Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 15.02.2007, Blaðsíða 7
Karlakórinn Þrestir hefur starfað í 95 ár, stofnaður í Hafnar firði 19. febrúar 1912 af Friðriki Bjarnasyni tónskáldi og er því elsti karlakór landsins. Af þessu tilefni bjóða Þrestir til afmælis veislu í Hásölum í Hafn - arfirði laugardaginn 24. febrúar nk. kl. 17-18, frír aðgangur auk þess sem Þrestir taka lagið. Á stofnári Þrasta, á tímum sjálfsþurftar og þrautseigju fundu menn hjá sér löngun til að koma saman, æfa söng og stofna kór. En það eru margir sam verk - andi þættir sem þurfa að vera til staðar til að kór fái þrifist og dafnað. Fyrir það fyrsta þurfa að vera til menn sem vilja gefa af tíma sínum til að þjóna söng - gyðjunni, það þarf stjórn kórsins til að halda utan um starfsemina, það þarf stjórnanda sem stýrir faglega þættinum, það þarf húsnæði og síðast en ekki síst, áheyrendur. Ekki spillir að hafa velviljaða bæjarstjórn og fyrir - tæki sem styrkja og hlúa að starf - seminni. Kórinn hefur staðið af sér sveiflur og breytingar í tónlist allt frá gömlu ættjarðarlögunum í gegnum revíutímann, stór - hljóm sveitartímann, rokkið, bítl - ana, diskóið, funkið og aðrar tónlistar stefnur með því einfald - lega að taka þaðan það sem skemmti legt er! Kórinn er fyrir löngu orðinn hluti af menningu og hefðum samfélagsins í Hafn - ar firði, og landsins alls. Árið 1973 var farið í fyrstu utanlands - ferðina en þær hafa orðið æði margar, og jafnvel tvær sama árið. Árið 2004 var farið í júlí - mánuði til þátttöku á kóramót í Wales og í nóvember var sungið ásamt fleirum kórum í Carnegie Hall í New York óratorían Elia eftir Mendelsohn. Árið 1975 var gefin út fyrsta hljómplata Þrasta en síðasta útgáfan var í tilefni 90 ára afmælis kórsins árið 2002 en þá kom út geisladiskurinn „Sveinar kátir syngið!“ Karla - kórinn hefur einnig átt þátt í út - gáfu geisladiska með öðru lista - fólki. Stjórnandi Þrasta er Jón Kristinn Cortez, en píanóleikari Jónas Þórir. Þröstur í 40 ár! Sá kórfélagi sem lengst hefur starfað af þeim sem nú skipa kór inn er Helgi S. Þórðarson tré - smiður, sem söng á sínum fyrstu tónleikum vorið 1966, eða fyrir 40 árum, þá 19 ára gamall, og hefur aldrei sleppt úr eina einasta starfsári. Faðir hans, Björgvin Þórð ur, var lengi söngmaður með Þröstum, og segir Helgi að auð vitað hafi hann oft heyrt föður sinn syngja heima, en kannski minna skilið hvað hann var að syngja, því auðvitað var hann að syngja sína rödd, 1. bassa. „Ég hef alltaf haft óskaplega gam an af því að syngja, söng m.a. í skátakórnum áður en ég fór í Þresti. En það var mamma sem varð það valdandi að ég fór í kór inn en hún sagði við pabba, „Bjöggi, þú ættir að taka strák - inn með þér á æfingu.“ Hann hefur ekkert gaman af því sagði karl inn en úr varð að ég fór með honum á æfingu, en þá var æft í RAFHA við lækinn í Hafnarfirði. Stjórnandi var þá Herbert Hib - er scheck Ágústsson en Sigurður Demetz Fransson raddþjálfaði. Ég lenti í sömu rödd og pabbi eftir raddpróf, og þá fór ég að skilja hvað pabbi var að syngja heima þegar hann var t.d. að raka sig. Það voru alveg dýr - indis söngmenn í 1. bassa á þess um tíma. Eftir tvö ár fór ég fram á að syngja í 2. bassa, söng stjórinn féllst á að reyna það, og þar er ég enn. Herbert var mjög nákvæmur söngstjóri, og sló oft af með því að loka hnefanum. Einhverju sinni mis - líkaði honum hversu seint menn sinntu því og sagði: „Sjáiði þetta ekki. Haldið þið að ég sé að drepa flugur, eða hvað?!