Fjarðarpósturinn - 12.04.2006, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. apríl 2006
Allt í drasli
Til eigenda og ábyrgðarmanna lausamuna á
hafnarsvæðum Hafnarfjarðarhafnar
Hafnarfjörð til fyrirmyndar
Til athugunar með hækkandi sól:
Vinsamlegast fjarlægið lausamuni af hafnar-
svæðum Hafnarfjarðarhafnar sem eru á víð og
dreif um hafnarsvæðin, þ.m.t. bátakerrur og aðra
lausa muni við Hvaleyrarlón, sem fyrst og ekki
síðar en 29. apríl nk.
Sé þessum tilmælum ekki sinnt, verða viðkom-
andi munir fjarlæðir á ábyrgð og kostnað eigenda
og/eða umráðamanna.
Látum hendur standa fram úr ermum og höfum
Hafnarfjörð til fyrirmyndar.
Hafnarstjóri
©
H
ön
nu
na
rh
ús
ið
e
hf
. –
0
60
3
Sem réttur og sléttur Hafn-
firðingur, búandi í fjölbýlishúsi á
Hvaleyrarholti og horfandi á
Hafnarfjörð allt um
kring, staldraði ég við
auglýsingu um skipu-
lagsþing í Skátaheim-
ilinu þann 6. apríl sl.
Kynna átti m.a. aðal-
skipulag til ársins
2025. Ég dreif mig svo
á staðinn og hlýddi á
mikinn fróðleik sem
vakti hjá mér margar
spurningar. Síðan kom
að lið sem nefndist: Kynning að
deiliskipulagi 3. áfanga Áslands-
hverfis.
Allt í einu fylltist frekar þunn-
skipaður skátasalurinn og maður
skynjaði einhverja spennu í loft-
inu. Eftir faglega kynningu
Bjarka sviðsstjóra og móðurleg
orð formanns Skipulags- og
byggingarráðs, byrjaði ballið.
Fólkið sem fyllti salinn hafði
fengið loforð fyrir einbýlishúsa-
lóðum á þessum stað. Eitthvað
hafði verið hrært í skipulagstil-
lögunni og komin tillaga um
nokkur fjölbýlishús neðst á
reitnum, næst Kaldárselsvegin-
um. Fyrir þá sem ekki eru stað-
kunnugir, er þetta svæði vestan
við gömlu hesthúsin ofan vegar-
ins inn að Kaldárseli.
Fljótt kom í ljós að Bjartur í
Sumarhúsum átti sér marga and-
lega samherja í salnum.
Átti að fara að gjaldfella svæð-
ið með einhverjum fjölbýlishús-
um og byrgja mönnum sýn til
síns ástkæra lands?. Nóg kostar
þetta nú samt. Handan við hornið
biðu gírugir verktakar sem
borguðu fyrirfram í
ákveðna kosninga-
sjóði. Ekki virtist nóg
að búa efst í hlíðum og
horfa niður á liðið í
blokkunum - jafnvel
eldra fólk sem þyrfti
lyftur og vildi líka
njóta sólarlagsins.
Þarna var Íslendingur-
inn með Stórum staf -
einn í bæ og engum
háður. Enginn minntist á ásýnd
hverfisins, byggðina næst
Kaldárselsvegi.
Undir lokin minnti ég á mynd-
ina hans Hrafns Gunnlaugssonar
um skipulagsmál, þar sem hann
setti lengjurnar við Kleppsveg-
inn upp á rönd og allt í einu
blöstu við sundin og Viðey og
Esjan og Akrafjallið. Þá voru
flestir einbýlingarnir farnir, þeir
sem voru að forvitnast um fram-
tíðarskipulag, löngu farnir og
eftir stóðu svolítið ringlaðir for-
svarsmenn skipulagsþings með
afkomendur Bjarts í Sumarhús-
um upp í kok.
Í huga minn kom svipmynd frá
heimsókn til Hong Kong fyrir
allnokkru, þar sem villurnar
prýddu hlíðarnar, en bátafólkið
hafði ekki einu sinni fast land
undir fótum. Líti nú hver í sinn
barm, enda að koma páskar.
Höfundur er Hafnfirðingur –
enn með stórum staf.
Bjartur í Sumarhúsum
mætir á skipulagsþing
Reynir
Ingibjartsson
Sveitarstjórnarkosningar:
Frjálslyndir
ekki fram
Ljóst virðist vera að Frjáls-
lyndi flokkurinn býður ekki fram
í Hafnarfiði í vor að sögn Daníels
Helgasonar formanns bæjar-
málaflokks Frjálslyndra í Hafn-
arfirði.
