Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 5
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar minnir á að umsóknar - frestur til að sækja um styrki til menningarstarfsemi og húsverndar rennur út 19. febrúar. Sjá www.hafnarfjordur.is Ertu búin(n) að sækja um? Hverfaþing í Vesturbæ og Norðurbæ Laugardaginn 24. febrúar n.k. verður haldið hverfaþing í Víðistaðaskóla, fyrir íbúa í Vesturbæ og Norðurbæ Hafnarfjarðar. Megin viðfangsefni þingsins eru „Uppeldisskilyrði barna í skólahverfinu“. Þingið stendur frá kl. 10-14 og því eru íbúar hvattir til þess að taka þennan tíma frá og fjölmenna á þingið. Eftirfarandi spurningum verður m.a. velt upp á þinginu: Býrð þú í fyrirmyndahverfi? Er barnið þitt öruggt í sínu hverfi? Eru sölumenn dauðans á skólalóðinni? Þarf að efla samstarf heimilis og skóla? Veistu hvað barnið þitt er að gera á daginn? Viltu hafa áhrif á skólastarfið í þínum skóla? Hefur lífsgæðakapphlaupið sigrað fjölskylduna? Hefur barnið þitt aðgang að íþróttum og heilbrigðum lífsstíl? Barnagæsla og íþróttaskóli verður rekin fyrir börnin á meðan á þinginu stendur. Fyrirmyndarhverfið Söngkeppni Nemendafélags Flensborgarskóla, NFF, var hald - in síðastliðinn fimmtudag í Austurbæ. Fullt var út að dyrum og skemmtu nemendur Flens - borgar sér mjög vel á keppninni. Alls voru sextán atriði sem voru í keppninni en það var hann Jóhannes Pálsson sem sigraði með lagið Nothing compares 2u. Í öðru sæti var Íris Berg Bryde með lagið Mary Jane Shoes og í þriðja sæti var Tryggvi Vilmund - ar son með lagið Mustang Sally en hann sigraði í Söngkeppni NFF árið 2005. Í dómnefnd sátu þau Guðrún Gunnarsdóttir, Toggi og Bríet Sunna. Jóhannes mun taka þátt fyrir hönd Flensborgarskólans í Söng - keppni framhaldsskólanna sem fer fram á Akureyri í mars. Hægt er að hlusta á lögin sem voru í efstu þremur sætunum á vefsíðu NFF, www.nff.is Troðfullt á söngkeppni NFF Jóhannes Pálsson sigurvegari kvöldsins Íris Berg Bryde - 2. sæti Sigurvegarinn Jóhannes Pálsson Tryggvi Vilmundarson - 3. sæti L j ó s m y n d i r : S m á r i G u ð n a s o n FÉLAGSFUNDUR Fundur verður haldinn miðvikudaginn 21. febrúar kl. 20 í Skútunni, Hólshrauni 3, Hafnarfirði Dagskrá: 1. Kjaramál — Stefán Ólafsson, prófessor flytur erindi um skatta og lífskjör. 2. Önnur mál. Kaffiveitingar Stjórn Vlf. Hlífar TRIBAL MAGADANS Kynningarpartý 19. febrúar kl. 20 í húsnæði Technosport, Bæjarhrauni 2 Nýtt námskeið 19. feb. - 18. mars F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 7 0 2 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f . Stúlkur á öllum aldri hjartanlega velkomnar til að kynnast nýjum stíl í magadansi sem einnig er frábær leið til líkamsræktar og til að laða fram kvenlegt eðli. Allar upplýsingar á ww.tribalmagadans.com og í s. 844 6716, Rositsa. Menningar- og ferða mála - nefnd Hafnarfjarðar hefur aug - lýst eftir styrkumsóknum fyrir árið 2007 og minnir á skila - frestinn sem er 19. febrúar. Hægt er að nálgast rafræn eyðu blöð á heimasíðu Hafnar - fjarð ar bæjar www.hafnar fjord - ur.is en einnig er velkomið að kíkja við á Skrifstofu menningar- og ferðamála að Vesturgötu 8. Styrkir til menningar og húsverndar Skilafrestur til 19. febrúar 6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. febrúar 2007

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.