“ Fyrsta afmælishóf kórsins sem ég tók þátt í var 55 ára afmæli kórsins í Alþýðuhúsinu í Hafn - arfirði 1967. Ég hef síðan þá ekki síður hrifist af kvartettsöng, og stundum sungið með einum slíkum. Það er verulega gaman, en auðvitað mjög krefjandi.“ Helgi segir að það hafi aldrei hvarflað að honum að hætta í Þröstum, en auðvitað hafi komið tímar sem voru misjafnlega skemmtilegir. Í dag eru Þrestir liðlega 50 talsins, en Helgi segir að fæstir hafi þeir verið 21 á vor - tónleikum þau ár sem hann hafi verið með. Það var kringum 1980, en þá átti það einhverra hluta vegna ekki upp á pall - borðið að syngja í karlakór. En keðjan hefur aldrei slitnað, alltaf verið haldnir vortónleikar þessi ár, og alltaf tekið þátt í karla - kóra mótum, og reyndar hafi starf semi Þrasta aldrei lagst af þessi 95 ár sem karlakórinn hefur starf að. Helgi segir að á þessum árum þegar þeir voru fæstir hafi kannski ekki verið hlegið að þeim, en þeir kannski ekki vakið neina sérstaka lukku!! „Það er alveg yndislegt að koma saman og syngja, finna samhljóminn, syngja með öllum þessum körlum í hóp þar sem allir eru jafnir, hvort sem þú ert verkamaður eða verkfræðingur. Þessa samkennd vantar nokkuð í þjóðfélaginu í dag. Þetta hafa verið margar ógleymanlegar stundir og erfitt að benda á einn atburð umfram annan, en þó er mér ferð kórsins til Færeyja 1973 sérlega minnistæð, kannski vegna þess líka að það var fyrsta utanlandsferðin mín, og hóp - urinn náði sérlega vel saman. Karlakórar eiga að syngja hefð - bundin karlakóralög, eins og t.d. „Förumannaflokkar þeysa“ en einnig að fylgjast með tímanum og syngja lög sem heyrast ekki almennt í útsendingu karla - kóra,“ segir Helgi S. Þórðarson. Alltaf gaman að syngja Kristinn Elíasson hefur sung ið með Þröstum á annað ár, en hann á einnig föður sem söng í karla - kór. Hann segist fyrst hafa heyrt í Þröstum á aðfanga dagskvöld í Hafnarfjarðarkirkju og farið þá að huga að því hvort hann gæti ekki verið með. „Ég hef alltaf haft mjög gaman af því að syngja. Tveimur vikum eftir þetta fékk ég ásamt fleirum á mínum aldri dreifibréf þar sem mér var boðið að koma í raddpróf. Ég hikaði, var ekki viss um hvort ég hefði nógu góða rödd. Ég ákvað þó að láta slag standa, ég yrði þá bara sendur heim aftur. Söngstjórinn ákvað að setja mig í barítóna til vors, en þar er ég enn, og finnst mjög gaman, enda lagavalið gott. Ég hef sérlega gaman af því að syngja þessi gömlu karlakórslög með öðru nýrra, s.s. „Brim - lendingu.“ Það hefur hins vegar komið mér á óvart allt þetta starf sem er í karlakórnum fyrir utan hefðbundna tónleika, s.s. söngur við jarðafarir, afmæli og brúð - kaup, auk þess sem kór félagar koma stundum saman, gleðjast saman. Mér finnst þetta félagslíf og þessi samkennd mjög skemmtileg viðbót, þetta er mjög skemmtilegur félagsskapur, menn á öllum aldri í öllum stéttum þjóðfélagsins, og allir jafnir. Ef maður gerir einhverjar vitleysur í söngnum eru margir tilbúnir til að leiðbeina manni og leiða á rétta braut!,“ segir Kristinn Elíasson. 