Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 12.07.2007, Blaðsíða 7
Það voru stórtíðindi á Ás - völlum er 2. deildar lið Hauka sló Fram út í 16 liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu en Fram leikur í úrvalsdeildinni. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 1-1 og eftir fram - lengingu var staðan 2-2. Þá kom til vítaspyrnukeppni þar sem Haukar voru komnir undir en þá tók Amir Mahica, markmaður Hauka til sinna ráða og varði samtals 3 vítaspyrnur og lauk leiknum með 6-5 sigri Hauka. Sannarlega óvænt úrslit. FH-liðið flaug til Eyja og keppti við ÍBV sem ávallt eru baráttuglaðir, ekki síst á heima - velli. Eftir markalausan fyrri hálfleik sýndu FH-ingar klærnar og Matthías Vilhjálmsson skor - aði fyrsta markið á 52. mínútu og Bjarki Gunnlaugsson bætti öðru marki við 13 mínútum síðar. Tryggvi Guðmundsson komst svo ekki hjá því að ýta á eftir knettinum í markið eftir góða fyrirgjöf frá varamanninum Atla Guðnasyni á 80 mínútu og loka - staðan var 3-0 sigur FH-inga. Eru því bæði FH og Haukar komin í 8 liða úrslit. Knattspyrna Bikakeppni karla: ÍBV - FH: 0-3 Haukar - Fram: 6-5 2. deild karla: Haukar - Selfoss: 1-1 KS/Leiftur - ÍH: 3-2 1. deild kvenna: Haukar - GRV: 4-2 Afturelding - FH: 5-1 Næstu leikir: Knattspyrna 12. júlí kl. 20, Kaplakriki FH - GRV (1. deild kvenna, a-riðill) 13. júlí kl. 20, ÍR-völlur ÍR - Haukar (2. deild karla) 13. júlí kl. 20, Kaplakriki ÍH - Afturelding (2. deild karla) 14. júlí kl. 16, Kaplakriki FH - ÍA (úrvalsdeild karla) 16. júlí kl. 20, Ásvellir Haukar - Afurelding (1. deild kvenna, a-riðill) 18. júlí kl. 20, Kaplakriki FH - HB, Færeyjum (Evrópukeppni félagsliða) Anton Sveinn McKee, 13 ára Hafnfirðingur sem æfir með Sundfélaginu Ægi í Reykjavík, varð stigahæstur drengja á ald - urs flokkamóti SSÍ sem haldið var á Akureyri um síðustu mán - aðar mót. Vann hann til fimm verð launa, brons í 1500 m skrið - sundi og 200 m bringu sundi, silfur í 100 m bringusundi og 200 m flugsundi og gull fyrir 400 m fjórsund. Setti hann einnig félagsmet í 200 m og 400 m fjórsundi drengja. Bætti hann tíma sína verulega í öllum sundum. Helg - ina áður hafði hann tekið þátt í fert ugustu og fyrstu Alþjóða - leikum unglinga sem fram fóru í Laugardalslaug þar sem mættir voru um 150 keppendur frá ýmsum löndum. Tveir aðrir Hafnfirðingar, Birkir Snær Helgason og Eiríkur Grímar Kristínarson sem einnig æfa með Ægi stóðu sig mjög vel á AMÍ og voru valdir í framtíðar - hóp SSÍ. www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 12. júlí 2007 ÍþróttirFH mætir HB frá Færeyjum! FH-ingar mæta HB frá Færeyjum í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða. Fyrri leikurinn er í Kaplakrika á miðvikudaginn, 18. júlí kl. 20 en liðin mætast síðan í Færeyjum 25. júlí. Ef FH ber sigur úr býtum þá mætir félagið sigurvegarnum úr leik Apoel frá Kýpur og Bate frá Hvíta Rússlandi. Líf og fjör í Partille FH og Haukar til fyrirmyndar Það var stór hópur Hafn - firðinga sem fór til Gauta - borgar í Svíþjóð í síðustu viku til að taka þátt í hinu árlega Partille Cup í handbolta. FH sendi 2 lið í karlaflokki og 1 í kvenna flokki og það sama gerðu Haukar. Veðrið var ekki upp á sitt besta, en það helli - ringdi um tíma og fresta varð leikj um vegna þessa, en allir leikir eru spilaðir utan dyra að venju. Um 100 lið taka þátt í hverjum flokki og komst 16 ára drengjalið FH alla leið í 8 liða úrslit en tapaði þar naum - lega á móti sænska liðinu Skan ela, sem fór síðan alla leið í úr slitin. 