Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Miðvikudagur 16. maí 2007 Hafnarfjarðarbær Fjármála - stjórinn segir upp Sveinn Bragason, fjár mála - stjóri Hafnarfjarðarbæjar hefur sagt starfi sínu lausu. Segir Sveinn starfstíma sinn hjá bæjarfélaginu hafa verið afar ánægjulegan og lærdómsríkan þrátt fyrir að oft hafi starfs - umhverfið verið erfitt á tímum tíðra meirihlutaskipta. Hann segir ástæðu uppsagnarinnar fyrst og fremst vera þörfina á að breyta til eftir 18 ára starf hjá Hafnarfjarðarbæ. „Síðustu fjögur árin hefur mitt aðalstarf falist í því að stýra og innleiða breytingar í sam starfi við yfirstjórn, mína frá bæru starfsmenn og aðra sam starfsmenn sem fært geti rekst ur bæjarfélagsins í átt að því besta sem gerist bæði á opin berum- og einkamarkaði. Þessi verkefni hafa flest hver geng ið fram eða eru komin í góð an farveg. Ákvörðun sem þessi er alltaf erfið því tryggðin við bæjar - félagið er mikil. Það sem gerir hana léttbærari er sú fullvissa að yfirstjórn, stjórnendur og aðrir starfsmenn Hafnar fjarð - arbæjar haldi áfram á sömu braut og þrói og efli reksturinn og þar með þjónustuna við íbú - ana enn frekar,“ segir Sveinn í samtali við Fjarðar póst inn. Vorverk og viðhaldsvinna Víða um bæinn eru verktakar og starfsmenn bæjarins að laga það sem hefur farið úrskeiðis í tímans tönn og í Setberginu voru skemmdar gangstéttar brotnar upp og ný steypt í stað - inn. Þetta gekk hratt fyrir sig, gangstéttin var brotin á fimmtu degi og búið var að steypa nýja á mánu dags - morgni. Allt í drasli Til eigenda og ábyrgðarmanna lausamuna á hafnarsvæðum Hafnarfjarðarhafnar Hafnarfjörð til fyrirmyndar Til athugunar með hækkandi sól: Vinsamlegast fjarlægið sem fyrst lausamuni af hafnar svæðum Hafnarfjarðarhafnar sem eru á víð og dreif um hafnarsvæðin og þá muni sem ekið var með á geymslusvæðið í fyrra og ekki síðar en 21. maí nk. Sé þessum tilmælum ekki sinnt, verða viðkom - andi munir fjarlæðir og fargað á ábyrgð og kostnað eigenda og/eða umráðamanna. Látum hendur standa fram úr ermum og höfum Hafnarfjörð til fyrirmyndar. Hafnarstjóri © H ön nu na rh ús ið e hf . – 0 70 5 Eigðu friðlátt kvöld við fjörðinn Til sölu tvær íbúðir að Herjólfsgötu 36 og 40 fyrir 60 ára og eldri. Glæsilegar 100 m² nýjar íbúðir með útsýni yfir sjó og land tilbúnar til afhendingar strax. Skipti á eldri eignum koma til greina. Allar upplýsingar veitir Gunnar hjá RE/MAX BORG í síma 820 8900. Ársfundur Eftirlaunasjóðs starfsmanna Hafnarfjaðarkaupstaðar verður haldinn 24. maí 2007 kl. 16.30 í fundarherbergi bæjarráðs, Strandgötu 6, Hafnarfirði Á fundinum verður gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningi 2006, tryggingafræðilegri úttekt og fjárfestingarstefnu. Allir sjóðfélagar, þar með taldir lífeyrisþegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum með umræðu- og tillögurétti. Þriðja bikarmót KAÍ 2006 - 2007 fór fram á Ásvöllum laugardaginn 28. apríl. Sjö karlar og fjórar konur mættu til leiks. Guðbjartur Ísak Ásgeirsson, Haukum, varð bikarmeistari karla. Hann sigraði í kata á öllum mótunum og í kumite á tveimur en lenti í öðru sæti á einu í sínum þyngdarflokki. Helena Montazeri, Víkingi, varð bikarmeistari kvenna. Karate: Guðbjartur Ísak bikarmeistari Guðbjartur Ísak og Helena Montazeri með verðlaunagripina Á laugardaginn var óvenju líflegt á leikskólanum Norður - bergi en þar hafði verið sett upp sýning á verkum barnanna frá liðnu skólaári. Verk barnanna voru dreifð á milli deilda eftir árstíðum. Álfa - steinn sýndi sum arverkin, Birki - ból sýndi haust verkin, Kletta - borg sýndi vetrar verkin og Trölla gil sýndi vor verkin. Verk - efni skólahóps voru svo til sýnis í Kas tala. Börnin sýndu stolt foreldrum og gestum verkin sín og allir gæddu sér á vöfflum. Árstíðarlistaverk á Norðurbergi Anna Borg, leikskólastjóri stolt með vandaða möppu eins nemandans. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fáninn blakti við hún og margir komu hjólandi. Verktaki að störfum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.