fjárfestu í líkamanum og komdu þér í gott form með Herbalife. Heilsuráðgjöf, eftirfylgni. Ingibjörg, hjúkrunarfr. 691 0938 Umræðan um útlendinga undanfarna mánuði er á al gjör - um villigötum. Þjóðrembings - menn hafa ekkert lært af sögunni eða þeir þekkja hana alls ekki. Marg ir Íslendingar halda enn að við séum eingöngu afkomendur hávaxinna ljóshærðra langleitra víkinga af göfugum nor rænum höfðingja - ætt um, fyrir utan ein - staka írskra konungs - dætra sem teknar voru her fangi forðum af hetj unum okkar. Málið er ekki svona einfalt. Sem betur fer voru for - feður okkar af marg - víslegum uppruna þótt norrænir menn og kelt - ar væru þar í meirihluta. Nýlegar erfðafræðirannsóknir staðfesta að forfeður okkar eru af fjöl - breytt um uppruna og að við erum e.t.v. blandaðasta þjóð Ev - rópu svo vitað sé. Þessi fjöl - breyti legi genabanki okkar hefur sjálfsagt forðað okkur frá því að úrkynjast á tímum einangrunar og fáskipta við aðrar þjóðir á for - miðöldum. Hvaðan komu þá allir hinir? Hvaðan komu hinir lágvöxnu og breið leitu, hinir dökkhærðu og brún eygðu? Blóðblöndun er af hinu góða. Hún hefur átt sér stað frá öndverðu eða frá því að mað - urinn fór að ganga uppréttur og ferðast. Forfeður okkar komu frá mörgum löndum. Víkingarnir voru herraþjóðin og tunga þeirra og menning varð því ofaná. En þeir tóku með sér fjöldann allan af fólki sem þeir komust í kynni við á ferðum sínum og komu með þeim nauð - ugir eða viljugir og auðguðu líf okkar og menn ingu með fjöl - breytni sinni. Það sama er er að gerast í dag. Tökum vel á móti inn flytjendum. Hjálp - um þeim til þess að aðlagast og auðveld - um þeim að gerast Ís - lend ingar. Það er ávallt erfitt fyrir fyrstu kynslóð að aðlagast í nýju landi, en ef vel er að hlutum stað - ið verður það auðvelt fyrir næstu kyn slóð innflytjenda. Bæjar - stjórn Hafnarfjarðar hefur borið gæfu til að taka jákvætt á málum inn flytjenda. Við Hafnfirðingar eig um að taka forystu í þessum málum og verða brautryðjendur í að hjálpa innflytjendum að að - lagast. Stöndum saman í því að gera innflytjendur að Íslend ing - um. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri Við erum öll útlendingar Hermann Þórðarson Loftpressuleiga Malbikssögun Múrbrot í steinsteypu Steinsteypusögun Fleygun á klöpp Vegg- og gólfsögun Skotholuborun Kjarnaborun Gerum föst verðtilboð Hilmar Þór – sími 897 2022 H.Þ VERK ehf. Þriggja herbergja íbúð til leigu. 84 fm. Að Kirkjuvöllum 3. Upplýsingar í síma 848-1515 Til leigu 2-3 herb. íb í kinnum frá og með 1. feb. Verð 100.000. 2 mán. fyrirfram. Möguleiki á bílskúr (30.000). Uppl. í síma 861-7063 Kisan okkar Klói týndist föstudaginn 29. des, hann sást síðast á Lang eyra r - veginum en á heima á Álfa - skeiði 54. Hann er hvítur, með svart skott og 2. svarta bletti á bakinu annar er eins og hjarta í laginu. Einnig er hann með blett á höfðinu. Hann er eyrnamerktur og með bláa ól. Ef einhver verður var við hann vinsamlega hringið í Friðrik í s. 661- 1572 eða Ingunni í s. 697-9466 Hans er sárt saknað. Giftingarhringur týndist í nágrenni við leikskólann Norðurberg. Inní honum stendur AH 18.05.2002. Finnandi vinsamlegast hafi samband í síma 848-4424 Til sölu 31" dekk á felgum, óslitin. Voru undir Pajero. Verðhugmynd 35 þúsund. Uppl. í síma 865 7074 Neophrene vöðlur í felulitum til sölu. Notaðar innan við 10 skipti. Stærð XL. Verð 7.000. Uppl. í síma 865 7074 Heimilisþrif Bráðvantar góða manneskju til þrifa. Nánari uppl. í síma 898 3699. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 Atvinna Til sölu Húsnæði til leigu Tapað - Fundið Rótarýhreyfingin á Íslandi hefur um langt árabil sinnt öfl - ugu starfi hér á landi. Markmið alþjóðlegu Rótarýhrey fingar inn - ar er meðal annars að vinna að skilningi og friði milli þjóða, með alþjóða mann úðar-, mennta- og menn ingar verk efnum. Rót - arý klúbb ar hafa verið starf andi í flestum bæjar félögum hér á landi um árabil, og þar hafa rótarý félagar látið gott af sér leiða inn í samfélagið. Það var á vor dög - um 1997, að hafin var vinna að því að stofna nýjan rótarý - klúbb í Hafnarfirði. Rótarý klúbbur Hafn - ar fjarðar, sem árið áður hafði haldið upp á 50 ára starfsafmæli sitt, var orðin mjög fjölmennur, og þá eingöngu karlaklúbbur. Nýji klúbburinn skyldi bland - aður rótarýklúbbur, kvenna og karla. Til þess að stofnuninni gæti orðið, tók Rótarý klúbbur Hafn arfjarðar að sér að vera móð urklúbbur. Þá var stefnt að því að við stofnun nýja klúbbsins yrðu 25 félagar, fjórir félagar frá Rótarýklúbbi Hafnar fjarðar voru tilbúnir að styðja við framtakið og gengu til liðs við hinn nýja klúbb. Klúbburinn 10 ára Þann 5.júní n.k. verða liðin 10 ár frá því Rótarýklúbburinn Str - aumur var stofnaður hér í Hafn - ar firði. Stofnfundurinn var hald - inn í Hafnarborg og hófst hann kl.19 fimmtu daginn 5.júní 1997. Til fundarins boðuðu heiðurs - menn irnir, Jón Hákon Magnús - son, formaður út breiðslu nefndar Rótarý umdæmisins á Íslandi og Gísli Jónsson, formaður undir - bún ingsnefndar Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Fundurinn var fjölmennur þar sem tilefnið var hátíðlegt. Full - gildingarhátíð Rótarý klúbbs ins Straums var síðan haldin að veit - inga húsinu Hraun holti 25. apríl 1998. Fjölbreytt starf Á þeim árum sem liðin eru frá stofnun hefur starfið verið fjölbreytt og skemmtilegt. Fyrir - les arar á fundum hreint út frá - bærir, menn og konur frá hinum ýmsu og ólíku störfum hér heima og heiman. Það hefur verið mikil ánægja fyrir klúbb - félaga hversu margir sér fróðir aðilar hafa séð sér fært að koma og kynna verkefni sín og vinnu. Frá árinu 1998 hafa fundir verið haldn - ir kl 7 árdegis og hefur það mælst vel fyrir. Öll - um þeim góðu gestum sem hafa heimsótt félaga á starfstímanum hefur líkað vel að vakna snemma. Fundar tími klúbbsins er sá besti sem hugsast getur þegar litið er til þess að á hraða tímans þá er hluti Rótarýfélaga á Íslandi búnir á sínum fundardegi að sinna sínum félagsstörfum áður en haldið er til vinnu. Félagar í Rótarýklúbbnum Straumur-Hafnarfjörður, verða ætíð þakklát hinum góða Rótarý - félaga, Gísla heitnum Jónssyni, fyrir hans þolinmæði og þrek - virki að ná félögunum saman frá hinum ýmsu starfsstéttum og þar með veitt þeim tækifæri til að kynnast. Nýir félagar Ágæti lesandi, ef þú hefur áhuga á að vera í félagsskap með lífsglöðu fólki, sem vinnur að mann úðarmálum í sínum heima - bæ, vaknar hálftíma fyrr á morgn ana einu sinni í viku, þá átt þú samleið með félögum í Rótarý klúbbnum Straumur Hafn ar fjörður, og bjóðum við þig hjartanlega velkomin/n að heim sækja okkur einhvern fimmtu dagsmorguninn í Hótel Viking (við Fjörukrána) eða senda á okkur fyrirspurn á net - fangið hfj-straumur@rotary.is til að fá frekari upplýsingar. Höfundur er fyrrverandi forseti og stofnfélagi í Rótarýklúbbn - um Straumur Hafnarfjörður. Árrisulir rótarý - félagar í Straumi Funda vikulega kl. 7 á morgnana Valgerður Sgurðardóttir Í dag verður undirritaður sam - st arfs samningur Glitnis við Hafn ar borg og Byggðasafn Hafn ar fj arð ar. Samningurinn ger ir söfn unum kleift að bjóða frí an að gang að öllum sýningum á ár inu 2007. Með þessum samn ingi auð veldar Glitnir Hafn firð ingum sem og öðrum gestum að njóta þess sem er í boði í söfn unum í Hafnar firði. Undirritun samstarfssamnings Glitnir, Hafnarborg og Byggðasafnið gera samning Vantar þig vinnu? Bifreiðastöð Hafnarfjarðar leitar að einstaklingum 18 ára eða eldri í hlutastarf. Áhugasamir hafi samband í síma 555 0888

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.