Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 18.10.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 18. október 2007 Þegar kemur eilifð, allt horfið, trú klárast, von fullkomast. Kærleikurinn einn er eftir til að fagna með þér, Drottinn, í ríki þínu. Sr. María Benedikta Að morgni sunnudagsins 14. október s.l. lést okkar kæra systir María Benedikta af Jesú Hostíu Anna Baranska), fædd í Póllandi 10. júní 1924. Hún vann klausturheit 4. maí 1948 og kom til Íslands í mars 1984. Jarðarförin fer fram í kapellu Karmelklaustursins í Hafnarfirði föstudaginn 19. október kl. 13. Karmelnunnurnar í Hafnarfirði „Wszystko przeminie, gdy nadejdzie wieczność, Wiara się skończy a nadzieja spełni; Miłość zostanie, by się cieszyć Tobą W Twoim królestwie.“ Pragniemy poinformowac, że pogrzeb naszej zmarłej siostry M. Benedykty od Jezusa Hostii odbędzie się w naszej klasztornej kaplicy dnia 19.10.2007 o godzinie 13.00 czasu islandzkiego (15.00 czasu polskiego). Zapraszamy do duchowego udziału, siostry karmelitanki bose z Islandii. Reykjavíkurvegur 52, Hafnarfirði, skiptist í tvö stórglæsileg stigahús með lyftu og sérinngang af svölum. Húsið er hannað af Sigurði Þorvarðarsyni byggingarfræðing. Húsið er staðsett í göngufæri við ýmsa þjónustu. Frágangur er mjög vandaður. Íbúðir skilast fullbúnar með vönduðu parketi á gólfum en baðherbergi og þvottahús eru flísalögð. Húsið er marmarasallað að utan. Gluggar eru ál/tré frá Gluggasmiðjunni. Stórglæsilegar innréttingar og innihurðir eru frá Fagus Þorlákshöfn. Húsið er á fimm hæðum með vandaðri bílageymslu. Fullbúinn sýningaríbúð með húsgögnum frá Egg ásamt vandaðri lýsingu frá Lumex. fyrir 50 ára og eldri Fr um Nýtt í sölu Byggingaraðili: Kristjánssynir Byggingarfélag ehf • Íbúðir eru til afhendingar strax • Viðhaldslítið hús • Rúmgóðar íbúðir • Tvennar svalir með völdum íbúðum • Mynddyrasími • Snjóbræðslukerfi í göngustíg og aðkomu að bílskýli • Allar íbúðir með sérinngangi á svölum, • Nútímalegar innréttingar frá Fagus með Granítborðplötum • Íbúðir eru afhendar fullbúnar með vönduðu 2ja stafa Kährs parketi • 28 stæði í bílageymslu Bæjarhrauni 10 • Sími 520 7500 Nýtískulegt fjölbýlishús með 30 fullbúnum íbúðum Opið hús í dag kl 17-19 Sölumenn Hraunhamars verða á staðnum !! Hljómsveitin BonSom var stofnuð á síðasta ári, einkum til að hita upp fyrir Kurt Elling á Djasshátíð Reykjavíkur. Við - tökurnar voru mjög góðar en senni lega er best að lýsa tónlist sveitarinnar sem djössuðu rokki með blöndu af pönki og þjóð - lagatónlist. Hljómsveitina skipa Hafnfirð - ingarnir Eyjólfur Eyjólfsson saxó fónleikari og Andrés Þór Gunn laugsson gítarleikari en með þeim eru þeir Þorgrímur Jónsson kontrabassaleikari og Scott McLemore trommuleikari. Félagar BonSom semja tón - listina sjálfir og dreifist tón smíð - in nokkuð jafnt á félagana en þrátt fyrir það hefur hljómsveitin náð að skapa samræmdan og sérstæðan hljóm með samspili og útsetningum. Í vor hljóðritaði sveitin tónlist sína í Heita pottinum og gaf út plötuna BonSom með 10 lögum sveitarinnar. Platan er vönduð og tónlistin þægileg, ætti að falla að geði bæði djassgeggjarar og rokkara. Um þessar stundir er verið að vinna að útgáfu disksins í Austur-Asíu en útgáfufyrirtæki þar hefur sýnt disknum mikinn áhuga og eru allar líkur á að hann muni koma þar út á næstu mánuðum segir Eyjólfur Eyj - ólfs son í stuttu samtali við Fjarðarpóstinn og hvetur fólk til að koma og hlýða á hljóm - sveitina á Gauki á Stöng á sunnu daginn kl. 9-9.30. BonSom vekur athygli í A-Asíu Hálf hafnfirsk hljómsveit spilar á Airwaves Andrés Þór, Eyjólfur Scott og Þorgrímur. Fjölmenni var á opnun sýning - ar Árna Hjörleifssonar, fv. bæjar - fulltrúa á Bæjarhrauni 10. Hann sýnir um 100 myndir sem hann hefur málað á síðustu árum, ma. þegar hann var í námi í Genf. Árni notar sterka liti og túlkar landslagið frjálslega og ættu allir að finna eitthvað fyrir sinn smekk. Það er vel þess virði að gefa sér tíma til að skoða sýningu Árna en hún er opin frá kl. 17 til 21. október. 24 • Sími Netfang: Fjölmenni á opnun hjá Árna Sýnir á Bæjarhrauni 10 L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.