Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 4
FH-ingar sendu 7 lið til keppni og Haukar 4 á N1 mótinu í knattspyrnu 5. flokks drengja sem haldið var á Akureyri frá miðvikudegi til laugardags. Stóðu hafnfirsku leikmennirnir sig mjög vel og bæði liðin áttu 2 lið í úrslitum FH-ingar sigruðu í flokki D-liða og Haukar urðu í 2. sæti í flokki A-liða og í 3. sæti í flokki D-liða. Tæplega 30 lið voru í hverjum flokki. Árangur liðanna: FH: A-lið: 5. sæti B-lið: 9. sæti C-lið: 13. sæti D-lið: 1. sæti D-lið: 5. sæti (FH 2) E-lið: 4. sæti (FH 2) E-lið: 8. sæti Haukar: A-lið: 2. sæti B-lið: 25. sæti D-lið: 2. sæti E-lið: 9. sæti Henrik Bjarnason, FH var kjörinn besti markmaður D-liða, Atli Fjölnisson, FH var kjörinn besti sóknarmaður D-liða og Tómas Orri Kristinsson, FH 2 var kjörinn besti sóknarmaður E liða. Mikil stemmning var meðal leik manna og aðstandenda. Leik mennirnir einbeittu sér að leikj unum en aðstandendur lið - anna dvöldu flestir á tjald - svæðinu og nutu þess að horfa á leiki strákanna. Ritstjóri Fjarðarpóstins, sem var á staðnum gat ekki annað en dáðst að getu strákanna og mikill munur á almennri knattleikni og spili strákanna en gerðist á æskuárum ritstjórans. Þá var líka undantekning ef foreldrar horfðu á leiki, hvað þá að þeir þeyttust landshorna á milli til að styðja börnin sín. Foreldrar voru til fyrirmyndar og virðist sem náð hafi að siða þá mikið til og ekki varð vart við að foreldrar slepptu sér í æsingnum eins og stundum gerðist á svona pollamótum. Ýmsir fóru þó hásir heim, eftir að hafa hvatt sitt lið ósparlega. 4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. júlí 2007 Hafðu samband og fáðu frekari upplýsingar um Hafnarfjörð og margvíslega starfsemi á vegum sveitarfélagsins hjá þjónustuveri bæjarins í síma 585 5500 og á heimasíðunni www.hafnarfjordur.is VELKOMIN TIL HAFNARFJARÐAR! Hafnarfjarðarbær auglýsir lausa stöðu við bað- og laugarvörslu karla í Suðurbæjarlaug. Umsækjendur þurfa að standast hæfnispróf samkvæmt öryggisreglugerð fyrir sundstaði. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi S.T.H. og Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður Suðubæjarlaugar Daníel Pétursson, daniel@hafnarfjordur.is í síma 565 3080 / 699 3953 Suðurbæjarlaug Laus staða við bað- og laugarvörslu karla Fótboltamenn framtíðarinnar Hafnfirðingar stóðu sig vel á N1 mótinu á Akureyri FH-hópurinn var ánægður að móti loknu. L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n Baráttuglatt A-lið Hauka sem varð í 2. sæti ásamt þjálfurum sínum. Tómas, besti sóknarmaðurinn.Henrik, besti markvörðurinn. Sólon skorar eitt marka sinna. Haukarnir börðust vel.Kátir FH-ingar. Ungu strákarnir í FH 2 urðu í 4. sæti E-liða, frábær árangur. Sigurlið FH í flokki D-liða, hæstánægðir með árangurinn.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.