Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 12
„Ég efast ekki um að við
toppum á réttum tíma,“ sagði
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir,
efsti maður lista Vinstrihreyf-
ingarinnar græns framboðs, sem
opnaði kosningaskrifstofur sínar
á laugardaginn í gamla póst-
húsinu og kynnti um leið stefnu-
mál flokksins. Sagði hún VG
eina flokkinn sem tæki skýra
afstöðu gegn stækkun álversins í
Straumsvík og sagði stefnuna að
ná a.m.k. einum manni inn til að
komast í oddaaðstöðu.
Meðal stefnumála VG er að að
allir bæjarbúar lifi með reisn þar
sem þjónusta sé í samræmi við
aðstæður, óskir og þarfir. VG vill
að stofnuð verði þjónustu-
miðstöð sem byggi á þver-
faglegu samstarfi margra aðila,
þar sem bæjarbúar geti leitað
eftir upplýsingum og þjónustu.
VG vill gjaldfrjálsan leikskóla
og grunnskóla, vill að upp-
lýsingamiðstöð ferðamála verði
opnuð á ný, vill stuðla að aukinni
sorpflokkun á heimilum, í
fyrirtækjum og í stofnunum. Þá
styður VG beinan stuðning við
fjölbreyttar tómstundir, listnám
og íþróttaiðkun barna og stytta
„vinnutíma barna“. VG vill
einnig að almenningssamgöngur
verði auknar og aðstaða fyrir
hjólandi og gangandi umferð.
Steingrímur J. Sigfússon, for-
maður VG mætti á opnunina og
ungir tónlistarmenn sköpuðu
skemmtilegt andrúmsloft.
VG mun standa fyrir hverfa-
fundum og verður sá fyrsti á
Völlum en áætlað er að sá síðasti
verði í miðbænum 28. apríl.
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. apríl 2006
Ræstinga-/þjónustustjóri
Flensborgarskóli auglýsir eftir ræstingastjóra í
fullt starf frá og með 1. ágúst 2006.
Ræstingastjóri skipuleggur, hefur umsjón með
og stýrir allri ræstingu í Flensborgar-
skólanum. Miðað er við að öll ræsting verði
unnin á dagvinnutíma samhliða skólastarfi.
Haustið 2006 tekur Flensborgarskólinn í gagnið nýja og glæsilega
viðbyggingu og samhliða er verið að gera verulegar breytingar og
endurbætur á eldra húsnæði skólans.
Skólinn býður gott vinnuumhverfi og framsækið skólastarf. Leitað er
eftir metnaðarfullum einstaklingi sem hefur mikla
samstarfshæfileika ásamt þekkingu og reynslu af ræstingum.
Launakjör fara eftir gildandi kjarasamningum.
Umsóknarfrestur er til 27. apríl 2006. Umsóknir skulu
sendar til Flensborgarskólans í Hafnarfirði, Pósthólf
240, 222 Hafnarfjörður merkt Ræstingastjóri.
Umsóknum þarf ekki að skila á sértöku eyðublaði en í
umsókn er óskað eftir að fram komi ítarlegar
upplýsingar um starfsferil og menntun.
Nánari upplýsingar um starfið og starfskjör veitir
skólameistari í síma 565 0400 eða 660 4170. Einnig
er hægt að beina fyrirspurnum á netfangið
flensborg@flensborg.is
Skólameistari
w w w . f l e n s b o r g . i s
Vinstri grænir opna
kosningaskrifstofu
Eini flokkurinn sem er afdráttarlaust á móti stækkun álversins
Erla Sigurjónsdóttir fagnaði 70
ára afmæli sínu fyrir skömmu.
Brigdefélag Hafnarfjarðar hélt
52 para brigdemót henni til
heiðurs 3. apríl sl. Erla er lands-
þekktur bridgespilari og hefur
m.a. verið Íslandsmeistari.
Spilaður var 12 umferða
Mitchell með stuttu hléi til að
fagna með Erlu en seinni hluti
mótsins var á mánudaginn.
Bridgefélag Hafnarfjarðar
spilar á mánudögum kl. 19.30 í
Hraunseli, Flatahrauni 3.
Bridgemót til
heiðurs Erlu
Fagnaði 70 ára afmæli með bridgemóti
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Hjörtur Gunnarsson með mæðgunum, Guðrúnu Ágústu (Rúnu) og
Rannveigu Traustadóttur.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Á síðustu árum hefur mikil
umræða verið um langan vinnu-
dag fólks og hversu fjölskyldu-
fjandsamlegur langur
vinnudagur er. Um-
ræðan hefur snúist um
langan vinnudag full-
orðinna og mikilvægi
þess að stytta hann svo
að fjölskyldan geti átt
meiri tíma saman. Í
þessari umræðu höfum
við gleymt að skoða
vinnutíma barna.
Vinnutími barna er
ótrúlega langur. Börn
mæta í skóla snemma að morgni
og eru í skólanum fram yfir há-
degi, mörg hver fara strax að
loknum skóla í lengda viðveru í
heilsdagsskóla viðkomandi
skóla þar til foreldrarnir koma úr
vinnu. Þegar foreldrar koma og
sækja börn sín er vinnudegi
margra þeirra ekki enn lokið. Ef
þau stunda íþróttir eða taka þátt í
öðru tómstundastarfi eiga þau
eftir a.m.k. klukkustundar vinnu
auk þess sem þau eiga eftir að
undirbúa sig fyrir næsta vinnu-
dag í formi heima-
vinnu. Ekki er því óal-
gengt að vinnudagur
barna á aldrinum sex
til tíu ára standi yfir
frá 8 að morgni til 20
að kvöldi. Þetta er tólf
tíma vinnudagur!
Hagsmunir og sýn
barna við allar
ákvarðanir
Hér þarf að endur-
skoða áherslur og
vinna að því að skapa fjöl-
skyldum í Hafnarfirði lífvæn-
legri og mannúðlegri skilyrði!
En hvað er til ráða? Jú, til að
stytta vinnudag barna er mikil-
vægt að leggja áherslu á
heildstæðan skóladag þar sem
börnum stendur til boða að
stunda tónlistarnám, íþróttir og
tómstundir að eigin vali án sér-
stakrar gjaldtöku. Á þann hátt
jöfnum við enn frekar aðstöðu
barna til hvers kyns tómstunda-
starfs auk þess sem vinnutími
þeirra styttist verulega!
Það er mikilvægt að Hafnar-
fjörður skapi sér raunverulega
fjölskyldustefnu þar sem ekki
eingöngu er einblínt á hag
fullorðinna heldur allrar
fjölskyldunnar óháð fjölskyldu-
gerð. Til að gera Hafnarfjörð
barna- og fjölskylduvænni bæ
þarf að skapa öllum börnum góð
skilyrði til að dafna á eigin
forsendum. Hafa þarf hagsmuni
og sýn barna í huga við allar
ákvarðanir sem teknar eru. Til
þess að hrinda því í framkvæmd
þarf bæjarfélagið að marka sér
opinbera stefnu í fjölskyldu-
málum þar sem tryggt er að
stefnumótun, framkvæmd og
sífelld endurskoðun haldist í
hendur.
Höfundur skipar 1. sæti vinstri
grænna í Hafnarfirði.
Styttum vinnutíma barna!
Raunveruleg fjölskyldustefna
Guðrún Ágústa
Guðmundsdóttir
Við friðað
Hvaleyrarlón
Bæjarbúar þurfa að taka sig
verulega á ef gera á umhverfi
Hvaleyrarlóns viðunandi. Hvað
getur þú lagt að mörkum?
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n