Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 14

Fjarðarpósturinn - 01.03.2007, Page 14
14 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. mars 2007 Lítil 65 fm - 3 herbergja íbúð í einbýlishúsi við Hverfisgötu, Hafnarfirði. Hentar vel skólafólki eða einstaklingi. Leiguverð 75 þúsund kr. Reyklaus og reglusemi áskilin. Laus. Uppl. í símum 822 3849 og 821 2529 milli kl. 14-19 Notað baðherbergissett frá IFÖ til sölu. Baðker-klósett-vaskur, ljósblátt að lit og lítur vel út. Tilboð. Upplýsingar í síma 897 7020. Hjón með tvö börn óska eftir 3-4 herb. íbúð til leigu í Hafnarfirði frá 1. apríl. Leigutími u.þ.b. eitt ár. Erum reyklaus og reglusöm. Kristín, sími 694 5517 Hvítri úlpu, Didriksson 1913, var stolið af hurðarhún við Klettabyggð. Þeir sem geta gefið upplýsingar um úlpuna hafi vinsamlega samband í s. 660 3084. Norski skógarkötturinn Silvio er týndur. Býr á Brekkugötunni í Hafnarfirði. Hann er lítill, loðinn, steingrár með hvítan blett á bringunni og hvíta snoppu. Hann er ekki með ól en er eyrnamerktur og gæfur. Vinsamlegast hafið samb. í síma 660 1502, email: iris@lh.is Ungur og hraustur starfskraftur óskast til lager- og útkeyrslustarfa. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Vinnutími kl. 9-17. Uppl. í síma 567 8900 eða lager@godirhlutir.is Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Atvinna Húsnæði óskast Til leigu Tapað - fundið Eldsneytisverð 28. febrúar 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 111,2 112,1 Atlantsolía, Suðurhö. 111,2 112,1 Esso, Rvk.vegi. 112,8 113,7 Esso, Lækjargötu 112,8 113,7 Orkan, Óseyrarbraut 109,3 110,8 ÓB, Fjarðarkaup 109,4 110,9 ÓB, Melabraut 109,4 110,9 Skeljungur, Rvk.vegi 113,0 113,7 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Ýsa var það heillin Verslum í Hafnarfirði! www.fjardarposturinn.is Um nokkurt skeið hafa fjöl - margir hópar sprottið upp, stórir sem smáir til að tjá sig um hugsanlega stækk un álversins í Straums vík. Hópar sem hafa orðið til vegna kosn inganna. Nú hafa hins vegar verka lýðsfélögin Hlíf og Félag vélstjóra og málmiðnaðar manna bæst í hópinn sem ályktar og er það vel, enda félög sem eiga sér langa sögu og víð - tæk an uppruna. Það er vissulega mikilvægt skref sem tekið er í sögu lýð ræð - is mála hér á landi með kosn - ingunni um álversdeiliskipulagið 31. mars nk.. 90% íbúa í Hafn - arfirði hafa tekið undir það að stór mál eigi að fara í dóm íbúa á þenn an hátt. Íbúar í Hafnarfirði hafa á ótvíræðan hátt sýnt það að lýðræðismálin skipti miklu og fylgt eftir þeirri áherslu sem Samfylkingin í Hafnarfirði lýsti vorið 2002 og innleiddi fyrst og eitt sveitarfélaga á landinu með lögfestu í samþykktum bæjarins. Það er hinsvegar rétt að vekja athylgi á þessum ályktunum verka lýðsfélaganna. Jafnaðar- og félagshyggjufólk á uppruna sinn í verkalýðshreyfingunni og það er vissulega athyglisvert þegar eitt fjölmennasta verkalýðsfélag lands ins ályktar að mæla með stækkun Álversins í Straumsvík og skorar á Hafnfirðinga að greiða með stækkun þess og renna með því styrkari stoðum und ir atvinnulífið í bænum. Verkalýðsfélagið Hlíf segir það staðreynd að þrátt fyrir að ál - framleiðsla Alcan í Straumsvík meira en tvöfaldist eftir stækk - unina verða loftgæði, með tilliti til heilsu fólks og mengun gróð - urs og jarðvegs, undir öllum mörk um sem sett hafa verið inn - an sem utan lóðamarka álversins. Hjá Alcan starfi nú rúmlega 460 manns í heilsársstörfum en eftir stækkunina mun þeim fjölga í 850 og árlegar tekjur Hafnar - fjarðar aukast úr 490 milljónum króna í rúman 1,4 milljarð. Fund ur Hlífar skorar á Hafn - firðinga að greiða stækk uninni atkvæði sitt í vænt an - legri kosn ingu og renna með því styrkari stoð um undir atvinnu - lífið í bænum. Félag vélstjóra og málm tækn imanna legg ur einnig áherslu á að álver Alcan í Straums vík verði stækk að. Þetta kom fram í álykt un fundar félagsins. Í ályktun fund armanna var bent á að eftirspurn eftir áli væri mikil og að hér á landi sé hægt að fram leiða það með umhverfisvænni