8 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 15. febrúar 2007 Á síðasta skólaári stóðu stjórn - ir allra foreldrafélaga grunn - skólanna í Hafnarfirði og For - eldra ráð Hafnarfjarðar sameig - inlega að ósk til fræðslu - yfirvalda og skólastjórnenda í grunnskólunum að breyta fyrir komulagi öskudags í Hafnarfirði. Óskin fólst í því að ekki yrði lengur skipu lags - dagur í skólunum heldur skert ur skóladagur til að ná stjórn á því ástandi sem for - eldrum þótti hafa skapast á þess um degi í Hafnarfirði. Þótti foreldrum öryggi barna sinna vera stefnt í hættu þegar þau fóru snemma morguns í kulda og myrkri í iðnaðarhverfin hér í bæ til að syngja fyrir sæl - gæti. Vonast var til að hægt væri að bjóða börnunum upp á ör - uggara og betra fyrirkomulag með því að skipuleggja öskudag með öðrum hætti. Horft var til þess hvernig skól - arnir í Garðabæ og fleiri sveit - arfélögum hafa skipulagt þenn an dag. Foreldrum til mikillar ánægju náð ist sá árangur að í ár er skert - ur skóladagur í öllum grunn - skólum Hafnarfjarðar frá kl. 8- 11. Skólarnir eru nú hver með sínum hætti að skipuleggja það starf sem fara mun fram á ösku - daginn og lagður er mikill metn - aður í að gera það eins vel úr garði og mögulegt er. Í þessu breytta fyrirkomulagi felast mörg tækifæri til að fræðast og skemmta sér saman á ösku daginn bæði fyrir nemendur, kennara og foreldra. Og er það okkar að nýta þau og þróa enn frekar næstu ár. Foreldrafélögin í mörgum skólum munu taka þátt í hátíð - arhöldunum. Auk þess sem Hafn arfjarðarbær heldur skemmt un eftir hádegi í íþrótta - húsinu við Strandgötu. Einnig lögðum við fram ósk um að auka ferðamöguleika barn anna á ösku deginum með því að fara fram á frítt í strætó þennan dag. Það er skemmst frá því að segja að vel var tekið í erindið og mun verða frítt í strætó þennan dag fyrir börn upp í 18 ára aldur. Samstaða og samstarf heimila og skóla er í þessu máli mikil - vægur eins og öðrum. Vonir okk - ar standa til þess að fyrir tæk in í Hafnarfirði sýni þessari ósk foreldra samstöðu og taki þátt í að tryggja öryggi barna okk - ar á þessum degi sem öðrum. Það er von okkar að fyrirtæki bæjarins taki vel á móti börn - unum sem koma til með að vera seinna á ferðinna á þess - um degi en áður. Öll börn eiga að vera í skólanum til há degis þennann dag eins og áð ur hefur komið fram og von um við að vel verði tekið á móti þeim börn um sem heim sækja fyrir - tækin eftir hádegi. Skemmst er þess að minnast að með samstilltu átaki tókst að breyta því ófremdarástandi sem var í Hafnarfirði bæði á ára - mótum og þrettándanum. Aft ur með samstilltu átaki foreldra, skólastjórnenda, bæjaryfirvalda og fyrirtækjanna í Hafnarfirði tekst okkur vonandi að búa börn - unum okkar ánægjulegan ösku - dag í öruggu umhverfi og á jafn - ingjagrundvelli. Sigurlaug Anna er varafor - maður stjórnar foreldrafélags Lækjarskóla Helena Mjöll er formaður for - eldraráðs Hafnarfjarðar Öskudagur í Hafnarfirði Helena Mjöll Jóhannsdóttir Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir Þrastasöngur í 95 ár Elsti karlakór landsins Þrastafélagarnir Helgi S. Þórðarson og Kristinn Elíasson. ORLOFSHÚS Á SPÁNI Umsóknir um dvöl í orlofshúsi sem Hlíf hefur tekið á leigu á La Marína á Spáni stendur til 24. mars n.k. Umsóknareyðublöð eru á skrifstofu Hlífar, Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði, sími 555 0944, www.hlif.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.