Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 8

Fjarðarpósturinn - 16.05.2007, Blaðsíða 8
8 www.fjardarposturinn.is Miðvikudagur 16. maí 2007 Vilja að Sigling verði steypt í ál Höfundur listaverksins Sig l - ing ar sem sagt var frá í blaðinu í síðustu viku vill helst að verkið verði steypt í ál. Tilboð hefur fengist frá Pétri Bjarna - syni um að gera mót og steypa verkið í ál og skv. áreiðan leg - um heimildum er áætlaður kostnaður á fimmtu milljón kr. Verkið var steinsteypt árið 1974 á tímum þegar íslenska sementið var ónýtt og steyptir hlutir skemmdust með tíman - um. Einnig eru uppi hugmynd um að laga verkið með steypu - efn um en óvíst er hversu var - an leg sú viðgerð yrði. FJARÐARPÓSTURINN OG SKÁTARNIR Munum að flagga á uppstigningadag Kristín Guðmundsdóttir varð 105 ár sl. föstudag og eru hún elsti núlifandi Íslendingurinn. Hún kemst þar með í hóp þeirra 23 Íslendinga sem hafa orðið svo langlífir en þeir eru 18 á Íslandi og 5 í Vestur heimi. Kristín er fædd í Kolbeinsvík í Stranda sýslu og ólst upp í Byrg - is vík. Hún átti fjórtán systkini. Ellefu þeirra náðu fullorðinsaldri og urðu þau elstu tæplega níræð. Maður Kristínar var Viggó Guð mundsson, ættaður af Stönd - um, en hann lést fyrir 34 árum. Þau voru fyrst í húsmennsku á Kleifum í Kaldbaksvík í Stranda sýslu, fluttu til Ísafjarðar 1935, til Reykjavíkur 1954 og til Hafnarfjarðar 1958 þar sem þau bjuggu lengst af á Flókagötunni. Kristín bjó síðast að Álfaskeiði 64 og var orðin 100 ára þegar hún flutti á Sólvang. Börn þeirra voru fjögur og eru tvö þeirra á lífi, systur á áttræðis aldri. Kristín stundaði heimilisstörf og ýmis verkamannastörf. Hún var mikil handavinnukona, saum aði, prjónaði og heklaði mikið. Hún er mjög trúuð og mikið fyrir að hlusta á sálma og íslensk ættjarðalög. Kristín sagði í samtali við Fjarðarpóstinn á 102 ára afmæli sínu að hún hefði áður gengið mikið og hefur hún ávallt verið við góða heilsu. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri heilsaði upp á afmælisbarnið og færði henni blómvönd frá bæjarbúum. Kristín 105 ára Elsti núlifandi Íslendingurinn Ingiberður Ólafsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri, Gunnar Valtýsson, yfirlæknir og Lúðvík Geirsson með Kristínu á afmælisdaginn. Skárra væri að sjá það undir segli en í þessu ástandi L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.