16 ára stúlkna lið Hauka fór í 16 liða sem og 15 ára drengja lið FH. Önnur lið fóru í B úrslit og stóðu sig vel. Hópurinn frá Hafnarfirði var stór að þessu sinni, leikmenn, þjálfarar, fararstjórar og fjöl - margir stuðningsmenn. Allir voru Hafnarfirði til fyrir mynd ar. Stigahæstur í drengjaflokki á AMÍ Aldursflokkamót sundmanna 17 ára og yngri Anton Sveinn McKee Hermann Björn Erlingsson vildi ekki meina að þetta sé van - traust á sr. Carlos, níu hæfi leika - ríkir einstaklingar hafi sótt um stöðuna og málið hafi verið afgreitt í samræmi við lög. Alls sátu sex úr Ástjarnarsókn í val nefnd inni, þar af allir sókn - arnefndarmennirnir og vara - formaður sóknarinnar og þrír úr Kálfa tjarnar sókn auk vígslu - biskups og pró fasts Höfðu full - trúar Ástjarnar sóknar því meiri - hluta en nefndin þurfti að skila einróma niður stöðu, annars úr - skurðaði biskup um stöðuna. Einn sóknarnefndarmaður sagði í samtali við Fjarðar - póstinn að engum hafi verið stillt upp við vegg. Svona hafi farið er leitað hafi verið samstöðu og vildi ekki túlka niðurstöðuna sem gagnrýni á störf Carlosar. Í Kálfatjarnarsókn kom hins vegar fram gagnrýni á það að sóknarprestur, sr. Carlos Ferrer næði ekki nægilega vel til sóknarbarna. Ekkert var gert til að ná sáttum og benti formaður Prestafélagsins á að fámennur sóknarfundur hafi viljað láta auglýsa stöðuna og á það hafi verið hlustað á meðan ekki hafi verið hlustað á stærri hóp sókn - ar barna í annarri sókn í sama prófastdæmi í öðru máli. Sr. Carlos vildi lítið segja um niðurstöðuna að svo komnu máli, umboðsmaður Alþingis hafi lítið haft við málsmerðina að segja nema að úrskuðarnefndin hafi ekki hlustað á andmæli prestsins, það gagnrýndi hann. Nýr prestur hafnfirskur Sr. Bára Friðriksdóttir er fædd 27. október 1963 og er búsett í Reykjavík en foreldrar hennar eru Friðrik Jónsson, stýrimaður, sem lést í maí sl. og Guðrún Anna Ingimundardóttir, búsett í Hafnarfirði. Bára er gift Guð - mundi Steinþóri Ásmynssyni, prent smið og eiga þau saman eina dóttir en Bára á að auki einn son. Bára Friðriksdóttir L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Valnefndin vildi ekki núverandi prest áfram Framhald af bls. 1 Safnaðarheimili Ástjarnarsóknar FH og Haukar áfram í bikarnum 2. deildar lið Hauka sló úrvalsdeildarlið Fram út! Amir Mahica var hetja Hauka og varði 3 víti Frammara. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Páll Guðmundsson, fv. formaður knattspyrnudeildar Hauka fagnar sínum mönnum. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Tryggvi Guðmundsson skoraði eitt marka FH. Sleit 150 lína símastreng Gröfumaður gróf í sundur 150 lína símastreng á Hverfisgötu á þriðjudag og var ærið starf hjá starfsmönnum Símans og Mílu að tengja línurnar saman aftur og kanna síðan hvort rétt væri tengt. Víða var tenging komin á um kvöldið og eflaust hafa margir pirrast yfir að missa síma- og nettengingu. Unnið við viðgerð L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.