hætti en annars staðar í heim inum. Í ályktuninni kemur einnig fram að við stækk - un myndu fjölmörg störf skapast og tekjur Hafnarfjarðar myndu aukast veru lega. Minnt var á að mikil vægt sé að ekki verði hafist handa við stækkun fyrr en efna - hagslegur stöðugleiki næðist á landinu. Ég vil þakka verkalýðsfélög - unum fyrir að taka málið á dag - skrá. Það skiptir máli að verka - lýðsfélög, líkt og grasrótarhópar, ræði málin og kom niðurstöðum sínum á framfæri og berjast fyrir henni. Í stórum hópum eru ólíkar skoðanir og nokkur félög hafa t.d. ályktað að það skuli ekki tekin félagsleg ákvörðun. Það ber einnig að virða. Ég hvet Hafnfirðinga til að hugsa alvarlega um hvað okkar verka lýðsfélög segja. Það hefur verið ríkt fylgi við að styðja verka menn í baráttu þeirra fyrir betra lífi, betri launum og betra mannlífi. Það mun hafa mikið að segja við val fjölmargra hópa sem þekkja verkalýðsbaráttuna á eigin skinni – jafnaðar- og félags hyggjufólk standið með ykkar fólki. Höfundur er formaður 60+ Hafnarfirði, varaþing maður Samfylkingar í Suðvest ur - kjördæmi. Verkalýðsfélögin álykta um álver Jón Kr. Óskarsson Ráðstefna verður haldin um verndun Skerjafjarðar á morgun, föstudag kl. 13-17 í Íþrótta - miðstöð Álftaness. Dagskráin hefst með ávarpi forseta Íslands og um hverfis - ráðherra. Ýmsir aðilar sem hafa sérfræðiþekkingu á málinu flytja erindi. Meðal efnis er fuglalíf á svæðinu, vákort af Skerjafirði, fráveitumál, útivist á sjó og landi, umfjöllun um náttúru- og menningarmiðstöð á Álftanesi og framtíðarsýn þeirra sex sveitarfélaga sem eiga land að Skerja firði. Að dagskrá lokinni verða umræður um samstarf sveitar félaganna um hvort og með hvaða hætti staðið verður að vernd un Skerjafjarðar. Einnig verða fyrirspurnir úr sal. Fundarstjóri er Gunnar Ein - arsson bæjarstjóri Garða bæjar. Að ráðstefnunni standa Sveit - ar félagið Álftanes, Um hverfis - stofnun og umhverfis nefndir að - liggjandi sveitarfélaga, Reykja - víkur, Seltjarnarness, Kópa vogs, Garðabæjar og Hafn arfjarðar. Ráðstefnan er opin öllum. Opin ráðstefna um verndun Skerjafjarðar Álftanes og Hafnarfjörður meðal aðstandenda Gísli Vigfússon læknir lenti í miklum hremmingum í vikunni þegar hann komst að því að hann hafði týnt lyklakippu sinni með lyklum af húsinu, bílnum og vinnunni. Gísli átti að mæta á kvöld vakt þann daginn en áður hafði hann ákveðið að fara klukku tíma göngutúr með hund - inn. Þegar hann kom til baka upp götvar hann að lyklakippan er horfin þannig hann kemst ekki inn í húsið eða bílinn og ekki get ur hann hringt því farsíminn var læstur inn í bílnum. Hann ákvað að endurtaka hring inn í hvelli til að reyna að finna kippuna en án árangurs. Gísli var þá orðinn of seinn í vinnuna og ekkert annað fyrir hann að gera en að binda hund - inn fastan í garðinum og ná í leigubíl. Síðar sama dag fann heiðar - legur vegfarandi lyklakippuna og skilaði henni strax til lög - reglu. Lögreglan sá að það var dælulykill á kippunni og hafði samband við Atlantsolíu. Þar á bæ var brugðist skjótt við og fannst út að þarna var á ferð dælulykill FÍB-félaga og haft var samband við Gísla Vigfússon eig anda kippunnar. Hann var að vonum mjög ánægður með fundinn því ella hefði hann þurft að skipta um lás á húsinu, gera nýjan lykil fyrir bíl sinn en slíkt hefði kostað tugi þúsunda auk annarra óþæginda. Það er stórmál þegar lykla - kippa týnist og slíkt getur kost að frá 2000 og upp í 50 þúsund fyrir nýjar gerðir bifreiða. Í nýj um bílum þarf oftast að forrita lyklana og fyrir sumar tegundir er slíkt gert erlendis. Í einstökum tilfellum þarf jafnvel að skipta um tölvukubb í bifreiðinni sjálfri. Að skipta um lás á heim - ilinu er öllu ódýrara en það fer þó eftir því hvort notaðir séu kerfislyklar og fjölda þeirra sem hafa aðganga að húsinu. Í öllu falli eru hins vegar óþægindin við týndar lyklakippur mikil. Dælulykillinn vísaði á eigandann Hugi Hreiðarsson Atlantsolíu, Gísli Vigfússon læknir, og Runólfur Ólafsson hjá FÍB.

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.