Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Fríkirkjan Sunnudaginn 4. mars Sunnudagsskóli kl. 11 Guðsþjónusta kl. 13 Krakkakirkjan þriðjudaga kl. 16.30 Opið hús fyrir 10-12 ára fimmtudaga kl. 16.30 Allir velkomnir www.frikirkja.is Landsbankinn og Hesta - manna félagið Sörli hafa samið um að Landsbankinn verði styrkt ar aðili mótaraðar Sörla í vetur. Vetrarmótaröð Sörla kall - ast nú Landsbankamótin. Í mótaröðinni eru þrjú mót, eitt var haldið um helgina og mót verða í mars og apríl. Fasteigna - salan Hraun hamar styrkti mótin undan farin ár. Veitt eru verðlaun fyrir árangur í hverju móti fyrir sig en auk þess safna keppendur stig um. Keppt er á beinni braut á öllum mótum. Á tveimur fyrstu mótunum er keppt í tölti. Þriðja mótið er svo - kallað þrígangsmót þar sem keppendur etja saman klár hest - um og alhliða hestum. Á mót - unum verður einnig keppt í 100 m skeiði. Fyrirkomulag móta er einfalt, keppt er í öllum flokkum og mótin eru opin öllum hesta - mönnum. Landsbankamót II - 17. mars: Töltkeppni á beinni braut og 100 m skeið. Landsbankamót III - 21. apríl : Þrígangsmót á beinni braut og 100 m skeið. „Það er okkur sönn ánægja hér í Landsbankanum í Hafnarfirði að styðja við bakið á Hesta - mannafélaginu Sörla, og þessari sívaxandi fjölskylduíþrótt þar sem bæði háir og lágir koma saman og njóta samveru við hesta og náttúru,“ sögðu þeir Matthías Gíslason, útbústjóri Landsbankans í Fjarðargötu og Gísli Björgvinsson, sölustjóri Landsbankans í Hafnarfirði, um samstarfið við Sörla. Mótanefnd Sörla fagnar samn - ingum við Landsbankann. Vetr - ar mótin hafa verið vinsæl undan - farin ár og þátttaka Lands - bankans er mikilvægur þáttur í að auka veg þeirra enn frekar. Vetrarmótaröð Sörla Landsbankinn styrkir mótaröðina í vetur Matthías Gíslason, útbústjóri Landsbankans í Fjarðargötu, og Kristín Ingólfsdóttir frá mótanefnd Sörla fagna samkomulagi um Landsbankamótin – vetrarmótaröð Sörla. Ég hef verið svo lánsöm í gegnum tíðina að geta ráðið hvar ég vinn og hve lengi. Ég vinn núna í Stímir í Hafnarfirði sem þjónustar álver á ýms - an hátt. Við hönnum, smíðum og setjum upp búnað fyrir álver um allan heim. Við erum einnig í viðhalds- og viðgerðarþjónustu. Hjá okkur hefur starfs - fólkið mikla þekkingu og er menntað sem raf virkjar, vélvirkjar, tæknifræðingar, vél - fræðingar og rafeindavirkjar svo dæmi séu tekin. Stímir varð til vegna tilveru Isal árið 1995. Þar unnu fimm bræður sem sáu þörf og tækifæri fyrir svona fyrirtæki. Frá upphafi höfum við þjónustað álverið í Straumsvík og við höfum stækkað með hverju ári og erum nú nokkuð þekkt í ál - geiranum. Að öllum öðrum ólöst uðum hefur Isal alltaf verið fasti punkturinn í tekjuöflun okkar og er enn, enda í næsta nágrenni við okkur. Núna er hinsvegar svo komið að bæjarbúar í Hafnarfirði eiga að kjósa um hve lengi ég kem til með að vinna hjá Stímir. Við sem erum daglega með augun á álgeiranum vitum að ef Alcan fær ekki að stækka í Straumsvík kemur að því að loka verður verksmiðjunni og staðreyndin er að ég missi vinnuna mína sam - hliða því. Miðað við skoðana - könnunina hjá Capacent er fólk and vígt stækkun vegna loft - meng unar og sjónmengunar. Raun in er hinsvegar sú að með nýrri tækni, eykst loftmengun mjög lítið og alls ekki í hlutfalli við stækkun álversins. Flúormengun eykst einnig sáralítið og verður langt undir viðmiðunarmörkum og sjónmengun gagn - vart þeim sem keyra framhjá Isal mun minnka. Álframleiðsla í heim inum mun ekki minnka heldur þvert á móti mun hún aukast. Það segir okkur að ef við notum ekki tækifærið og framleiðum hluta af því áli sem vantar upp í eftir spurnina, þá gerir það einhver annar. Við erum hinsvegar með bestu aðstöðuna til þess með tilliti til loftslagsbreytinga. Mig langar að biðja ykkur Hafnfirðinga og aðra að skoða staðreyndir vel með jákvæðu en hlutlausu hugarfari og taka svo ákvörðun út frá þeim. Það eru jú tvær hliðar á öllum málum og ekki alltaf ástæða til að trúa fyrsta manni, heldur borgar sig að leita sér upplýsinga hjá fleiri aðilum. Mig langar áfram að ráða því hvar ég vinn og hve lengi, en nú er það undir ykkur komið hvort svo verði. Höfundur er félagi í Hag Hafnarfjarðar Alcan er vinnan mín Jóhanna Fríða Dalkvist Bæjarstjórn úthlutaði eftir - farandi lögaðilum iðnaðarlóðum í Selhrauni norð ur/suður og í Hellnahrauni 2: Alexander Ólafsson ehf., Bergplast , Blikksmíði ehf., Borg ehf. Norðurhella 11, Ferro Zink hf., Fylling ehf/Tekk, Iðjan ehf./VÞS ehf., Járn@Járn ehf., Kerfi ehf., Málmtækni, RST Net ehf., Skýrr hf., Sorpa, Tvífell ehf., Vatn og hiti ehf., Vélrás ehf. Ásókn í iðnaðar lóðir L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Bæjarbúar hafa sífellt meiri áhyggjur af umgengni hér í bæ. Lang oftast er það bæjarbúar sjálfir sem ganga um bæinn af virðingarleysi, kasta drasli út um bílgluggann, láta drasl fjúka af kerrum og lóðum og hirða svo ekki um að tína upp drasl þar sem þeir standa. Bæjarbúi hafði samband og var mjög hneyksklaður á út - lendingum sem hafði verið ekið á áningastað við Hlíðar þúfur á bíl merktum verktaka fyrir tæki. Þar voru heit grill skilin eftir sem brennt höfðu borð og litlu mun - aði að kviknaði í sinu sem auðveldlega hefði getað borist í skógræktina í Gráhelluhrauni. Af sóðaskap og sjálfselsku Hvað veldur slæmri umgengni og tillitsleysi? Skelfileg umgengi á áningastað við Hlíðarþúfur. Skyldi eigandi þessa bíls hafa verið á hverfisþinginu að ræða um virðingu við umhverfið? L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.