Hraunholt lokar
Að sögn Sigurjóns Sigurðs-
sonar, framkvæmdastjóra veit-
ingasalarins Hraunholts verður
starfsemin lögð niður eftir 14
ára farsælt starf. Er þetta m.a.
vegna óeðlilegs rekstrarum-
hverfis slíkrar starfsemi í sam-
keppni m.a. við veislusali í hús-
næði sem Hafnarfjarðarbær hef-
ur kostað að mestu leyti. Þá eru
áherslubreytingar í rekstri húss-
ins ein ástæðan og vildi Sigur-
jón koma á framfæri þakklæti til
Hafnfirðinga fyrir ánægjuleg
viðskipti en veislusölunum
verður lokað um miðjan maí.
Áformað er að hefja niðurrif á
Kaupfélagshúsinu við Strand-
götu í næstu viku en búast má
við að hreinsunarstarf taki
nokkrar vikur.
Skv. heimildum Fjarðarpósts-
ins kynnti Hanzahópurinn (áður
Tjarnarbyggð) hugmyndir sínar
að uppbyggingu á svæðinu en
áður var búið að samþykkja 4
hæða hús frá pósthúsi að gamla
Alþýðuhúsinu. Skv. nýjustu hug-
myndum er stefnt að því að
byggja 2ja hæða hús í gatið og
fyrir miðju kæmi 12 hæða turn
þar ofan á en til fróðleiks má
geta þess að að verslunarmið-
stöðin Fjörður er 7 hæða og
núverandi hús á lóðinni eru 3
hæða.
Ekki virðist vera mikill vilji
fyrir svona háu húsi í miðbænum
og engin formleg umsókn hefur
komið um svona hátt hús.
Vilja 14 hæða turn í miðbæinn
Hanzahópurinn vill byggja 60 íbúða íbúðaturn á Kaupfélagslóðinni
Þarna stóð Hafnarfjarðarbíó áður og Kaupfélagshúsið er til hægri.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Um 65 manns við póst-
dreifingu í Hafnarfirði, Álftanesi
og Garðabæ og eru bækistöðvar
þess í nýrri póstdreifingarmið-
stöð að Dalshrauni 6. Þar kemur
pósturinn úr Reykjavík upp úr kl.
7 á morgnanna og starfsfólk er
að tínast inn til kl. 8 segir Freydís
Jónsdóttir dreifingarstjóri. Allur
póstur sem kemur inn er fyrst
flokkaður í hverfi en síðan setjast
bréfberar við og flokka póst í
götur en þarna er allur póstur
sem fara á í Hafnarfjörð, Álfta-
nes og Garðabæ.
Þegar blaðamann Fjarðar-
póstsins bar að garði var langt
liðið á morgunn og þeir dugleg-
ustu voru farnir út með sinn póst.
Að sögn Freydísar eru verulegar
hreyfingar á starfsfólki og ráða
launin þar mestu um en vinnan
getur líka verið erfið. Örfáir hafa
verið hjá fyrirtækinu í fjölda ára
en margir eru aðeins 1-2 ár í
senn. Þörf á starfsfólki eykst
stöðugt þó almennum bréfum
fari eitthvað fækkandi þá er ann-
ar póstur að aukast auk þess sem
íbúum fjölgar. Færri karlmenn
eru þarna í vinnu en konur en
fólk er á öllum aldri. Aukin fjöldi
dreifirita eykur álag á bréfbera
sem þurfa að raða og brjóta sam-
an áður en haldið er út. Á því
verður ráðin bragarbót í haust að
sögn Freydísar en þá verður
fengin brotvél og pökkunarvél
sem mun létta þessa vinnu mjög
mikið.
Aðspurð segir Freydís andann
meðal starfsmanna vera góðan
en ljóst er að Pósturinn er ekki í
miklu áliti meðal bæjarbúa, það
finni starfsfólkið greinilega.
Ýmisleg má gera til að tryggja
öruggan útburð en merkingum er
víða ábótavant og bréfalúgur og
póstkassar eru oft illa staðsettir
og stærð þeirra þannig að erfitt er
að setja bréf í þá. Lagakröfur eru
um bréfalúgur og póstkassa og
því finnst Freydísi skjóta skökku
við þegar ætlast er til að bréf-
berar fari upp á hverja hæð í
fjölbýlishúsum á Völlum. Það sé
ekki í samræmi við reglur.
Allar ábendingar og aðfinnslur
um póstdreifingu má koma til
þjónustuvers Íslandspósts sem
skráir og kemur þeim á réttan
stað.
Fjöldi manns við póstdreifingu
hjá Íslandspósti
Ný dreifingarmiðstöð á Flatahrauni
Freydís Jónsdóttir, dreifingarstjóri
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n